Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Afréttur Vindhælis- og Engihlíðarhrepps
Parallel form(s) of name
- Afréttur
- Vindhælishreppur
- Engihlíðarhreppur
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1922
History
Vjer undirritaðir Björn hreppstjóri Árnason, Syðri-ey, Ólafur oddviti Björnsson, Árbakka, Jónatan J. Líndal oddviti Holtastöðum og Einar Guðmundsson sjálfseignarbóndi á Neðrimýrum, sem kosnir höfum verið af Vindhælishreppi og Engihlíðarhreppi, til þess að ákveða landamerki, milli afréttarlanda Vindhælis- og Engihlíðarhreppa, höfum í dag orðið ásáttir um svofelld landamerki:
Frá Gálgagili (þar sem Mjóadalsá rennur í Norðurá) ræður Norðurá merkjum til Ambáttarár, þá Ambáttará til upptaka (þar sem hún byrjar að mynda gil). Þaðan sjónhending í vörðu á vestari Sjónarhól (sem er neðan við Fífugilseyrar). Þaðan sjónhending í upptök lækjar þess er rennur austur úr Ambáttardal til Laxár. Ræður sá lækur svo merkjum til móts við sérstakan melhól sunnan lækjarins, nokkuð fyrir austan austari Sjónarhól, sem varða er hlaðin á, og sem er hornmerki að suðaustan. Frá vörðu á nefndum hól eru merkin sjónhending í vörðu, sem stendur við háa þúfu á hæsta og vestasta hól Hrossaskálabrúnar. Þaðan sjónhending í Engjalæk miðað við vörðu, sem stendur á grjótflögu á há Pokafelli.
Til staðfestu ritum vjer nöfn vor hjer undir.
Gjört að Skúfi 22. júní 1923
Björn Árnason, Ól. Björnsson. Jónatan J. Líndal. Einar Guðmundsson.
Vjer undirritaðir hreppsnefndarmenn, erum samþykkir framanrituðum landamerkjum.
Á hreppsnefndarfundi að Holtastöðum 21/11 1923
Agnar B. Guðmundsson. Ari H. Erlendsson. Árni E. Blandon. Jónatan J. Líndal.
Vjer undirritaðir hreppsnefndarmenn Vindhælishrepps, erum samþykkir framanrituðum landamerkjum.
Á hreppsnefndarfundi að Hólanesi 5. des. 1924.
B.F. Magnússon. A. Guðjónsson. Björn Guðmundsson Björn Árnason Ól. Björnsson. Carl Berndsen.
Hrafnabjörgum 13. des. 1922
Sigr. Þorkelsson
Vitundarvottar:
Halldór Halldórsson
P. Jónsson.
Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hólanesi Þ. 6. júlí 1925 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 314, fol. 170-170b.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-óby
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 11.2.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Landamerkjabók Hún Nr. 314, fol. 170-170b.