Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Arngrímur Konráðsson (1929-2015) Litlu-Laugum, Reykjadal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
21.8.1929 - 19.9.2015
Saga
Arngrímur Konráðsson, trésmiður á Laugum, fæddist 21. ágúst 1929 í Laugaskóla í Suður- Þingeyjarsýslu.
Stofnaði og starfrækti trésmíðaverkstæðið Norðurpól. Rak einnig bókaverslun ásamt eiginkonu sinni. Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 19. september 2015. Útför Arngríms fór fram frá Einarsstaðakirkju 26. september 2015, og hófst athöfnin kl. 14.
Staðir
Réttindi
Arngrímur ólst upp á Laugum þar sem hann gekk í barnaskóla og héraðsskólann á Laugum. Síðar lærði hann húsgagnasmíði.
Starfssvið
Árið 1946 stofnaði hann, ásamt Snæbirni Kristjánssyn, trésmíðaverkstæðið Norðurpól þar sem hann starfaði allan sinn starfsaldur. Hann rak einnig bókaverslun ásamt Rannveigu eiginkonu sinni. Arngrímur og Ransý bjuggu öll sín búskaparár á Laugum í Reykjadal, fyrst í Laugabrekku og síðar á Hólavegi 3.
Arngrímur tók virkan þátt í sönglífi héraðsins, hann var félagi í Karlakór Reykdæla og um skeið formaður hans. Hann söng einnig í Karlakórnum Hreim á síðari árum. Hann var félagi í Lionsklúbbnum Náttfara, og sá um kvikmyndasýningar ásamt Snæbirni Kristjánssyni fyrir klúbbinn og einnig fyrir Laugaskóla. Hann var einnig félagi í ungmennafélaginu Eflingu og vann þar m.a. að leiksýningum. Þá var hann einnig félagi í skógræktarfélagi Reykdæla.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Konráð Erlendsson 11.1.1885 - 2.7.1957. Kennari í Reykjavík 1905-06. Nam við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1908-09. Bóndi, húsmaður og kennari í Fremstafelli og víðar í Köldukinn 1912-25. Kennari á Laugum í Reykjadal 1924-49. Síðast bús. í Laugabrekku í Reykdælahreppi. Hagorður og málsnjall og kona hans; Helga Arngrímsdóttir 22.11.1890 - 20.11.1964. Með foreldrum í Torfunesi og á Ljósavatni. Við búskap eða í húsmennsku í Ljósavatnshreppi 1912-25. Síðar húsfreyja á Laugum í Reykjadal. Húsfreyja í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Reykdælahreppi.
Systkini hans voru:
1) Erlendur Konráðsson, f. 22. maí 1916, d. 5. des. 2001. Héraðslæknir á Kópaskeri 1949-1955, síðan heimilislæknir á Akureyri til 1986. Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. á Akureyri.
2) Jónína Konráðsdóttir, f. 4. september 1921, d. 21. maí 1932. Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930.
Kona hans 4.5.1952; Rannveig Hulda Ólafsdóttir, bóksalaiá Laugum. Hún fæddist á Patreksfirði 23. apríl 1931, d. 15. desember 2009. Foreldrar hennar voru Ólafur Jósúa Jónsson sjómaður, f. 17. júlí 1906, Eyrarhúsum í Tálknafirði, d. 3. júní 1971, og Lárentsína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 8. janúar 1909 í Keflavík, Neshr., Snæf., d. 7. júní 1973.
Börn Rannveigar og Arngríms eru:
1) Helga Arngrímsdóttir, f. 14. júlí 1953, viðskiptafræðingur í Reykjavík. Börn hennar eru a) Rannveig Björk, f. 11. október 1976, maki Arnar Már Einarsson, þau eiga einn dreng, og b) Níels, f. 18. janúar 1984, hann á eina dóttur.
2) Ólafur Arngrímsson, f. 10. maí 1957, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði, kona hans er Torfhildur Guðrún Sigurðardóttir, f. 27. nóvember 1957. Börn þeirra eru a) Rannveig Hulda, f. 4. september 1978, maki Ottó Freyr Jóhannsson, þau eiga tvö börn. b) Jónína, f. 14. ágúst 1984, maki Eggert Þröstur Þórarinsson, þau eiga tvö börn. c) Þórarna, f. 6. júní 1994, sambýlismaður Ívar Örn Clausen.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Arngrímur Konráðsson (1929-2015) Litlu-Laugum, Reykjadal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Arngrímur Konráðsson (1929-2015) Litlu-Laugum, Reykjadal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 23.8.2021
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 23.8.2021
Íslendingabók
Mbl 26.9.2015. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1569204/?item_num=0&searchid=e73f866810d2b09e42a3dfda29e3a9be0abc4763