Áslaug Sigurðardóttir (1919-2005) Vík í Staðarhreppi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Áslaug Sigurðardóttir (1919-2005) Vík í Staðarhreppi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

27.1.1919 - 20.8.2005

Saga

Áslaug Sigurðardóttir fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 27. janúar 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. ágúst 2005. Á stríðsárunum varð hún fyrir því að kafbátur réðist á Goðafoss og sökkti því 10.11.1944.
Áslaug var annar tveggja farþega sem komust af, en 24 íslenskir farþegar og áhafnameðlimir fórust
Áslaug var forstöðukona Barnaheimilisins Suðurborgar við Eiríksgötu á árunum 1946-1949.
Áslaug og Haukur bjuggu í Vík til ársins 1972. Eftir að hún lauk störfum árið 1986 fluttu þau Haukur norður aftur, í hús sem þau reistu í landi Víkur og nefndu Hávík. Þar bjuggu þau uns þau fluttust á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki í lok síðasta árs.
Útför Áslaugar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Reynistaðarkirkjugarði.

Staðir

Hvítárbakki Borgarfirði: Vík Skagafirði. Reykjavík. Hávík Skagafjörður 1986.

Réttindi

Áslaug ólst upp í Reykjavík og gekk í Menntaskólann í Reykjavík. Fyrir stríð starfaði hún um eins árs skeið í Englandi. Árið 1941 fór hún til Bandaríkjanna og stundaði nám í Teachers College við Columbia University í New York.

Starfssvið

Á búskaparárum sínum þar rak hún sumardvalarheimili fyrir börn í 15 ár. Þau Haukur fluttu til Reykjavíkur 1973 og tók hún við starfi sem forstöðukona barnaheimilisins í Valhöll og vann þar einnig sem fóstra og við önnur störf á vegum Reykjavíkurborgar.

Lagaheimild

Hér fer á eftir skrá yfir skipshöfn og farþega, sem fórust með Max Pemperton og komust af.
Eftirgreind skrá er yfir farþegana.
Þessir fórust:
Friðgeir Ólason, 31.
Sigrún Ólason, 33.
Óli Holmar Olason, 7.
Sverrir Olason, 2.
Sigrún Ólason, 5 mánaða.
Ellen Ingibjörg Downey, 24.
William Gerald Downey, 18 m.
Sigríður Þormar, 19.
Halldór Sigurðsson, 20.
Steinþór Loftsson, 21.
Þessir komust af:
Agnar Kristjánsson, 19.
Áslaug Sigurðardóttir, 25.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Sigurður Þórólfsson f. 11.7.1869 - 1.3.1929. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Skólastjóri og stofnandi lýðskólans á Hvítárbakka í Borgarfirði. Ritstjóri í Reykjavík. Kenndi á námskeiðum „Hegelunds mjaltaaðferð“ segir í Ólafsdælu og kona hans, Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir f. 18.10.1883 - 9.4.1969 Húsfreyja á Hvítárbakka í Andakílshr., Borg., síðar í Reykjavík.
Systkini Áslaugar eru:
1) Kristín Lovísa f. 23.3.1898 - 31.10.1971. Húsfreyja á Bjarkargötu 14, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja og alþingismaður í Reykjavík.
2) Margrét f. 3.4.1901 - 3.4.1.1901.
3) Þorgrímur Vídalín f. 19.11.1905 - 10.7.1983. Cand.theol. kennari í Alþýðuskólanum á Hvítárbakka, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Prestur á Grenjaðarstað í Aðaldal, S-Þing. 1932-1944. Síðar prófastur og kennari á Staðastað í Staðarsveit á Snæfellsnesi, kom þangað 1944. Síðast bús. í Reykjavík. Fóstursonur: Heiðar Jónsson, f. 9.8.1948. .
4) Hrefna f. 28.10.1907 - 21.5.1908,
5) Anna f. 5.12.1908 - 3.1.1996. Stofnandi Kvennasögusafns Íslands. Fékk riddarakross fálkaorðunnar og doktorsnafnbót hjá HÍ. Símamær á Ásvallagötu 28, Reykjavík 1930. Forstöðumaður, síðast bús. í Reykjavík.
6) Guðmundur Axel f. 28.4.1911 - 20.9.1931. Námsmaður á Ásvallagötu 28, Reykjavík 1930.
7) Guðrún f. 7.7.1912 - 1.7.1995. Húsfreyja í Reykjavík.
8) Margrét f. 29.1.1914 - 21.3.2002. Starfaði m.a. sem bókavörður í Norræna húsinu.
9) Aðalheiður f. 6.12.1915 - 29.6.1998. Ekkja í Reykjavík 1945.
10) Sigurmar Ásberg f. 18.4.1917 - 14.7.1990. Cand.jur í Reykjavík 1945. Framkvæmdastjóri á Ísafirði. Sýslumaður á Patreksfirði. Síðar borgarfógeti og alþingismaður í Reykjavík. Nefndur Sigurmar í Thorarens.
11) Valborg f. 1.2.1922 - 25.11.2012. Skólastjóri Fóstruskóla Íslands. Hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín að uppeldis- og menntamálum, m.a. stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar og heiðursdoktorsnafnbót frá Kennaraháskóla Íslands. Ritaði fjölda greina og bóka um uppeldis- og menntamál.Áslaug giftist árið 1949 Jóni Hauki Hafstað f. 1920, bónda í Vík Skagafirði og síðar framkvæmdastjóra Landverndar.
Börn þeirra eru:
1) Þórólfur, f. 1949, maki Þuríður Jóhannsdóttir. Dætur þeirra eru Ásdís og Hrafnhildur.
2) Ingibjörg, f. 1951, maki Sigurður Sigfússon. Sonur þeirra er Jón Árni.
3) Ásdís, f. 1952, maki Sveinn Klausen. Dætur hennar og Grétars Guðmundssonar eru Áslaug Salka og Tinna.
4) Steinunn, f. 1954, maki Eiríkur Brynjólfsson. Sonur hennar er Jón Haukur Árnason og stjúpbörn Guðrún, Einar og Matthildur.
Barnabarnabörn Áslaugar eru fjögur.

Almennt samhengi

Frásögn frk. Áslaugar
"Sigurðardóttur.
Frk. Áslaug Sigurðardóltir
var eini kvenmaðurinn sem
bjargaðist.
Hún segir m. a. svo frá atburðinum:
— Jeg var stödd í ganginum
fyrir framan borðsalinn, þegar
sprengingin varð. En hentist
með svo miklu afli í þilið í
ganginum, að jeg misti meðvitund, en vaknaði við óp og var
þá koldimt í ganginum.
Hurðin fram í búrið hafði opnasl.og þaðan gaus reykur og
gufa, svo mjer sló fyrir brjóst.
Ekki get jeg vitað hve lengi
jeg var að koma til meðvitundar. En einhver maður, sem þar
kom að, hjálpaði mjer upp stig
ann upp á efra þilfarið. Þar
sá jeg margt fólk. Og þar sá
jeg bát, sem hallaðist mikið,
rendi mjer upp í hann. En í
sömu svifum var tekið í mig og
mjer hjálpað yfir á björgunarfleka. Eftir aug

Tengdar einingar

Tengd eining

Haukur Árnason Hafstað (1920-2008) Hafnarfirði (23.12.1920 - 29.1.2008)

Identifier of related entity

HAH01389

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1949 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01085

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir