Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Ásbyrgi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1880)
Saga
Ásbyrgi er hamrakví í Vatnajökulsþjóðgarði, Jökulsárgljúfrum, Norðurþingi í Norður–Þingeyjarsýslu, og eitt af mestu náttúruundrum Íslands. Það er allt að 3,5 km á lengd inn í botn og um 1,1 km á breidd í mynni þess og helst svipuð breidd um þrjá km inn eftir því. Fyrstu tvo km er byrgið klofið af Eyjunni, miklu standbergi, sem er um 250 m á breidd og skiptir Ásbyrgi í tvennt. Hamraveggirnir eru um 90 – 100 m háir og eru lægstir fremst en hækka þegar innar dregur.
Í skóginum og kjarrinu eru skógarþröstur og auðnutittlingur algengir, sem og músarindillinn. Upp úr 1970 fór fýll að verpa í hamraveggjunum og er þar nú þétt byggð. Skordýralíf er líka með ágætum eins og gefur að skilja á svo skjólsælum og gróðursælum stað og ber mest á blómaflugum, galdraflugur og hunangsflugur eru algengar. Geitungar hafa einnig tekið sér bólfestu þarna.
Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um tilurð þessarar hamrakvíar en líklegust er sú að hún hafi myndast þegar tvö hamfarahlaup urðu í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8 -10 þúsund árum og hið síðara fyrir um 3 þúsund árum. Þjóðsagan skýrir þetta náttúrufyrirbæri á annan hátt. Sagan segir að þarna hafi Sleipnir, hestur Óðins, stigið fast niður fæti þegar hann var á ferð sinni um lönd og höf. Ásbyrgi sé því hóffar Sleipnis og eyjan í miðjunni sé far eftir hóftunguna.
Bergið í veggjum Ásbyrgis er úr beltóttu dyngjuhrauni. Hraunið rann frá gígnum Stóravíti efst á Þeistareykjarbungu fyrir 11 - 12 þúsund árum, skömmu eftir að jöklar ísaldar hörfuðu af svæðinu. Jarðfræðingar nefna hraunið Stóravítishraun. Stóravítisdyngjan er af sömu gerð eldfjalla og Skjaldbreiður og Trölladyngja og er stærsta hraundyngja landsins að efnismagni.
Staðir
Norður Þing; Kelduhvarfi:
Réttindi
Starfssvið
Örnefni; Eyjan; Hóffar Sleipnis; Óðinn: Stóra-Vítishraun:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Vatnajökuls þjóðgarður; Jökulsárgljúfur; Jökulsá á Fjöllum:
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Nat
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 11.2.2019
Tungumál
- íslenska