Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Anna María Sveinsdóttir (1948-2016) Kirkjuhvoli í Stöðvarfirði
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
26.9.1948 - 26.8.2016
Saga
Anna María Sveinsdóttir fæddist 26. september 1948 í Kirkjuhvoli á Stöðvarfirði. Anna María og Hrafn bjuggu saman fyrst á Norðfirði, en fluttu fljótlega á Stöðvarfjörð og byggðu sér húsið Rjóður árið 1971. Anna María ólst upp á Stöðvarfirði hjá fjölskyldu sinni, en fór 16 ára gömul í Húsmæðraskólann á Blönduósi.
Hún vann um árabil í frystihúsinu á Stöðvarfirði, bókasafninu og apótekinu og einnig í Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði, sat lengi í svæðisstjórn fatlaðra á Austurlandi og var formaður um skeið, í heilbrigðisnefnd Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar og var formaður þar um árabil. Verkalýðsbaráttan var henni hugleikin og skipaði hún forystusveit verkalýðsfélagsins í heimabyggð. Anna María var þekkt af áhugamálum sínum, sérstaklega bútasaumi í samfélagi með vinafólki á Stöðvarfirði og nágrannabyggðum.
Hún varð bráðkvödd 26. ágúst 2016. Útför Önnu Maríu fór fram frá Stöðvarfjarðarkirkju 10. september 2016, klukkan 14.
Staðir
Kirkjuhvoll á Stöðvarfirði
Norðfjörður
Stöðvarfjörður
Réttindi
Kvsk á Blönduósi 1964-1965.
Starfssvið
Verkakona og fékkst við ýmis störf í Stöðvarhreppi. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldar; Sveinn Ingólfur Ingimundarson 15. jan. 1913 - 12. feb. 1984. Vinnumaður í Berunesi, Berufjarðarsókn, S-Múl. 1930. Húsasmiður á Stöðvarfirði, S-Múl. og kona hans; Þórey Jónsdóttir 11. okt. 1913 - 16. apríl 1973. Var í Steinaborg, Berufjarðarsókn, S-Múl. 1930. Ljósmóðir á Stöðvarfirði, S-Múl.
Systkini;
1) Jón Sveinsson f. 14. febrúar 1944, d. 12. júlí 2007. Rafmagnstæknifræðingur í Reykjavík. Sinnti ýmsum trúnaðarstörfum.
2) Antoníu Sveinsdóttir f. 10. janúar 1952.
Maður hennar 3.12.1967; Hrafn Böðvar Baldursson 19.11.1946.
Dóttir þeirra;
1) Þórey Hrafnsdóttir 5.2.1968 - 4.5.1974. Síðast bús. í Reykjavík.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 4.9.2022
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 4.9.2022
Íslendingabók
mbl 10.9.2016. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1609603/?item_num=1&searchid=30a9b8999f9882bcbb0700c7eadf32ed8b675fef
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Anna_Mar__a_Sveinsdttir1948-2016Kirkjuhvoli__St__varfiri.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg