Benedikt Sveinbjarnarson (1915-1989) Bjargarstöðum Miðfirði

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Benedikt Sveinbjarnarson (1915-1989) Bjargarstöðum Miðfirði

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.3.1915 - 29.12.1989

History

Benedikt Sveinbjörnsson 4. mars 1915 - 29. des. 1989. Var á Bjargarstöðum, Staðabakkasókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Bjargarstöðum í Miðfirði og í Austvaðsholti í Landsveit, Rang. Síðast bús. í Lyngbrekku Biskupstungnahreppi.

Places

Legal status

Árið 1943 hóf Benedikt búskap á föðurleifð sinni, Bjargarstöðum, ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Helgadóttur frá Hnausakoti. Þá geisaði heimsstyrjöldin síðari og stríðsárin voru mikill umbrotatími. Varð þá mörgum ljóst að dagar gamla samfélagsins, hinnar dreifðu byggðar, voru senn taldir. Ungu hjónin á Bjargarstöðum brugðu þar búi og fluttu suður. Þau settust að í Lágafelli Mosfellssveit hjá Lorens Thors og stýrðu því með miklum myndarbrag í rúmt eitt og hálft ár, . Þar tókst þeim með þrotlausri vinnu og litlum kröfum til lífsins gæða að koma sér upp ný býli. Þar bjuggu þau í rösk 20 ár.
Mosfellssveitin varð þeim kær og því ekki sársaukalaust að verða að flytja þaðan, en slíkt reyndist nauðsyn vegna þéttbýlis, sem stöðugt óx og gerði búskap illmögulegan.
Þarna bjó Benedikt með fjölskyldu sinni næstu 18 árin, en síðustu fjögur árin hafa hjónin búið í Laugarási í Biskupstungum í húsi sem þau keyptu og kölluðu Lyngbrekku og ætluðu að eyða ævikvöldinu þar.
Árið 1966 kaupa þau jörðina Austvaðsholt í Landssveit. Hún var þá í eyði. Í Austvaðsholti bjuggu þau Ólöf og Benedikt á meðan kraftar entust til búskapar og gerðu þeirri jörð margt til góða.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans: Sveinbjörn Benediktsson 2. maí 1873 - 13. júlí 1941. Var á Bjargarstöðum, Efranúpssókn, Hún. 1880. Bóndi á Bjargarstöðum. Var þar 1930. Fæðingar Sveinbjörns finnst ekki getið í kirkjubókum en við fermingu í Staðarbakkasókn er hann sagður fæddur 2.5.1873 og kona hans; Sigríður Guðmundsdóttir 25. ágúst 1885 - 11. jan. 1970. Húsfreyja á Bjargarstöðum. Var þar 1930. Síðast bús. í Mosfellsbæ.

Systkini hans;
1) Sesselja Margrét Sveinbjörnsdóttir 4. maí 1906 - 27. ágúst 1985. Vinnukona á Bjargarstöðum, Staðabakkasókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Guðmundur Sveinbjörnsson 17. feb. 1908 - 23. ágúst 1981. Fjármaður á Bjargarstöðum, Staðabakkasókn, V-Hún. 1930. Innheimtumaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Jóna Sigríður Sveinbjörnsdóttir 14. sept. 1912 - 18. júlí 2005. Húsfreyja á Hamrafelli í Mosfellssveit, síðast bús. í Mosfellsbæ. Var á Bjargarstöðum, Staðabakkasókn, V-Hún. 1930.

Kona hans 14.7.1944; Ólöf Helgadóttir 30.1.1918 - 12.9.2010. Var í Hnausakoti, Staðabakkasókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Bjargastöðum í Mosfellssveit og síðar Austvaðsholti í Landsveit. Síðast bús. á Hellu.

Synir þeirra;
1) Sveinbjörn Benediktsson 2.11.1944, bóndi Krossi í Landeyjum. Hann á eina dóttur með Sigrúnu Guðmundsdóttur og 5 börn með Olgu Thorarensen
2) Helgi Benediktsson 1.12.1948, bóndi Austvaðsholti, maki Regula Verena Rudin. Hann á fimm börn.
3) Jón Gunnar Benediktsson 14.6.1952, bóndi Austvaðsholti, maki Nicole Chene. Þau eiga þrjú börn.
4) Hjörtur Már Benediktsson 7.11.1958, garðyrkjumaður hjá NLFÍ Hveragerði, maki Björg Hilmisdóttir. Hann á þrjár dætur og Björg á þrjú börn.

Sonur Ólafar
5) Ólafur Grétar Óskarsson 13.7.1938. Faðir hans; Óskar Herbert Alfreð Hraundal Ásgeirsson 28. okt. 1915 - 20. des. 2008. Ökukennari og verslunarstarfsmaður á Hvolsvelli, síðar leigubílstjóri og verkamaður í Reykjavík. Maki Steinunn Thorarensen. Þau eiga fjóra syni

General context

Relationships area

Related entity

Guðrún Benediktsdóttir (1884-1975) frá Bjargarstöðum (3.9.1884 - 22.11.1975)

Identifier of related entity

HAH04242

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Benediktsdóttir (1884-1975) frá Bjargarstöðum

is the cousin of

Benedikt Sveinbjarnarson (1915-1989) Bjargarstöðum Miðfirði

Dates of relationship

4.3.1915

Description of relationship

föðursystir Benedikts

Related entity

Bjargarstaðir Torfustaðahreppi V-Hvs

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bjargarstaðir Torfustaðahreppi V-Hvs

is controlled by

Benedikt Sveinbjarnarson (1915-1989) Bjargarstöðum Miðfirði

Dates of relationship

4.3.1915

Description of relationship

fæddur þar síðar bóndi

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH06960

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 3.6.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places