Ástvaldur Kristófersson (1924-2004) Seyðisfirði

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ástvaldur Kristófersson (1924-2004) Seyðisfirði

Hliðstæð nafnaform

  • Ástvaldur Anton Kristófersson (1924-2004) Seyðisfirði

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

8.1.1924 - 12.11.2001

Saga

Ástvaldur Anton Kristófersson fæddist í Glaumbæ í Engihlíðarhreppi í A-Hún., 8. janúar 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði 12. nóvember 2004.
Útför Ástvaldar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag 20. nóv. 2004 og hefst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Glaumbær Langadal A-Hún. Seyðisfjörður.

Réttindi

Starfssvið

Ástvaldur stofnaði Vélsmiðjuna Stál á Seyðisfirði 1948 ásamt bróður sínum Pétri og starfaði þar að mestu allan sinn starfsaldur. Ástvaldur sinnti á árum áður mörgum félags- og trúnaðarstörfum á Seyðisfirði og víðar. Einna hjartfólgnast var honum að gegna störfum formanns sóknarnefndar Seyðisfjarðarkirkju á árunum 1959-1982, formennska við uppbyggingu Vonarlands, dvalarheimilis fatlaðra á Egilsstöðum og að sitja í svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Austurlandi.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Kristófer Remegíus Pétursson, f. 1. okt. 1888, d. 17. mars 1955. Bóndi í Glaumbæ og á Blönduósi. Síðar ráðsmaður á Kvennaskólanum á Blönduósi og Jensína Ingibjörg Antonsdóttir, f. 21. júlí 1899, d. 11. okt. 1926, Húsfreyja í Glaumbæ, Engihlíðarhr.

Ástvaldur er alinn upp hjá þremur systkinum í Engihlíð í Langadal, þau voru;
Sigurður Einar Guðmundsson f. 11. mars 1892 - 29. apríl 1943. Kennari í A-Húnavatnsýslu. Bóndi í Engihlíð, A-Hún.
Jakobína Sigrún Guðmundsdóttir f. 4. desember 1898 - 1. apríl 1980. Vinnukona í Engihlíð, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Engihlíð, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Lindarbrekku Blönduóshreppi.
Elísabet Guðrún Guðmundsdóttir f 11. júní 1902 - 22. nóvember 1997 Var í Engihlíð, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Lindarbrekku Blönduósi
og öldruðum foreldrum þeirra,
Guðmundur Einarsson f. 11. október 1859 - 12. desember 1936. Bóndi í Engihlíð í Langadal, A-Hún. Albróðir Erlendar á Fremstagili, kona hans 26.9.1885, Ingibjörg Stefánsdóttir f.27. júlí 1862 - 12. ágúst 1950 Húsfreyja í Engihlíð, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Engihlíð í Langadal, A-Hún. frá Ásum.

Systkini Ástvaldar eru:
1) Ingibjörg Guðmunda Kristófersdóttir f. 27. júlí 1922 - 2. janúar 2004 Seyðisfirði 1930. Bús. á Seyðisfirði. Ingibjörg giftist Kristni Guðmundssyni, f. 27. júlí 1920, d. 31. júlí 1969. Þau slitu samvistum. Fyrir átti Ingibjörg dótturina Erlu, f. 26. nóv. 1943
2) Pétur Júlíus Theódórsson Blöndal f. 16. nóvember 1925. Var á Seyðisfirði 1930.
Kjörforeldrar skv. Blöndal: Theódór Ágústsson Blöndal, f. 24.10.1901, d. 7.2.1971, og k.h. Emilía Antonsdóttir Blöndal, f. 6.3.1879, d. 12.2.1987, systir Jensínu móður Ástvalds.

Ástvaldur kvæntist 27. des. 1959 Önnu Kristínu Jóhannsdóttur, f. 30. nóv. 1940. Börn þeirra eru:
1) Jóhanna Ingibjörg, f. 25. apríl 1960, maki Sigmar Guðbjörnsson f. 9. nóvember 1955, börn þeirra eru Sigríður María, f. 13. maí 1986 og Anton Björn, f. 30. maí 1994.
2) Ingunn Björg, f. 7. apríl 1962, dætur hennar og Ottós Eiríkssonar f. 3. október 1958 eru Anna Kristín Ottósdóttir, f. 4. júlí 1985, d. 25. sept 1989, Oddný Lisa, f. 23. mars 1988 og Kristín Lind, f. 24 sept. 1990.
3) Emelía, f. 7. apríl 1962, maki David Hovelsrud, f. 24. feb. 1954, börn þeirra eru Daníel Kristófer, f. 14. jan. 1993 og Mæja Kristín, f. 11. ágúst 2000.
Fyrir á Emelía Ástvald Anton Guðjónsson, f. 11. apríl 1982, Thelmu Rut, f. 1. okt. 1983, dóttir hennar er Emelía Birta, f. 22. apríl 2002 og Vigni Inga, f. 3. mars 1987. Faðir þeirra er Guðjón Steinar Garðarsson f 1. maí 1956. Barn hans með Lenu Ahlström, f. 4.1.1953: Linda Lovísa Sigrún Guðjónsdóttir Ahlström, f. 22.1.1979 í Svíþjóð.
4) Kristófer, f. 20. mars 1965.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Jensína Antonsdóttir (1899-1926) Glaumbæ, Engihlíðarhr (21.7.1899 - 11.10.1926)

Identifier of related entity

HAH01540

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jensína Antonsdóttir (1899-1926) Glaumbæ, Engihlíðarhr

er foreldri

Ástvaldur Kristófersson (1924-2004) Seyðisfirði

Dagsetning tengsla

1924 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristófer Pétursson (1888-1955) ráðsmaður Kvennaskólans á Blönduósi (1.10.1888 - 17.3 1955)

Identifier of related entity

HAH01539

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Kristófer Pétursson (1888-1955) ráðsmaður Kvennaskólans á Blönduósi

er foreldri

Ástvaldur Kristófersson (1924-2004) Seyðisfirði

Dagsetning tengsla

1924 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01099

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir