Álfheiður Óladóttir (1919-2006)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Álfheiður Óladóttir (1919-2006)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.4.1919 - 23.10.2010

Saga

Álfheiður Óladóttir fæddist á Ísafirði 11. apríl 1919. Hún lést í Holtsbúð í Garðabæ 23. október síðastliðinn. Í Reykjavík kynnist hún verðandi eiginmanni sínum Kolbeini Kristóferssyni lækni. Hún tók að sér heimili þeirra feðga, Kristófers og sona hans Egils og Kolbeins en kona Kristófers og móðir bræðranna var fallin frá. Eftir að Kolbeinn lauk námi fylgdi hún honum fyrst til Akraness þar sem hann var við læknisstörf og síðan til Þingeyrar við Dýrafjörð. Þar sat Kolbeinn í embætti héraðslæknis frá árinu 1946 til seinniparts árs 1949. Þar fæddist þeim dóttirin Þórdís 1947. Á Þingeyri eignuðust þau vini til æviloka og skipaði Þingeyri alltaf sérstakan sess huga Álfheiðar. Haustið 1949 var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem Kolbeinn hafði fengið stöðu læknis við Landspítalann. Þau bjuggu á Vesturgötu 52 á æskuslóðum Kolbeins með smá hléi til ársins 1968 er þau fluttu í Garðabæ þar sem bjuggu til dauðadags.
Útför Álfheiðar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Staðir

Akureyri. Þingeyri við Dýrafjörð. Reykjavík.

Réttindi

Álfheiður ólst upp í föðurhúsum þar til hún fór til Reykjavíkur til að læra kjólasaum og í vinnu hjá föðurbróður sínum Axel Ketilssyni kaupmanni.

Starfssvið

Álfheiður var í basarnefnd Kvenfélagsins Hringsins hátt í þrjátíu ár.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru hjónin séra Óli Ketilsson, f. 26. sept. 1896 á Ísafirði, d. 25. mars 1954 á Ísafirði, prestur í Ögurþingum, og María Tómasdóttir, f. 4. nóv. 1896 á Ísafirði, d. 24. maí 1978 í Reykjavík. Húsfreyja í Dvergasteinskoti, Eyrarsókn, N-Ís. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Álfheiður var elst í hópi fimm systkina. Hin eru:
1) Ingibjörg Óladóttir 2. september 1920 - 18. nóvember 2012 Var í Dvergasteinskoti, Eyrarsókn, N-Ís. 1930. Húsfreyja og verkakona á Akranesi. Ingibjörg giftist Gunnari Hirti Bjarnasyni sjómanni frá Ögurnesi h. 2. mars 1940. Hann var fæddur 29. október 1917, d. 2. desember 1971.
2) Katrín Óladóttir, f. 12. mars 1926, d. 29. okt. 1965. Var í Dvergasteinskoti, Eyrarsókn, N-Ís. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Lést af slysförum. Hún var gift Árna Garðari Kristinssyni f. 27. desember 1920 - 14. júlí 1987, Gamlahúsi, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Skrifstofumaður í Reykjavík 1945. Auglýsingastjóri og síðar ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins í Reykjavík. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.
3) Bolli Ólason 10. mars 1929 - 28. júlí 2013 Var í Dvergasteinskoti, Eyrarsókn, N-Ís. 1930. Loftskeytamaður og yfirvarðstjóri við Fjarskiptamiðstöðina í Gufunesi. Bús. í Reykjavík. Bolli kvæntist 18. desember 1971 Kristínu Guðjohnsen, cand. phil. og fulltrúa, f. 28. mars 1930, d. 19. maí 1990. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Oddur Guðjohnsen kaupmaður á Húsavík f. 18. desember 1895, d. 30. september 1954, síðar innkaupastjóri Eimskipafélags Íslands, og Snjólaug Guðjohnsen, fædd Aðalsteinsdóttir, f. 29. mars 1905, d. 30. nóvember 1982. Bolli og Kristín eignuðust eitt barn.
4) Gunnar Ólason f. 30. október 1931 - 28. maí 1997. Vélstjóri og eldvarnareftirlitsmaður í Reykjavík. Hann átti Guðrúnu Sigríði Sverrisdóttur meinatækni, f. 8.1.1933
Einnig tóku foreldrar hennar að sér fósturson,
5) Lúðvík Alfreð Magnússon 25. ágúst 1918 - 12. júní 1994 Var í Dvergasteinskoti, Eyrarsókn, N-Ís. 1930. Fósturfor: Óli Ketilsson og María Tómasdóttir í Dvergasteinskoti. Verkamaður í Njarðvík. Síðast bús. í Njarðvík. Kona hans var Sigríður Friðgerður Helgadóttir f. 10. desember 1918 - 8. nóvember 2016 Var á Ísafirði 1930. Húsfreyja og verkakona á Ísafirði og í Njarðvík. Síðast bús. í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Magnús Friðriksson f. 28. október 1898 - 7. mars 1926 Skipstjóri á Ísafirði, drukknaði með vb. Eir við Suðurnes og Jóna Pétursdóttir f. 25. janúar 1897 - 2. nóvember 1971 Var í Hlíð, Eyrarsókn, N-Ís. 1901. Síðast bús. í Hafnarfirði.

Álfheiður giftist 15. nóv 1942 Kolbeini Kristóferssyni lækni og prófessor, f. 17. febr. 1917, d. 6. mars 2004.
Börn þeirra eru:
1) Þórunn, f. 23. ágúst 1943 í Rvík, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, m. 30. okt. 1965 Gísli Jónsson, f. 28. júní 1945 á Akureyri, framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru: a) Kolbeinn, f. 29. júlí 1964. Hann á eina dóttur, Báru. Barnsmóðir hans er Hjördís Nanna Jónasdóttir, f. 29. apríl 1961. b) Margrét, f. 29. des. 1969, maki Guðjón Rúnar Guðjónsson, f. 21. des. 1966. Börn þeirra eru: Þórunn Ósk, Jón Kristinn og Gísli Freyr. Þau skildu. c) Jón Egill, f. 8. jan. 1972, maki Erla Hrönn Matthíasdóttir, f. 12. apríl 1972. Börn þeirra eru Kristófer og Katrín.
2) Þórdís, f. 15. des 1947 á Þingeyri við Dýrafjörð, meinatæknir í Garðabæ. Barnsfaðir Ingólfur Arnór Guðjónsson, f. 23. febr. 1946 í Rvík, sálfræðingur. Barn þeirra Kristinn Kolbeinn, f. 12. des. 1967, d. 30. júní 1991. Maki 29. maí 1971 Hafsteinn Sæmundsson, f. 31. okt. 1946, læknir. Þeirra börn: a) Hafsteinn Þór, f. 21. ágúst 1972, maki Heiðbjört Kristjánsdóttir, f. 25. ágúst 1974. b) Álfheiður Hrönn, f. 3. júní 1979. c) Hörður Logi, f. 26. nóv.1982.
3) Egill, f. 16. maí 1951 í Rvík, tannlæknir í Hafnarfirði. Maki 6. júlí 1974 Guðbjörg S. Hólmgeirsdóttir, f. 13. ágúst 1951, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra: a) Hjalti, f. 2. sept. 1973, sambýliskona Þóra Hlíf Jónsdóttir, f. 14. mars 1980. b) Kristófer, f. 7. júní 1982. c) Álfheiður Björg, f. 5. maí 1983.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01059

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir