Baldur Kristjánsson (1922-1984) Píanóleikari

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Baldur Kristjánsson (1922-1984) Píanóleikari

Parallel form(s) of name

  • Baldur Kristjánsson Píanóleikari

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

21.10.1922 - 4.3.1984

History

Baldur Kristjánsson er fæddur í Reykjavík 21. okt. 1922, dáinn - 4. mars 1984. Var á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Píanóleikari. Síðast bús. í Reykjavík.

Places

Reykjavík;

Legal status

Að afloknu barnaskólanámi byrjaði Baldur í Verzlunarskóla íslands og stundaði hann þar nám í fjóra vetur. Á skóladansæfingum í Verzlunarskólanum byrjaði hann fyrst að leika dansmúsik opinberlega, og fljótlega eftir einnig í öðrum skólum og víðar.

Functions, occupations and activities

Píanóleikari; Hljómsveitarstjóri:

Mandates/sources of authority

Baldur Kristjánsson er fæddur í Reykjavík 21. okt. 1922. Hann fékk fljótt áhuga fyrir tónlist og byrjaði kornungur að læra á píanó, og var Páll Ísólfsson skólastjóri, einn af fyrstu kennurum hans. Síðar meir lærði Baldur einnig hjá tveim þekktum útlendingum, sem dvöldust hér á landi. Hjá Róbert Abraham lærði hann píanóleik og tónfræði og hjá Dr. Urbandschitch lærði hann píanóleik og kontrapúnt.
Að afloknu barnaskólanámi byrjaði Baldur í Verzlunarskóla íslands og stundaði hann þar nám í fjóra vetur. Á skóladansæfingum í Verzlunarskólanum byrjaði hann fyrst að leika dansmúsik opinberlega, og fljótlega eftir einnig í öðrum skólum og víðar.
Sumarið 1939, eða þegar Baldur var 16 ára gamall, fór hann til Siglufjarðar og lék þar í hljómsveit, sem Oskar Cortes stóð fyrir. Óskar lék á fiðlu og klarinet, Baldur á píanó, og auk þeirra léku þar Stefán Þorleifsson,með harmóniku og tenórsaxafón og Þórhallur Stefánsson, með trommur. Um haustið snéri hann aftur til Reykjavíkur og settist í fjórða bekk Verzlunarskólans, og lauk hann þaðan námi um vorið. En hugur hans hneigðist ekki að verzlunarstörfum, þó hann hefði lokið verzlunarskólaprófi. Tónlistin lét hann ekki í friði og hann ákvað að gera hljóðfæraleik að atvinnu sinni. Um vorið fór Baldur ásamt Kjartani Runólfssyni til Akureyrar. Réðust þeir til að leika að Hótel Akureyri.
Um sumarið léku þeir þar tveir, Baldur á píanó, en Kjartan á trommur, harmoniku og stundum einnig á trompet. Um haustið byrjaði Jóhannes G. V. Þorsteinsson að leika með þeim og lék hann á trompet. Eins og lesendum er kunnugt, þá lézt Jóhannes í Danmörku fyrir tæpum tveim árum, og segir Baldur, að Jóhannes hafi verið gæddur einna mestri tóngáfu af öllum, sem hann hafi komizt í kynni við.
Eftir ársdvöl á Akureyri, snéri Baldur hingað suður aftur og lék á ýmsum stöðum fram til 1944, er hann réðist til Þóris Jónssonar að Hótel Borg. Baldur lék að Hótel Borg í tæp þrjú ár, eða þangað til um haustið 1946. Þá vantaði hljómsveit í Tjarnarcafe og stofnaði Baldur þá sína eigin hljómsveit og réðist þangað.
Meðlimir þessarar fyrstu hljómsveitar hans voru, Karl Karlsson, trommur, og hefur Karl alltaf leikið hjá Baldri síðan, Guðmundur Vilbergsson, með trompet og harmóniku og Guðmundur Norðdal, með klarinet. Guðm. Norðdal hætti eftir nokkra mánuði og byrjaði Einar B. Waage þá að leika í hljómsveitinni og lék hann á altósaxafón. Um haustið 1947 hættu svo bæði Einar og Guðm. Vilbergsson. Einar hóf kennslu við Tónlistarskólann og hætti af þeim ástæðum, en Guðm. réði sig til Kristjáns Kristjánssonar í K.K.-sextetinn. Í þeirra stað réði Baldur til sín tvo menn, er höfðu leikið með honum oft áður, þá Þórhall Stefánsson með kontrabassa og Stefán Þorleifsson, með tenór-sax og harmóniku. Í byrjun ársins 1948 stækkaði Baidur hljómsveitina og réði Marinó Guðmundsson til sín, með trompet og guitar. Síðasta breytingin á hljómsveitinni var svo í vor, er Þórhallur Stefánsson hætti, en í hans stað kom Vilhjálmur Guðjónsson, með altósaxafón og kjarinet.
Er hljómsveitin eins og hún er nú skipuð, tvímælalaust sú bezta, er Baldur hefur haft. Leika þeir prýðilegar útsetningar, og hefur Baldur útsett margar þeirra. Síðastliðin tvö ár hefur Baldur verið að læra á wald-horn (franskt horn) hjá Wilhelm Lanzky Ottó. Byrjaði hann að læra á wald-hornið, með það fyrir augum að leika á það, síðar meir, í klassiskri músik. Einnig hefur hann leikið klassiska músik mikið á píanó, og þá aðallega í veizlum í Tjarnarcafe. Baldur hlustar mikið á plötur, eins og yfirleitt allir hljóðfæraleikarar gera. Mesta ánægju hefur hann af, að hlusta á góðar píanósólar og af jazz-píanistum finnst honum, hinn frægi píanóleikari og söngvari King Colc og hinn blindi snillingur Art Tatum beztir. Af hljómsveitum finnst honum, eins og flestum öðrum er ánægju hafa af jazz, hljómsveit Duke Ellingtons bezt og í stöðugri framför. Þeir hljóðfæraleikarar, sem a undanförnum árum hafa byrjað í hljómsveitinni, gefa hinum gömlu snillingum ekkert eftir, og sumir skara langt fram úr, eins og t. d. trompetleikarinn Taft Jordan (bróðir Louis Jordan), bassaleikarinn Oscar Pettiford, klarinetleikarinn Jimmy Hamilton og tenór-saxistinn Al Sears. Af litlum hljómsveitum finnst Baldri, King Cole tríóið lang bezt, og þó að tveir af hinum gömlu meðlimum þess, Þeir Oscar Moore og Johnny Miller séu nú hættir, megi alltaf finna góða menn í staðinn, því Cole sjálfur hafi alltaf sett mestan svip á tríóið. Hvað Re-bob viðvíkur álítur Baldur, að þeir sem leika Re-bob þurfi að hafa mikla tækni og vera „rhythmiskir" og ekki hvað sízt hugmyndaríkir. Re-bob er að hans áliti stærsta sporið, sem hafi verið stigið til framþórunar góðs jazz.
Að leika í Jam-Session er eitt það skemmtilegasta, sem Baldur gerir, enda koma þá vel í ljós hinir sérstæðu hæfileikar hans og mikla leikni. —
Hallur Símonarson Jazzblaðið

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Kristján Helgason 7. des. 1878 - 5. sept. 1945. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsbóndi á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Skósmiður, verkamaður í Reykjavík og kona hans;
Valgerður Halldóra Guðmundsdóttir 12. maí 1879 - 24. júní 1944. Niðursetningur á Selskarðshjáleigu, Garðasókn, Gull. 1880. Niðursetningur í Sjávargötu, Garðasókn, Gull. 1890. Vinnukona á Lindargötu, Reykjavík. 1901. Húsfreyja á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.

Systkini hans;
1) Gústaf Jóhann Kristjánsson 1. okt. 1904 - 6. mars 1968. Kaupmaður í Drífanda í Reykjavík 1945. Kona hans; Ólafía Guðrún Guðmundsdóttir. 27. sept. 1906 - 7. jan. 1949. Húsfreyja í Kaupmannahöfn. Þau slitu samvistir. Seinni kona hans; Sigurlaug Aðalbjörg Sigurðardóttir 4. júlí 1910 - 20. des. 1976. Var í Reykjavík 1910. Var á Grettisgötu 46, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
2) Helga Kristjánsdóttir 10. júní 1907 - 23. maí 1911.
3) Einar Kristjánsson 24. nóv. 1910 - 24. apríl 1966. Námsmaður á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Óperusöngvari víða í Evrópu, síðast í Reykjavík. Kona hans 27.6.1936; Martha Papafoti Kristjánsson 4. des. 1911 - 23. nóv. 2006. Húsfreyja víða í Evrópu, síðast bús. í Reykjavík. Foreldrar: Dimitri Papafoti f. 23.12. 1882, d. 22.2. 1965 og kona hans Wilhelmine Daut f. 12.3. 1890, d. 2.1. 1981.
4) Helga Kristín Kristjánsdóttir 20. sept. 1912 - 4. apríl 1979. Húsmóðir, síðast bús. í Kópavogi. Var í Reykjavík 1930. Helga giftist ung, eða innan við tvítugt, Magnúsi Ingimundarsyni 23. ágúst 1909 - 20. júní 1983 húsasmíðameistara, miklum heiðursmanni, en hann var sonur Ingimundar Péturssonar, fiskverkunarmanns í Reykjavík, og Jórunnar Magnúsdóttur. Magnús Ingimundarson hafði um langt skeið mikil umsvif í iðngrein sinni og rak auk annars lengi húsgagnaverkstæði í Einholti 2 ásamt öðrum, þar sem fjöldi manns hafði vinnu, en hefur nú dregið saman seglin að mestu, enda kominn undir sjötugt. Þau Helga og Magnús Ingimundarson eignuðust fjögur börn
5) Júlíus Helgi Kristjánsson 25. júní 1914 - 16. okt. 1963. Var á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Verslunarmaður í Reykjavík. Kjörbarn: Sigmundur Indriði Júlíusson, f. 30.9.1934.
6) Bragi Kristjánsson 27. ágúst 1921 - 4. sept. 1992. Forstjóri hjá Pósti og Síma í Reykjavík. Var í Reykjavík 1930. Kona hans, Steinunn Pálína Snorradóttir 16. nóv. 1917 - 16. júní 1996. Var á Akureyri 1930.

Kona hans 17.12.1943; Elísabet Guðjónsdóttir 28. jan. 1922 - 21. jan. 2009. Vann við verslunarstörf og ræstingar, síðast á Þjóðminjasafni. Var á Akureyri 1930.

Börn þeirra;

1) Kristján Snorri Baldursson 31. mars 1948 - 21. mars 2015. Húsasmiður og byggingatæknifræðingur í Reykjavík. Kona hans 27.8.1977; Soffía Unnur Björnsdóttir 5. des. 1954. Börn hans eru: a) Ásdís skrifstofumaður, f. 1969, móðir hennar Helga Sigurðardóttir. Börn Ásdísar og Jóngeirs Andersen eru: Markús, f. 2000, og Lilja Sól, f. 2003; b) Baldur tölvunarfræðingur, f. 1978, er við framhaldsnám í Hollandi, kvæntur Jórunni Írisi Sindradóttur; c) Björn grunnskólakennari og tónlistarmaður, f. 1980, d) Valgerður Stella háskólanemi, f. 1985, í sambúð með Erni Eyjólfssyni; og e) Elísabet Anna, f. 1988, nemandi.
2) Elsa Baldursdóttir 27. okt. 1949 bankastarfsmaður, gift Kristjáni Guðmundssyni húsaamíðameistara. Börn hennar: a) Guðrún Lísa snyrtifræðingur, f. 1969, búsett í Englandi, börn hennar Elva Dögg, f. 1991, Drífa, f. 1993, og Hans Kristján, f. 1996; b) Sólrún starfsþróunarstjóri, f. 1973. Í sambúð með Snævari Ívarssyni, börn þeirra Ásta Rós, f. 1991, fósturdóttir, Daníel, f. 1995, og Viktoría Elsa, f. 2000; og c) Kristján Heiðar byggingafræðingur í Reykjavík, f. 1979, í sambúð með Birgittu Lindu Björnsdóttur.
3) Guðjón Baldursson 10. sept. 1951 læknir, kvæntur Bryndísi Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðingi. Fyrri kona hans; Kristín Blöndal. Börn Guðjóns: a) Hjálmar BS viðskiptalögfræðingur, f. 1976, í meistaranámi í lögfræði; b) Elías, f. 1983, BS lögfræðingur, í meistaranámi í lögfræði; c) Ólafur Friðrik nemi í rafeindavirkjun í Tækniskóla Íslands, f. 1983, fóstursonur, í sambúð með Saröndu Dyla; d) Baldvin Fannar, f. 2000; og e) Jóhanna Vigdís, f. 2001.
4) Birgir Bragi Baldursson 24. apríl 1959, íbúi í sambýlinu Skagaseli 9.

General context

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar; Baldur Kristjánsson - píanó, Stefán Þorleifsson - tenór-sax, Vilhjálmur Guðjónsson - altó-sax og klarinett, Karl Karlsson - trommur.
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar; Karl Jónatansson - trompet, Jóhannes Eggertsson - trommur, Vilhjálmur Guðjónsson - saxafónn, Baldur Kristjánsson - píanó (bak við súluna), Bragi Einarsson - saxafónn.

Relationships area

Related entity

Bragi Kristjánsson (1921-1992) forstjóri Pósts og Síma (27.8.1921 - 4.9.1992)

Identifier of related entity

HAH05145

Category of relationship

family

Type of relationship

Bragi Kristjánsson (1921-1992) forstjóri Pósts og Síma

is the sibling of

Baldur Kristjánsson (1922-1984) Píanóleikari

Dates of relationship

21.10.1922

Description of relationship

Related entity

Einar Kristjánsson (1910-1966) óperusöngvari (24.11.1910 - 24.4.1966)

Identifier of related entity

HAH05143

Category of relationship

family

Type of relationship

Einar Kristjánsson (1910-1966) óperusöngvari

is the sibling of

Baldur Kristjánsson (1922-1984) Píanóleikari

Dates of relationship

21.10.1922

Description of relationship

Related entity

Gústaf Kristjánsson (1904-1968) kaupmaður (1.10.1904 - 6.3.1968)

Identifier of related entity

HAH05142

Category of relationship

family

Type of relationship

Gústaf Kristjánsson (1904-1968) kaupmaður

is the sibling of

Baldur Kristjánsson (1922-1984) Píanóleikari

Dates of relationship

21.10.1922

Description of relationship

Related entity

Helga Kristjánsdóttir (1912-1979) Kópavogi (20.9.1912 - 4.4.1979)

Identifier of related entity

HAH05144

Category of relationship

family

Type of relationship

Helga Kristjánsdóttir (1912-1979) Kópavogi

is the sibling of

Baldur Kristjánsson (1922-1984) Píanóleikari

Dates of relationship

21.10.1922

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05146

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 17.10.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places