Arnar Einarsson (1945-2009)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Arnar Einarsson (1945-2009)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

14.6.1945 - 21.7.2009

Saga

Arnar Einarsson fæddist 14. júní 1945 í Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Hann lést í Vestmannaeyjum hinn 21. júlí sl.

Staðir

Baldurshagi Vestmannaeyjum: Akureyri 1971: Húnavellir 1987-2002: Þórshöfn 2003:

Réttindi

Að loknu landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1961 fór Arnar í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1966. Árið 1969 hóf hann nám við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi í forspjallsvísindum. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1982, auk þess sem hann stundaði nám við kennaraháskóla Danmerkur 1978-1979. Haustið 2001 settist hann í Háskólann á Akureyri þar sem hann stundaði diplómanám í sérkennslufræðum.

Starfssvið

Kennari við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1966-1968, auk þess að stunda sjómennsku yfir sumarmánuði. Hann gerðist kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1971 og kenndi þar til ársins 1987, að hann gerðist skólastjóri við Húnavallaskóla í A-Húnavatnssýslu til ársins 2002. Eftir nám í Háskólanum á Akureyri hóf hann kennslu við Glerárskóla á Akureyri, þar til hann gerðist skólastjóri við Grunnskólann á Þórshöfn haustið 2003 og gegndi því starfi til ársins 2008. Arnar var félagsmálamaður og sat í stjórnum hinna ýmsu félaga, m.a. Íþróttafélagsins Þórs í Vestmannaeyjum, og ÍBV. Hann starfaði með leikfélagi Vestmannaeyja og lúðrasveitinni þar. Á Akureyri var hann virkur í leiklistarlífi MA og LA sat í stjórn Þórs og ÍBA. Þá var hann framkvæmdastjóri KSÍ árið 1982. Hann var virkur félagi í Lionshreyfingunni, bæði á Akureyri og Blönduósi, ásamt því að vera félagi í Oddfellowreglunni frá árinu 1973.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Móðir hans var Ásta Steingrímsdóttir fædd í Kirkjulandi í Vestmanneyjum 31.1. 1920 en alin upp að Hlíð undir Austur-Eyjafjöllum, d. 21.4. 2000. Faðir hans var Einar Jónsson, fæddur að Ásólfsskála undir Vestur-Eyjafjöllum, f. 26.10. 1914, d. 25.2. 1990. Foreldrar Arnars bjuggu í Vestmannaeyjum til ársins 1973, en þá fluttu þau til Akureyrar og bjuggu þar til 1986, er þau fluttu til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu til æviloka.
Bróðir Arnars er;
1) Hermann, f. 26.1. 1942, kvæntur Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur, f. 26.12. 1952. Þau eiga tvær dætur, Sigurborgu Pálínu og Steinunni Ástu.

Hinn 12.8. 1972 kvæntist Arnar eftirlifandi eiginkonu sinni Margréti Jóhannsdóttur, f. 6.3. 1953. Hún er dóttir hjónanna Halldóru Ingimarsdóttur, f. 19.6. 1920, og Jóhanns Gunnars Benediktssonar, f. 9.1. 1916.
Arnar og Margrét eiga þrjú börn.
1) Jóhann Gunnar, f. 26.4. 1973. Maki Kristín Ólafsdóttir, f. 3.5. 1972. Þau eiga þrjár dætur, Kristrúnu Dröfn, Katrínu Ósk og Margréti Hörn.
2) Erna Margrét, f. 3. júní 1975. Maki Ólafur Gylfason, f. 19. des. 1969. Þau eiga fjórar dætur, Svanhildi Ýri, Örnu Maríu, Ástu Sonju og Elfu Margréti.
3) Elísa Kristín, f. 16. okt. 1984. Maki Arnviður Ævarr Björnsson, f. 4.12. 1981.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Húnavallaskóli (1969-)

Identifier of related entity

HAH00310

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Húnavallaskóli

er stjórnað af

Arnar Einarsson (1945-2009)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01040

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 12.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir