Almannagjá á Þingvöllum

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Almannagjá á Þingvöllum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

874 -

Saga

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru landi. Þótt ummerki flekareksins megi sjá nokkuð víða á landinu eru Þingvellir þó einstaklega hentugur staður til að skoða það vegna jarðfræðilegra aðstæðna þar.

Færsla jarðskorpuflekanna á Íslandi sitt í hvora áttina er svo hæggengt ferli að ekki er hægt að fylgjast með því berum augum. Ástæða þess að rek flekanna sést svona auðveldlega á Þingvöllum er sú að við lok síðasta ísaldarskeiðs, fyrir um tíu til ellefu þúsund árum, urðu mikil eldgos á Þingvallasvæðinu. Nokkur eldgosanna urðu undir jökli áður en ísaldarjökullinn hvarf alveg, og mynduðu þau móbergshryggi og móbergsfjöll svæðisins, en eftir að landið varð íslaust urðu gríðarmiklar dyngjur til. Skjaldbreiður er mest áberandi af þeim, en hraunbreiðan sem liggur yfir þjóðgarðinum í Þingvalladældinni er talin hafa komið úr nokkrum minni eldstöðvum norðan við Þingvallavatn. Meðal þeirra er til að mynda eldstöð sem kallast Eldborgir og liggur á milli Hrafnabjarga og Kálfstinda, nokkru norðaustan við Þingvallavatn. Gosin sem komu úr þessum eldstöðvum öllum voru mikil að rúmmáli, sem er ágætt því þau fylltu upp í allar misfellur og glufur sem fyrir voru á svæðinu. Að síðasta gosinu loknu hefur hraunbreiðan því verið nokkurn veginn slétt yfir að líta þar sem Þingvalladældin liggur nú.

Staðir

Hakið er hraunstapi syðst í Almannagjá á Þingvöllum, sem myndar eins konar hak milli Hestagjár og Kárastaðastígs. Nafnið er ekki í fornum ritum og ekki vitað hversu gamalt það er (sbr. Björn Th. Björnsson, Þingvellir staðir og leiðir (1984), bls. 64).

Réttindi

Almannagjá er á gjá á Þingvöllum sem markar plötuskil Evrópuflekans og Ameríkuflekans að vestanverðu. Almannagjá er eitt þekktasta kennileiti Þingvalla og steypist Öxará niður í hana sem Öxarárfoss.

Áður lá bílvegurinn frá Reykjavík til Þingvalla um Almannagjá en 1. nóvember 1967 var hún friðuð fyrir bílaumferð.

Starfssvið

Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár:

  1. Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá).
  2. Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum).
  3. Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti).

Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn og með því að flæði möttulefnis undir Íslandi út frá þessari miðju er helsti drifkraftur flekahreyfinga, þá „leitast“ rekbeltin við að vera yfir heita reitnum.

Í 15 milljón ára jarðsögu Íslands hefur slíkur gosbeltaflutningur orðið að minnsta kosti þrisvar.

Þverbrotabelti einkenna allt rekhryggjakerfi jarðar, sem er um 60.000 km langt, og skiptist í búta sem hnikað er til hverjum miðað við annan. Almennt tengjast þverbrotabeltin ekki heitum reitum, heldur virðast þau hafa myndast um leið og rekhryggurinn sjálfur og haldast síðan nokkuð stöðug. Myndun þeirra er því sennilega háð spennusviðinu sem ríkti þegar hryggurinn var að myndast.

Frekari lesningu um misgengi er til dæmis að finna í greinum Páls Einarssonar í Náttúru Íslands og Náttúrufræðingnum, svo og í Jörðinni (JPV útgáfa, Rvk. 2005).

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Jarðskorpa jarðar skiptist upp í fjölda brota, sem kallaðir eru jarðskorpuflekar. Nokkrir þeirra eru gríðarstórir og ná jafnvel yfir heilu heimsálfurnar. Þannig liggur heimsálfan Norður-Ameríka á Norður-Ameríkuflekanum en Evrópa og Asía eru saman á hinum víðáttumikla Evrasíufleka.

Jarðskorpuflekar jarðar mætast á flekaskilum sem eru í grófum dráttum þrenns konar, flokkuð eftir hreyfingu flekanna við flekaskilin. Fyrst má nefna flekaskil þar sem tveir jarðskorpuflekar færast saman og þrýstast þannig upp á móti hvor öðrum, og er talað um samrek á slíkum flekaskilum.

Á samreksflekaskilum myndast bæði fellingafjöll og djúprennur. Næst má nefna flekaskil þar sem jarðskorpuflekar færast meðfram hvor öðrum og er þar talað um hjárek. San Andreas sprungan í Kaliforníu liggur á slíku belti. Að lokum eru svo flekaskil þar sem tveir jarðskorpuflekar færast í sundur hvor frá öðrum og kallast það frárek. Sú tegund flekaskila finnst yfirleitt aðeins á miklu dýpi í úthöfum jarðar, á hinum svo kölluðu úthafshryggjum.

Um mitt Atlantshafið liggur Atlantshafshryggurinn og situr Ísland á norðurhluta hans. Á Íslandi eru því flekaskil Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar, og færast flekarnir í sundur um tæpa tvo sentimetra á ári.

Nokkurs misskilnings hefur stundum gætt um flekaskilin á Þingvöllum. Margir eða jafnvel flestir ganga til að mynda út frá því að á Þingvöllum megi sjá flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans en svo er raunar alls ekki.

Flekaskilin á Íslandi eru nokkuð flókin, sérstaklega á sunnanverðu landinu því þar eru skilin á milli stóru jarðskorpuflekanna tveggja tvískipt. Þannig liggja flekaskilin annars vegar um svo kallað vesturgosbelti, frá Henglinum norður í gegnum Þingvelli upp í Langjökul og þaðan þvert um Hofsjökul yfir að austurgosbeltinu. Hins vegar eru flekaskil um þverbrotabelti sunnanlands, þar sem stærstu Suðurlandsskjálftarnir verða, og liggja flekaskilin þar yfir að austurgosbeltinu í Torfajökli, þaðan sem rekbeltið liggur áfram norður í land. Það sem flækir myndina enn frekar er mismikil gliðnun á rekbeltunum tveimur á suðurhluta landsins. Austurgosbeltið er þannig miklu mikilvirkara heldur en vesturgosbeltið og er gliðnunin 14-18 mm á ári á austurgosbeltinu, og eykst eftir því sem farið er lengra til norðurs. Gliðnunin á vesturgosbeltinu er hins vegar aðeins um 1-5 mm á ári, mest syðst við Hengilinn en minnkar til norðurs. Jarðskjálfta á Íslandi og flekaskilin má sjá á meðfylgjandi kortum.

Á milli þessara flekaskila verður þannig til lítill jarðskorpubútur sem afmarkast af Suðurlandsbrotabeltinu í suðri, vesturgosbeltinu í vestri, Hofsjökulseldstöðvakerfinu í norðri og eystra gosbeltinu í austri. Þessi bútur tilheyrir hvorki Norður-Ameríkuflekanum né Evrasíuflekanum heldur er litið á hann sem sjálfstæðan jarðskorpufleka, nokkurs konar míkróplötu eða örfleka. Þessi fleki hefur verið nefndur Hreppaflekinn og hreyfist hann sjálfstætt miðað við stóru flekana sitt hvoru megin.

Á Þingvöllum má því með réttu sjá flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Hreppaflekans, en Evrasíuflekinn er hins vegar töluvert lengra til austurs og ekki hluti af Þingvalladældinni. Auðvelt er hins vegar að fara um flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans, til að mynda bæði á Reykjanesi og á svæðinu norður af Vatnajökli.

Annað atriði tengt flekaskilunum á Þingvöllum, sem stundum gætir misskilnings um, er hvar nákvæmlega flekaskilin liggja. Svarið er að flekaskilin eru ekki mjó lína heldur nokkuð breitt svæði. Við Almannagjá vestan megin Þingvallavatns má sjá nokkurs konar brún Norður-Ameríkuflekans, en samsvarandi brún Hreppaflekans er hinum megin vatnsins og er Hrafnagjá helsta gjáin þeim megin. Á milli þessara tveggja gjáa er um fimm kílómetra breitt svæði, sem ekki er hægt að segja að tilheyri öðrum flekanum frekar en hinum. En myndin er jafnvel ekki svo einföld, því ef horft er á landið í stærra samhengi má sjá stórgerð misgengi í landinu sitt hvoru megin við Þingvallasvæðið.

Kristján Sæmundsson, sem ritað hefur mikið um jarðfræði Þingvallasvæðisins, bendir á að misgengi í austurhlíðum Botnssúla og við vestanvert Laugarvatnsfjall myndi ystu brúnir Þingvallasigdældarinnar og sýnir það enn frekar að flekabrúnirnar eru alls ekki afmarkaðar línur heldur breið svæði.

Tengdar einingar

Tengd eining

Öxará / Öxarárfoss ((1150))

Identifier of related entity

HAH00832

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingvöllur - Þingvellir (0930 -)

Identifier of related entity

HAH00030

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Þingvöllur - Þingvellir

is the associate of

Almannagjá á Þingvöllum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00878

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 13.5.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir