Árni Hannesson (1844-1933) vestuheimi, frá Marbæli

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Árni Hannesson (1844-1933) vestuheimi, frá Marbæli

Hliðstæð nafnaform

  • Árni Hannesson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6.11.1844 - 22.1.1933

Saga

Árni Hannesson 6. nóvember 1844 - 22. janúar 1933 Var í Marbæli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1845. Bóndi á Kagaðarhóli og víðar í Hún. Fór til Vesturheims 1888.
11 ára fluttist hann til systur sinnar á Auðunnarstöðum í Húnavatnssýslu og var hjá henni í 5 ár. Þar næst réðist hann til Jóns Ólafssonar söðlasmiðs er lengst bjó í Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu. Var hann þar vinnumaður í 10 ár. Frá Sveinsstöðum fluttist hann svo til séra Eiríks Briem, á Steinnesi í Húnavatnssýslu, og var þar ráðsmaður í 8 ár. Svo vel gegndi hann þessari stöðu, að séra Eiríki fórust svo orð, að trúrri né ráðvandari ráðsmann væri ekki unt að fá. Árið 1881 giftist Árni sál. Guðrúnu, dóttur Hallgríms Erlendssonar og Margrétar Magnúsdóttur, er bjuggu á Meðalheiði í Húnavatnssýslu. Margrét móðir Guðrúnar var systurdóttir Jóns Þorsteinssonar landlæknis, en systir Guðmundar Magnússonar 'prófessors á læknaskólanum í Reykjavík.
Árið 1881 giftist Árni sál. Guðrúnu, dóttur Hallgríms Erlendssonar og Margrétar Magnúsdóttur, er bjuggu á Meðalheimi í Húnavatnssýslu. Margrét móðir Guðrúnar var systurdóttir Jóns Þorsteinssonar landlæknis, en systir Guðmundar Magnússonar 'prófessors á læknaskólanum í Reykjavík. Vorið 1882 fluttu þau hjón Árni og Guðrún að Kagarhóli í sömu sýslu og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan fóru þau að Þorbrandsstöðum í Langadal. Bjuggu þar 3 ár. Þarnæst að Björnúlfsstöðum, einnig í sömu sýslu, og bjuggu þar 2 ár. Sumarið 1888 íluttust þau hjón til Ameríku. Verður það ár minnistætt mörgum, en ekki sízt þeim er ætluðu til Ameríku, því það vor lá hafís fastur við land fram eftir sumri, lengi. Varð að bíða 7 vikur, þar til loks að skip komst út.

Staðir

Marbæli; Auðunnarstaðir; Sveinsstaðir; Steinnes; Kagaðarhóll AHvs; Þingvallanýlendu Vesturheimi;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Málmfríður Magnúsdóttir 1803 - 1856 Húsfreyja í Marbæli, Glaumbæjarsókn, Skag., 1845 og maður hennar 19.10.1830; Hannes Árnason 23.3.1800 - 1887 Var á Fjalli, Víðimýrarsókn, Skag. 1801. Bóndi í Marbæli í Glaumbæjarsókn, Skag. 1845.
Systkini Árna;
1) Sigríður Hannesdóttir 1834 Var með foreldrum sínum í Marbæli í Glaumbæjarsókn, Skag. 1845. Fór til Vesturheims 1874 frá Þernumýri, Þverárhreppi, Hún.
2) Magnús Hannesson 11. júní 1836 - 21. júní 1921 Bóndi í Marbæli á Langholti, Skag. Kona hans; Ingibjörg Ívarsdóttir 18. júlí 1832 - 22. febrúar 1892 Var í Laxárdal, Breiðabólsstaðarsókn, Snæf. 1845. Húsfreyja í Marbæli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1860, 1870 og 1880.
3) Hannes Hannesson 25. nóvember 1846 - 12. apríl 1915 Sjómaður á Hrúðurnesi, Útskálasókn, Gull. 1880. Sjómaður á Vegamótum, Gerðahr., Gull. 1910.
Kona hans 29.10.1881; Margrét Guðrún Hallgrímsdóttir 19. júní 1853 - 8. janúar 1947 Var á Vatnsskarði, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Kagaðarhóli og víðar í Hún. Fór til Vesturheims 1888.
Börn þeirra;
Þeim hjónum varð 7 barna auðið, allt drengir:
1) Hannes Árnason f. 30.6.1882 - 12.7.1882
2) Eggert Árnason 26.10.1883, bóndi nálægt bænum Tisdale, Sask., giftur konu af norskum ættum.
3) Jón Árnason 28.2.1885, rekur járnvöruverslun í Langruth, Man., giftur Helgu Erlendsdóttur Erlendson.
4) Hallgrímur, bóndi 5 mílur austur af Langruth, Man., Kona hans; María Sesselja Ólafsdóttir 15. febrúar 1887 - 8. júlí 1937 Kennari og húsfreyja í Big Point í Manitoba. Fór til Vesturheims 1900 frá Langholti, Andakílshreppi, Borg. Þorleifssonar.
5) Gunnlaugur Óli Hermann, bóndi 14 mílur suður af Langruth, giftur Magnúsínu Jónsdóttur Magnússon.
6) Sigtryggur Ingimar, vinnur við bílaviðgerð í bænum Watson, Sask., giftur Jónu Alexöndru Jónsdóttur Alfred.
Fjórir þeir fyrstnefndu eru fæddir á Íslandi, tveir síðastnefndu í Þingvallanýlendu.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Meðalheimur Torfalækjarhreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00559

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Hallgrímsdóttir (1853-1947) Kagaðarhóli (19.6.1853 - 8.1.1947)

Identifier of related entity

HAH04315

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Hallgrímsdóttir (1853-1947) Kagaðarhóli

er maki

Árni Hannesson (1844-1933) vestuheimi, frá Marbæli

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kagaðarhóll á Ásum ((1350))

Identifier of related entity

HAH00338

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kagaðarhóll á Ásum

er stjórnað af

Árni Hannesson (1844-1933) vestuheimi, frá Marbæli

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björnólfsstaðir í Langadal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00202

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Björnólfsstaðir í Langadal

er stjórnað af

Árni Hannesson (1844-1933) vestuheimi, frá Marbæli

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03550

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 23.5.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir