Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Áslaug Thorlacius Kristjánsdóttir (1911-2014) ritari við Þjóðskjalasafnið
Hliðstæð nafnaform
- Áslaug Ester Thorlacius Kristjánsdóttir (1911-2014) ritari við Þjóðskjalasafnið
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
21.11.1911 - 16.4.2014
Saga
Áslaug fæddist 21. nóvember 1911 að Fremstafelli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Húsfreyja í Barnaskólanum við Vitastíg, Reykjavík 1930. Skrifstofustarfsmaður og síðar ritari við Þjóðskjalasafnið í Reykjavík. Kennari Kvsk á Blönduósi 1938
Útför hennar verður gerð frá Áskirkju 29. apríl 2014, kl. 13. Hún lést 16. apríl 2014.
Staðir
Fremstafelli í Köldukinn
Reykjavík
Réttindi
Hún stundaði nám að Laugum og við Héraðsskólann að Laugarvatni.
Kvsk á Blönduósi 1938
Starfssvið
Áslaug hóf skrifstofustörf hjá KRON 1954 en var síðan ritari við Þjóðskjalasafnið þar sem hún vann lengi við að lesa og skrifa upp gamlar kirkjubækur en Áslaug lærði gotneskt letur í æsku hjá ömmu sinni.
Lagaheimild
Áslaug var trúnaðarmaður starfsmannafélagsins á vinnustað um árabil og sat í jafnréttisnefnd um skeið.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Kristján, f. 29.1. 1881, d. 16.4. 1964, bóndi í Fremstafelli Jónsson bónda í Hriflu í Ljósavatnshreppi, Kristjánssonar og k.h. Rósa Guðlaugsdóttir bónda í Fremstafelli, Ásmundssonar, f. 25.3. 1885, d. 30.7. 1962. Kristján var bróðir Jónasar frá Hriflu.
Systkini Áslaugar voru:
1) Anna Kristjánsdóttir, f. 24.10. 1904, d. 21.9. 1983, húsfreyja á Kirkjubæjarklaustri, gift Júlíusi Lárussyni á Kirkjubæjarklaustri sem nú er látinn;
2) Rannveig Kristjánsdóttir, f. 1.8. 1908, d. 31.3. 1966, húsfreyja, gift Páli H. Jónssyni, tónlistarkennara á Laugum sem nú er látinn;
3) Friðrikka Kristjánsdóttir, f. 18.7. 1916, d. 1.11. 2003, húsfreyja á Fremstafelli, gift Jóni Jónssyni, bónda þar, sem nú er látinn, en hann var tvíburabróðir Páls;
4) Helga Kristjánsdóttir, f. 1.5. 1919, d. 5.6. 2002, skólastjóri Húsmæðraskólans á Akureyri og húsfreyja á Silfrastöðum í Skagafirði, gift Jóhanni Lárusi Jóhannessyni, bónda á Silfrastöðum, sem nú er látinn;
5) Jón Kristjánsson, f. 18.9. 1921, d. 5.11. 2010, bóndi á Fremstafelli, kvæntur Gerði Kristjánsdóttur húsfreyju sem nú er látin;
6) Jónas Kristjánsson, f. 10.4. 1924, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur húsmóður;
7) Ásdís Kristjánsdóttir, f. 31.3. 1929, d. 24.3. 1936.
Áslaug giftist 29. apríl 1931 Sigurði Thorlacius frá Búlandsnesi, f. 4.7. 1900, d. 17.8. 1945, uppeldisfræðingi og skólastjóra Austurbæjarskólans. Hann var sonur Ólafs Thorlacius, héraðslæknis, alþingismanns og lyfsölustjóra og k.h. Ragnhildar Pétursdóttur Eggerz. Börn Áslaugar og Sigurðar eru:
1) Örnólfur Thorlacius, f. 9.9. 1931, fv. rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Kona hans var Guðný Ella Sigurðardóttir, d. 29.1. 1983. Þau eignuðust fjóra syni. Seinni kona Örnólfs er Rannveig Tryggvadóttir;
2) Kristín Rannveig Thorlacius, f. 30.3. 1933, bókasafnsfræðingur, gift Rögnvaldi Finnbogasyni, sóknarpresti á Staðarstað á Snæfellsnesi sem nú er látinn og eignaðist hún sjö börn og eru sex þeirra á lífi;
3) Hrafnkell Thorlacius, f. 22.1. 1937, d. 17.6. 2007, arkitekt, kvæntur Kristínu Bjarnadóttur, meinatækni og sagnfræðingi, og eignaðist hann fimm börn; 4) Hallveig Thorlacius, f. 30.8. 1939, brúðuleikari, gift Ragnari Arnalds, rithöfundi og ráðherra, og eiga þau tvær dætur;
5) Kristján Thorlacius, f. 30.10. 1941, kennari og áfangastjóri við Ármúlaskóla, kvæntur Ásdísi Kristinsdóttur grunnskólakennara frá Kleifum á Blönduósiog eignuðust þau fimm dætur en fjórar þeirra eru á lífi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 27.5.2022
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 27.5.2022
Íslendingabók
29.4.2014; https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1507202/?item_num=1&searchid=f113bb0ea30cc217b45d384110be29347ab39c60
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
__slaug_Ester_Thorlacius_Kristjnsdttir1911-2014ritari_vi_jskjalasafni__.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg