Identity area
Reference code
Title
Date(s)
- 1979 (Creation)
Level of description
Item
Extent and medium
Gögn vegna árshátíðar
Context area
Name of creator
Administrative history
Lionsklúbbur Blönduóss var stofnaður 3. maí 1959 Stofnfélagar voru 11 menn.
Fyrsta stjórn klúbbsins skipuðu:
Hermann Þórarinsson, formaður
Haraldur Jónsson, ritari
Ólafur Sverrisson, gjaldkeri
Stofnendur urðu 21
Laugardaginn 10. október 1959 var svokallaður stofnskrárfundur klúbbsins. Í fundagerð segir orðrétt ,,Var þá slegið upp veislu mikilli á Hótelinu og kom margt gesta, flutt voru mörg ávörp og gjafir færðar klúbbnum, svo sem fánaborg, fundarhamar, fundarbjalla og gestabók. Síðan var farið út í Samkomuhús. Þar söng Árni Jónsson tenórsöngvari við undirleik Frits Weisshappels og Guðmundur Frímann las frumsamin ljóð, hvort tveggja við góðar undirtektir áheyrenda. Síðan var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu.“
Starfsemi Lionsklúbbs Blönduóss má skipta í fjóra þætti. Fyrst má telja regluleg funda- og nefndastörf. Í annan stað eru fjölþætt verkefni sem klúbburinn vinnur að á ári hverju ásamt nokkrum föstum verkefnum frá ári til árs. Þriðji þátturinn er fjáröflun til verkefnanna. Og sá fjórði er þátttaka í sameiginlegu starfi lionsumdæmisins á Íslandi, árlegum þingum þess og alþjóðlegri starfsemi lionshreyfingarinnar.
Helstu verkefni klúbbsins hafa verið:
• Gróðursetning trjáplantna í Hrútey 1960
• Veittur styrkur til byggingar sundlaugar.
• Hringsjá eða útsýnisskífa teiknuð af Jóni Víðis, sett upp á Háubrekku 1963
• Héraðshælið, kaup á ýmsum lækninga- og rannsóknatæki. Einnig sjónvörp og hljómflutningstæki.
• Sjúklingar styrktir til utanlandsferða vegna lækninga, en þá tóku tryggingar lítinn þátt í slíkum kostnaði. Stofnaður var styrktarsjóður til þessa 1967
• Tæki og vinnuaðstaða í kjallara Hnitbjarga að upphæð 2.5 milljónir, fyrir vistmenn 1979
• Gefinn vélsleði ásamt labb-rabb tæki til Hjálparsveitar Skáta.
• Kirkjan skreytt fyrir jólin, henni færðir kertastjakar úr silfri og máluð að utan,
• Félagsheimilið stutt í kaupum á konsertflygli, standsett fundarherbergi og húsið málað að utan.
• Á 100 ára afmæli Blönduóss, færði klúbburinn hreppnum málverk eftir Sveinbjörn Blöndal, málað af kauptúninu í tilefni þessara tímamóta.
• Dagheimilið fékk 1 milljón til leiktækjakaupa, þegar það var tekið í notkun.
• Ungmennafélagið á Blönduósi og Ungmennasamband Austur Húnvetninga hafa hlotið fjárupphæðir til styrktar íþrótta- og félagsstarfsemi.
• Þá hafa Lionsmenn sett upp hreppamerki um alla sýsluna, en sjálf merkin voru greidd af hreppunum.
• Í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins hafa grunnskóli Blönduóss og á Húnavöllum fengið vonduð myndbandstæki og myndatökutæki.
• Árlegur viðburður að fara eins dags skemmtiferð á hverju sumri með vistmenn ellideildar Héraðshælisins og fleira aldrað fólk.
• Fjárlög til framangreindra verkefna og annarra smærri hefur klúbburinn aflað með ýmsum hætti.
Helst er að nefna:
• Árlega ljósaperusölu, blómasölu, stundum fisksölu, jólakortasölu ofl.
• Einnig hefur rækjuveiði og vinnsla gefið drýgstar tekjur frá árinu 1976
• Það hefur byggst á velvild og skilningi eigenda Rækjuvinnslunnar Særúnar og rækjubátanna og áhafna þeirra að þessi fjáröflunarleið hefur verið möguleg. (Húnavaka 1985, bls. 191-196)
Archival history
Immediate source of acquisition or transfer
Content and structure area
Scope and content
Gögn vegna árshátíðar
25.mars, 5.maí 1979
Appraisal, destruction and scheduling
Accruals
System of arrangement
Conditions of access and use area
Conditions governing access
Conditions governing reproduction
Language of material
- Icelandic
Script of material
Language and script notes
Physical characteristics and technical requirements
Finding aids
Allied materials area
Existence and location of originals
Existence and location of copies
Related units of description
Notes area
Note
F-a-7 askja 1
Alternative identifier(s)
Access points
Subject access points
Place access points
Name access points
Genre access points
Description control area
Description identifier
Institution identifier
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation revision deletion
19.6.17 frumskráning í atom, SR
Language(s)
- Icelandic