Ari Lyngdal Jóhannesson (1910-1986) Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ari Lyngdal Jóhannesson (1910-1986) Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Ari flug.

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

2.2.1910 - 20.11.1986

Saga

Ari Lyngdal Jóhannesson fv. yfirverkstjóri Fæddur 2. febrúar 1910 Dáinn 20. nóvember 1986 Ari L. Jóhannesson, fyrrverandi yfirverkstjóri, lést 20. þessa mánaðar á 77. aldursári. Með honum er genginn einn af frumherjum í flugsögu okkar Íslendinga, mikill persónuleiki og virtur vel af samstarfsmönnum sínum. Hann var um 36 ára skeið verkstjóri og síðan yfirverkstjóri hjá Flugfélagi Íslands hf. og síðar Flugleiðum hf., og má nærri geta að á frumbýlingsárum flugsins hafi oft þurft að taka snöggar ákvarðanir þegar veður gerast válynd og ekki var í nein hús að venda með þann flugvélakost sem notaður var. Sagði hann okkur margar sögur af því þegar farið var út í Köturnar á Akureyrarpolli eða þegar binda þurfti niður Douglas-ana á Melgerðismelum vegna veðurofsa sem oft geisuðu inni í Eyjafirði og þegar keyrt var í kapp við vélarnar inn á Melgerði. Allt þetta leysti hann vel af hendi og naut hann mikils trausts flugmanna sem nutu þjónustu hans og hans góðu konu, Ásgerðar Einarsdóttur, sem hefur alla tíð staðið við hlið manns síns í starfi hans og þegar hann veiktist fyrir um það bil 20 árum. Þá sýndi Ari hve mikið þrekmenni hann var - alltaf reis hann upp aftur og var ekki í rónni fyrr en hann var kominn til starfa á ný. Eftir að hann lét af störfum, fyrir aldurs sakir, fór hann að vinna við atvinnurekstur sona sinna í Keflavík og hafði yndi af því, því ekki var honum að skapi að setjast í helgan stein, enda alinn upp við að taka til hendinni einsog títt var um ungmenni á öndverðri öldinni. Voru þau látin vinna hin ýmsu verk sem til féllu.

Staðir

Blönduós: Akureyri; Keflavík: Kópavogur:

Réttindi

Ari fékk ungur áhuga á flugi og gekk til liðs við nokkra unga áhugamenn á Akureyri og stofnuðu þeir Svifflugfélag Akureyrar og voru í þeim hópi menn eins og Jóhannes R. Snorrason, Aðalbjörn Kristbjarnarson og Viktor Aðalsteinsson, svo nokkrir séu nefndir. Allir voru þeir alla tíð miklir vinir Ara og mat hann þá mikils.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Oddný Guðmundsdóttir f. 25.7.1875 - 26.4.1959 Húsfreyja á Ísafirði 1930. Yfirsetukona, saumakona og húsmóðir og Jóhannes Guðmundsson 6.1.1873 - 13.10.1951 Bóndi í Skálmardal, Múlahr., A.-Barð. Síðar sjómaður í Hnífsdal.
Kona hans var Ásgerður Einarsdóttir f. 15.8.1911 - 14.11.1992.
dóttir Ara:
1) Arnfríður Hólm Aradóttir f. 21.6.1930. Móðir hennar Sigríður Kristín Hólm Pálsdóttir f. 21.5.1910 - 14.1.1982 Meiribakka, Hólssókn, N-Ís. 1930. Húsfreyja á Höfða, Grunnavíkurhr., N.-Ís. Síðast bús. í Bolungarvík.
Börn Ara Ásgerðar:
2) Einar Þór Arason f. 15.8.1935 - 10.9.2005. Lögregluþjónn og þjónustuverktaki, síðast bús. í Njarðvík 1994. Eiginkona Einars var Fríða Kristín Norðfjörð, f. 16.12.1933, d. 11.5.1973. Sambúðarkona 1985; Kolbrún Gunnlaugsdóttir, f. 20.9.1939,
3) Karl Ketill Arason f. 11.2.1939 - 26.4.2013, verktaki Njarðvík. Karl kvæntist Kristínu Herbertsdóttur og eignuðust þau tvö börn,
4) Jóhannes Arason 11.12.1944

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Apótek á Blönduósi (1904-)

Identifier of related entity

HAH00011

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi (1903 -)

Identifier of related entity

HAH00081

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Jóhannesson (1914-2002) bifrstj KH (3.10.1914 - 9.11.2002)

Identifier of related entity

HAH07423

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurður Jóhannesson (1914-2002) bifrstj KH

er systkini

Ari Lyngdal Jóhannesson (1910-1986) Blönduósi

Dagsetning tengsla

1914

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásgerður Einarsdóttir (1911-1992) Kópavogi (15.8.1911 - 14.11.1992)

Identifier of related entity

HAH03634

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ásgerður Einarsdóttir (1911-1992) Kópavogi

er maki

Ari Lyngdal Jóhannesson (1910-1986) Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01038

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 12.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir