Sýnir 12 niðurstöður

Nafnspjald
Blönduós

Kór Blönduósskirkju (1945)

  • HAH10112
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 26.06.1945

Sigurður Birkis söngmálastjóri boðaði til fundar þirðjudaginn 26. júní 1945, með söngfólki Blönduósskirkju, í þeim tilgangi að stofna félagsbundinn kirkjukór.
Var það samþykkt samhljóða og fyrsta stjórn kórsins er:
Kristinn Magnússon, gjaldkeri
Þuríður Sæmundsen, ritari
Margrét Jónsdóttir
Sigurgeir Magnússon
Karl Helgason, formaður
Stofnendur félagsins voru 18, þar af 16 virkir söngmenn. En organisti og söngstjóri var nýráðinn Þorsteinn Jónsson í stað Karls Helgasonar, er hafði verið með reglulegar æfingar síðastliðin 10 ár.

Trefjaplast hf. (1962-1991)

  • HAH10113
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1962-1990

Trefjaplast hf. var stofnað 1962, hætti starfsemi 1990.

Búnaðarbanki, útibú Blönduósi (1963-2003)

  • HAH10115
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1963-2003

Útibú Búnaðarbankans á Blönduósi var stofnað árið 1963 og á vordögum 2003 varð sú breyting á rekstri Búnaðarbankans að hann sameinaðist Kaupþingi og heitir nú Kaupþing Búnaðarbanki hf. eða KB banki. Bankinn er þar með kominn í tölu 10 stærstu banka á Norðurlöndum og eru starfsstöðvar í níu löndum utan íslands.

Kiwanisklúbburinn Borgir (1978)

  • HAH10134
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1978

Kiwanisklúbburinn Borgir var stofnaður 25. nóvember 1978 og eru félagar 46 talsins

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduós (2014)

  • HAH10129
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2014

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Áður fyrr um áramótin 1955-1956 var hið nýja hús tekið í notkun og hét stofnunin þá Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Þar var veitt öll almenn læknisþjónusta og m.a. rekin bæði skurðdeild og fæðingardeild. Þar var einnig hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í húsinu voru einnig nokkrar íbúðir fyrir starfsmenn. Í seinni tíð hafa þær aðallega verið nýttar fyrir afleysingafólk. Lengstum hefur sú starfsemi sem fram fer í húsinu verið tvískipt rekstrarlega og kallast Sjúkrahús Austur-Húnvetninga og Heilsugæslan á Blönduósi. Við þessar aðstæður hefur rekstur skipst á tvö viðfangsefni í fjárlögum og sérstakt stjórnkerfi verið yfir hvorri stofnun um sig. Árið 1998 voru þessar tvær stofnanir sameinaðar í Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.

Íslandsbanki, útibú Blönduósi (1986-2002)

  • HAH10114
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1986-2002

Útibú Íslandsbanka á Blönduósi var stofnað árið 1986 og starfaði allt þar til að undirritaður var samningur um kaup Búnaðarbanka Íslands á útibúi Íslandsbanka á Blönduósi. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki bankaráða. Tók Búnaðarbankinn við rekstri útibúsins hinn 1.september 2002.

Kjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps (2002)

  • HAH10121
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2002

Yfirkjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps eftir sameiningu árið 2002, tók til starfa og undirbjó sveitarstjórnarkosningar er fram fóru 25. maí 2002.
Kjörstjórn skipa:
Ragnar Ingi Tómasson
Haukur Ásgeirsson
Gunnar Sig. Sigurðsson

Blönduóskirkjugarður (1900)

  • HAH-10117
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1900

Kirkjugarðinum var valinn staður ofan brekkunnar sem gamla kirkjan stendur undir. Fyrst í stað var hann einungis girtur af með vírneti á tréstólpum en þá þegar var gert ráð fyrir steingirðingu. Garðurinn var um 24 metrar á hvorn veg og tilbúinn til notkunar haustið 1900, fyrst var jarðað í honum 22. nóvember það ár. Garðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum í tímans rás og er nú girðing úr steinsteypu umhverfis hann með skrautflúri mótuðu í vegginn. Við sáluhliðið er steyptur rammi eða gluggi þar sem í hangir lítil klukka. Er sú klukka fengin frá Þjóðminjasafni Íslands árið 1939 í stað fornrar klukku, sem fyrr hékk í sáluhliði garðsins en kom þá til safnsins. Vafalítið er hún fengin notuð frá kirkju, en ekki verður séð hvaðan.