Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Helga Eysteinsdóttir (1916-2009) Hrauni Ölfusi

  • HAH08910
  • Einstaklingur
  • 2.7.1916 - 9.9.2009

Helga Sigríður Eysteinsdóttir 2. júlí 1916 - 9. sept. 2009. Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Hrauni í Ölfusi.
Fjölskylda Helgu bjó í Meðalheimi á Ásum 1915-1928 og á Hafursstöðum í Vindhælishreppi 1928-1936. Hún stundaði nám í farskóla sem barn en síðar á Laugarvatni tvo vetur, 1935-1937. Helga bjó alla sína tíð á Hrauni eftir að hún hóf búskap með Ólafi. Hún var félagslynd og tók virkan þátt í starfi Kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi um áratugaskeið. Helga var gestrisin og rak rausnarlegt heimili. Hún var barngóð og hafði gott lag á ungu fólki, hafði um árabil fjölda unglinga í fóstri á vetrum og barna í sumardvöl. Helga var á meðal frumkvöðla í hundarækt á Íslandi og ræktaði lengi skoska collie-hunda, sem stórt kyn er komið af. Hún var ættfróð og ættrækin, kunni að meta listir, var ljóðelsk og orti sjálf af list þótt hún vildi lítt flíka eigin kveðskap, las mikið hverskyns bókmenntir og fylgdist vel með gangi samfélagsins fram á síðustu ár.
Útför Helgu fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Hjallakirkjugarði í Ölfusi.

Jóhanna Þórðardóttir (1884-1975) Pétursborg

  • HAH05431
  • Einstaklingur
  • 18.8.1884 - 18.10.1975

Jóhanna Þórðardóttir f. 18. ágúst 1884, d. 18. okt. 1975, frá Steindyrum í Svarfaðardal. Tilraun 1947. Húsfreyja á Blönduósi. Var í Pétursborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Jón Magnússon (1893-1968) Hurðarbaki

  • HAH05659
  • Einstaklingur
  • 15.11.1893 - 28.8.1968

Jón Ó Magnússon 15.11.1893 - 28.8.1968. Fjármaður á Hurðarbaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Íþróttahúsið á Blönduósi

  • HAH00333
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 5.9.1992 -

"Með tilkomu þessa nýja íþróttahúss sem verður með löglega stærð keppnisvallar, verður algjör bylting í iðkun innanhússíþrótta því gólfflötur gamla salarins er 8x12 metrar. Keppnisfólk á Blönduósi hefur þurft að sækja æfingar að Húnavöllum og jafnvel til Sauðárkóks ef möguleikar hafa verið til þess og má því segja að með ólíkindum sé að lið ungmennafélagsins Hvatar skuli leika í 2. deild íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu.

Aðstaða Húnvetninga til iðkunar innanhússíþrótta breytist mjög til hins betra á haustdögum því auk hússins á Blönduósi verður einnig tekið í notkun nýtt íþróttahús að Laugarbakka í Miðfirði." Feykir GG

Lindarbrekka gata

  • Fyrirtæki/stofnun

Stígur fyrir neðan sýslumannsbrekkuna á Blönduósi

Jóhannes Jósefsson (1883-1968) Borg

  • HAH05460
  • Einstaklingur
  • 28.7.1883 - 5.10.1968

Jóhannes Jósefsson 28. júlí 1883 - 5. okt. 1968. Var í Prentsmiðjunni, Akureyri, Eyj. 1890. Glímukappi og byggði Hótel Borg í Reykjavík. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.

Jóhann Pétursson (1913-1984) Svarfdælingur

  • HAH05333
  • Einstaklingur
  • 9.12.1913 - 26.11.1984

Jóhann Kristinn Pétursson 9. feb. 1913 - 26. nóv. 1984. Vinnumaður á Jarðbrú, Vallasókn, Eyj. 1930. Síðast bús. á Dalvík. Hávaxnasti Íslendingur sem sögur fara af, nefndur Jóhann „Svarfdælingur.“

Bárðarbás við Höfða Mývatnssveit

  • Fyrirtæki/stofnun

Bárður Sigurðsson keypti landspildu vestan í Hafurshöfða úr landi Kálfastrandar 1912 og byggði þar bæ sinn, sem enn má sjá fagurlega hlaðna veggi að. Hann var þá einhleypur og vann víða um sveitina fyrir bændur og var ekki alltaf heimavið. Hjálmar Stefánsson í Vagnbrekku kom þá einhverju sinni þar heim á bæ og vildi heimsækja frænda sinn, en bærinn var læstur með hengilás. Hjálmar orti þá þessa vísu:

Smíðað hefur Bárður bás.
Býr þar sjálfur hjá sér.
Hefur til þess hengilás
að halda stúlkum frá sér.

Skömmu síðar giftist Bárður Sigurbjörgu Sigfúsdóttur og áttu von á fyrsta barni í bæinn. Þá orti Þura Árnadóttir í Garði:

Þrengjast fer á Bárðarbás,
bráðum fæðist drengur
Hefur bilað hengilás,
hespa eða kengur.

Nokkuð hefur gætt þess misskilnings að Þura Árnadóttir ætti þessar vísur báðar en sannast mun það vera að hún á aðeins síðari vísuna, fyrri vísan er Hjálmars, en báðar eru þær perlur.

Bárður flutti með fjölskyldu sína inn í Eyjafjörð 1931 en Héðinn Valdimarsson keypti landið og síðar allan höfðann. Hófust þau hjón bráðlega handa við að láta gróðursetja í landið. Að því búa nú Mývetningar og aðrir sem þangað leggja leið sína, einkum vegna óeigingjarnrar gjafar Guðrúnar Pálsdóttur, en hún lést á síðasta ári.

Höfði er opinn öllum til gönguferða. Þar er unnið í stígagerð og blómabeðum yfir sumarið á vegum

Árbæjarsafn Museum 1957

  • HAH00395
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957

Árbæjarsafn er safn um sögu Reykjavíkur sem safnar, varðveitir og rannsakar menningarminjar í Reykjavík. Safnið miðlar þekkingu um sögu og líf íbúa Reykjavíkur frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Markmið safnsins er að vekja áhuga, virðingu og skilning fólks fyrir sögu Reykjavíkur. Árbæjarsafn er hluti af Minjasafni Reykjavíkur.
Áhugi vaknaði um miðja síðustu öld á því að varðveita sögu elstu byggðar Reykjavíkur. Nýtt húsnæði Þjóðminjasafns Íslands var tekið í notkun 1950 og í kjölfarið á því hafið átak til þess að safna merkum forngripum. Fjórum árum síðar var Skjala- og minjasafn Reykjavíkur stofnað til þess að halda utan um þá muni sem söfnuðust.
Um þetta leyti var Árbæjarhverfi ekki byggt heldur var þar gamalt bóndabýli sem komið var í eyði. Árið 1957 samþykktu bæjaryfirvöld að Árbæ skyldi enduruppbyggja og nýta sem safn og að þangað skyldu gömul merk hús vera færð. Árið 1968 voru Árbæjarsafn og Minjasafn Reykjavíkur sameinuð.
Æðsti yfirmaður safnsins er borgarminjavörður, Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Árbæjarsafn hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2006.

Safnið er opið frá 10 - 17 á sumrin og er svo með vetraropnunartíma frá september til maí. Árbæjarsafn býður upp á fasta leiðsagnartíma um safnið: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13 - 14. Einnig er hægt að panta leiðsagnartíma fyrir utan auglýsta tíma.
Það kostar 1400 kr. inn fyrir fullorðna og frítt fyrir börn til 18 ára aldurs og eldri borgara.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (1946)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 30.12.1946 -

Á aðalfundi Lifrarsamlags Vestmannaeyja í október 1945 báru þrír útgerðarmenn úr Vestmannaeyjum, Helgi Benediktsson, Eiríkur Ásbjörnsson og Kjartan Guðmundsson tillögu um að Lifrarsamlag Vestmannaeyja yrði fært út á þann hátt að mögulegt væri að gervinna fiskafurðir félagsmanna og var skipuð til þess að skoða þetta mál nánar.

Árið 1946 komu þessir menn saman á fund og var almennur áhugi fyrir því að þarft væri að útgerðarmenn myndu taka höndum saman um að koma upp fiskvinnslustöð í Vestmannaeyjum en sumir nefndarmanna voru mótfallnir því að það yrði gert sem sambandi við Lifrarsamlagið heldur átti að gera það sjálfstætt frekar. Nefnin hélt áfram að funda og hélt auk þess almenna fundið í Olís og Útvegsbændafélaginu þar sem tillagan hlaut á báðum stöðum góðar undirtektir.

Á fundi í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja 2. október 1946 var kosið í undirbúningsnefnd að stofnun Fiskvinnslustöðvar útgerðarmanna í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir aðilar voru í stjórn; Jóhann Sigfússon, Helgi Benediktsson, Ársæll Sveinsson, Guðlaugur Gíslason og Ólafur Á. Kristjánsson. Í varastjórn voru Sighvatur Bjarnason og Ragnar Stefánsson.

Helga Benediktssyni, Guðlaugi Gíslasyni og Ragnari Stefánssyni var falið að semja frumdrög að félagslögum. 1. nóvember 1946 lögðu þeir fram uppkast að lögum félagsins og er upphaf þeirra á þessa leið: "Félagið heitir Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðanda. Heimili þess og varnarþing er í Vestmannaeyjum. Félagið er samlagsfélag og takmarkast ábyrgð félagsmanna eftir þátttöku þeirra, svo sem síðar segir."

Landakotskirkja Reykjavík (1929)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 23.6.1929 -

Árið 1859 komu fyrstu kaþólsku prestarnir hingað til lands eftir siðaskiptin. Það voru þeir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin og keyptu þeir jörðina Landakot við Reykjavík og settust þar að. Faðir Baudoin reisti litla kapellu við þetta hús 1864. Hún var síðar leyst af hólmi af timburkirkju við Túngötu, nálægt prestsetrinu. Þessi kirkja var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófu Montfortprestar, sem höfðu tekið við trúboðinu í Íslandi árið 1903, að leggja drög að byggingu nýrrar kirkju. Ýmsar teikningar voru gerðar en loks var ákveðið að smíða kirkju í nýgotneskum stíl. Hornsteinninn var lagður 1927. Árið 1929 var kirkjan fullreist.

Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, var falið að teikna kirkjuna. Sameinaði hann í teikningum sínum gotneskan stíl við séríslensk einkenni, og má einkum greina það í ytri burðarsúlum kirkjunnar, sem minna á stuðlaberg í fjallshlíð. „Landakotskirkja sýnir að enn má yrkja í stein, og að Íslendingar hafa nokkuð fram að leggja í þeirri grein hinna fögru lista,“ sagði Jónas Jónsson frá Hriflu í grein í jólablaði Tímans árið 1927. Jens Eyjólfsson, byggingameistari bæjarins, sá um að reisa kirkjuna. Breyttist hún nokkuð í meðförum hans, og var til dæmis hætt við að reisa turnspíru ofan á turn kirkjunnar.

Lengi var hún stærsta kirkja landsins. Kirkjan var vígð þann 23. júlí 1929. Það gerði sérstakur sendimaður Píusar XI, William kardínáli van Rossum CssR, yfirmaður stjórnardeildar Páfagarðs "De Propaganda Fide". Kardínálinn kom til Íslands til að lýsa yfir stofnun postullegrar trúboðskirkju á Íslandi og til að vígja til biskups postullegan stjórnanda hennar, Martein Meulenberg.

Athöfnin hófst klukkan hálfníu um morguninn á því að Willem van Rossum kardínáli, og einn helsti hvatamaður að hinni nýju kirkju, gekk til gömlu kirkjunnar, og var þar haldin stutt messa. Að því loknu voru helgir dómar kirkjunnar bornir úr gömlu kirkjunni og yfir í þá nýju. Meulenberg, sem nú var prefekt kirkjunnar, gekk með helgidómana einn hring í kringum kirkjuna og fylgdi skrúðfylking á eftir. Þegar inn í hina nýju kirkju var komið var altarið vígt.

Í kjölfarið fylgdu ýmsar helgiathafnir sem kardínálinn v. Rossum framkvæmdi, ásamt prestum kirkjunnar og fylgdarliði sínu. Að vígslu lokinni var haldin messa. Messugerðinni lauk á því að kardínálinn söng Te Deum úr hásæti sínu, en söfnuður og aðkomufólk stóð upp. „Gengu klerkar síðan með kórdrengjum fyrir í skrúðgöngu úr kirkjunni.“

Dómkirkjan ber nafn Krists konungs í heiðursskyni við Krist, Drottin alheimsins. Kirkjan er undir verndarvæng hinnar sælu Maríu meyjar Guðsmóður, sankti Jósefs og tveggja helgra, íslenskra manna, Jóns Ögmundarsonar og Þorláks Þórhallssonar. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, Maríu mey og heilögum Jósef.

Árið 1956 var sett upp orgel í kirkjunni sem smíðað var hjá Fröbenius-smiðjunni í Kaupmannahöfn. Kirkjan og orgelið hafa verið endurnýjuð nokkrum sinnum, síðast 1999-2000.

Á hægri hlið við innganginn í kirkjuna stendur tréstytta frá miðöldum af Maríu mey með barninu. Talið er að hún sé frá 14. öld. Líklega var hún í sveitakirkju á árum áður en eftir siðaskiptin tók bóndinn á Reykhólum hana í hús sitt. Hún var gefin Landakotskirkju árið 1926 og þar er hún tignuð sem „Reykhóla-María“. Jóhannes Páll páfi II krýndi styttuna þegar hann heimsótti Ísland í júní 1989.

Í tilefni af hátíðinni „Kristni í 1000 ára á Íslandi“ var dómkirkjan heiðruð og fengin nafnbótin „basilika“, hin eina í löndum Norður-Evrópu. Hinn 1. júlí 2000 lýsti Edward Idris Cassidy kardínáli þessari nafngjöf yfir við hátíðlega messu í dómkirkjunni.

Til hægri fyrir dyrum úti er brjóstmynd af Marteini Meulenberg biskupi (1872-1941) en hann stóð fyrir byggingu kirkjunnar. Hann var fyrsti kaþólski biskupinn á Íslandi eftir siðaskiptin.

Til vinstri við kirkjuna var þann 17. september 2000 afhjúpuð stytta af konu og nefndist hún „Köllun“. Hana gerði listakonan Steinunn Þórarinsdóttir til minningar um mannúðarstörf Jósefssystra sem störfuðu á Íslandi í meira en eina öld.

Eldfell á Heimaey (1973)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 23.1.1973

Eldfell er rétt rúmlega 200 m hátt eldfjall á Heimaey í Vestmannaeyjaklasanum. Það myndaðist í eldgosi sem hófst 23. janúar 1973 en lauk 3. júlí 1973, þetta eldgos er kallað Heimaeyjargosið.

Strax og tilkynning barst um að eldgos væri hafið hófst brottflutningur fólks af eynni. Af 5.500 íbúum eyjarinnar voru um 4.000 fluttir burt um nóttina, mestmegnis með skipum. Á næstu vikum voru búslóðir fólks fluttar burt að mestu, en hús tóku mjög fljótlega að hverfa undir hraun.

Einn maður dó í gosinu og var það af völdum koldíoxíðeitrunar - mikið af lífshættulegum lofttegundum kom upp úr jörðinni með vikrinum og gjóskunni. Mikil mildi þótti að ekki skyldi hafa farið verr, þar sem að sprungan kom upp rétt austan við austasta hús bæjarins (þó munaði ekki nema nokkrum metrum).

Um helmingur húsa bæjarins ýmist lenti undir hrauni eða á annan hátt eyðilagðist í gosinu, en uppbyggingin eftir gosið var mjög snögg.

Gosið í Heimaey byrjaði 23.janúar 1973 og lauk 3. júlí sama ár. Þetta er fyrsta gos sem hefst í þorpi á Íslandi. Það var loftskeytamaðurinn Hjálmar Guðnason og vinur hans, Ólaf Granz, sem voru í sínum vanalega miðnæturgöngutúr þegar hinn tilkomumikla sýn birtist þeim þegar þeir skoðuðu bæinn frá Helgafellstoppi. Þar sáu þeir jörðina opnast og eldtungurnar stóðu marga metra upp í loftið. Strax var haft samband við lögreglu þar sem tilkynnt var að jarðeldur væri kominn upp austan við Kirkjubæ. Lögreglan tók upplýsingarnar ekki trúanlegar í fyrstu en fór strax að athuga hvað væri í gangi og þegar á staðinn var komið sáu þeir að gos var hafið á 1600 metra langri sprungu og magnaðist hratt á fyrstu mínútunum. Kveikt var á brunalúðrum og á mjög skömmum tíma var allur bærinn vaknaður og fólk streymdi úr húsum sínum og niður á bryggju. Flestir þeir sem upplifðu gosið eru sammála um að klukkuna hafi vantað fimm mínútur í tvö þegar að gosið hófst.

Kjötpottur landsins skopteikning 1911

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1911

Árið 1911 létu fjandmenn Björns teikna skopmynd af honum og hans félögum og var myndinni dreift um allt land. Enginn var skráður fyrir myndinni en hún hefur fengið heitið „Kjötpottur landsins“ enda stendur það á henni miðri.

Myndin er mjög ítarleg og augljóslega mikið lagt í hana. Víða er myndmál og ýmsar tölur sem hægt er að rýna í og túlka. Við kjötpott landsins stendur ráðherrann Björn í líki skepnu og ofan í hann hella landsmenn sínum sköttum. Úr pottinum útdeilir Björn gæðunum til vina sinna sem einnig eru í dýrslíki. Má þarna sjá þingmennina Bjarna Jónsson frá Vogi sem gölt og Björn Kristjánsson sem hrút. Einnig skáldið Einar Hjörleifsson Kvaran sem kött. Fjöldi annarra skepna og tákna eru á myndinni og fyrirtaks gáta til að spreyta sig á.

Sigríður Jónsdóttir (1906-1997) Garði

  • HAH7227
  • Einstaklingur

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1.6. 1906. Hún lést á heimili sínu, Garði í Mývatnssveit, 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristvinsson og Guðný Anna Jónsdóttir og hjá þeim ólst Sigríður upp, í Blöndudalshólum til 1913, í Mýrarkoti, Laxárdal, A-Hún. til 1921 en þá fer fjölskyldan að Vatnsleysu í Skagafirði. Þaðan fer Sigríður í vistir og síðast til læknishjónanna á Kópaskeri, Jóns Árnasonar frá Garði í Mývatnssveit og Valgerðar Sveinsdóttur frá Felli í Sléttuhlíð. Þar kynnist hún verðandi eiginmanni sínum, Halldóri bróður Jóns, og fer til hans að Garði, þar ganga þau í hjónaband í júní 1928. Systkini hennar eru Soffía, f. 1910; Helga Lovísa, f. 1912, ekkja eftir Arnþór Árnason frá Garði; Hólmfríður, f. 1917, ekkja eftir Berg Guðmundsson; Guðrún f. 1919, ekkja eftir Árna Jósefsson; Jens Jóhannes f. 1921, kvæntur Sólveigu Ásbjarnardóttur; Róar, f. 1923, kvæntur Konkordíu Rósmundsdóttur: Jón Jakob f. 1925, d. 1988, kvæntur Málfríði Geirsdóttur. Halldór Árnason, eiginmaður Sigríðar, f. 12.7. 1898 d. 28.7. 1979, var bóndi í Garði í Mývatnssveit. Hann var sonur Árna Jónssonar bónda í Garði, og k.h., Guðbjargar Stefánsdóttur húsfreyju frá Haganesi. Börn Sigríðar og Halldórs eru Valgerður Guðrún f. 1929, búsett í Reykjavík, gift Kristjáni Sigurðssyni lækni og eru börn þeirra Hildur, Halldór, Sigurður, Hjalti og Guðrún Þura; Anna Guðný, f. 1930, búsett í Keflavík en sonur hennar er Ásþór Guðmundsson; Árni Arngarður, f. 1934, bóndi í Garði, kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og eru börn þeirra Eyjólfur, Sigríður, Helga Þuríður og Halldór; Guðbjörg, f. 1940, búsett í Reykjavík en börn hennar og Einars Péturssonar eru Pétur Heimir og Guðný Ingibjörg; Hólmfríður, f. 1945, búsett á Selfossi, gift Guðmundi Laugdal Jónssyni bílasmið og eru börn þeirra Aðalheiður og Árni; Arnþrúður, f. 1947, búsett í Reykjavík, gift Jóni Albert Kristinssyni bakarameistara og eru börn þeirra Steinþór, Dýrleif og Sigríður. Sigríður átti þrjátíu og eitt langömmubarn og tvö langalangömmubörn en afkomendur hennar eru því fimmtíu og sex talsins. Sigríður var elst átta systkina. Útför Sigríðar fer fram frá Skútustaðakirkju í dadg og hefst athöfnin klukkan 14.

Kleifarbúinn á Kleifaheiði (1947)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1947

Sumarið 1947 reistu vegavinnumenn minnisvarðann á Kleifaheiði milli Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps hinna fornu. Varðan sem er hlaðin úr grjóti hefur gengið undirnafninu Kleifabúi eða Kleifakall.

Þetta er ein stærsta varða sem reist hefur verið hérlendis. Hún hefur staðið óhögguð öll þessi ár en lítillega þurfti að laga höfuðið fyrir nokkrum árum.

Það var vinnuflokkur undir stjórn Kristleifs Jónssonar frá Höfða í Þverárhlíð sem vann við vegalagningu yfir heiðina. Þegar þeir nálguðust háheiðina þótti þeim viðeigandi að reisa myndarlega vörðu. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu vörðuna og Kristján Jóhannesson gerði höfuðið. Vinnuflokkurinn sá svo um efnisöflun en gnægð er af grjóti á þessum slóðum.

Eiður Thoroddsen hjá Vegagerðinni á Patreksfirði segir að fjöldi fólks stoppi við Kleifabúann á hverju sumri og langflestir sem þar fari um í fyrsta skipti stansi og skoði hana. Við vörðuna er rúmgott plan og þaðan er víðsýnt.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (1864-1943) Hlöðufelli

  • HAH09225
  • Einstaklingur
  • 25.7.1864 - 5.12.1943

Sigurlaug Jóhannsdóttir f. 25. júlí 1864 Vatnsnesi, d. 5. des. 1943. Vinnukona á Illugastöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja í Bakkakoti 1897. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Hlöðufelli. Jóhannsbæ 1910 og 1920, Hlöðufelli 1940.

Ingvar Benedikt Ástmarsson (1954-2018) Héðinshöfða

  • HAH04603
  • Einstaklingur
  • 21.10.1954 - 14.10.2018

Fæddist á Skagaströnd 21. október 1954. Ingvar ólst upp á Skagaströnd og var þriðji í systkinaröðinni.
Vörubílstjóri í Bolungarvík og síðar í Reykjavík. Var í Héðinshöfða, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Hafnarfirði. Fæddur 22.10.1954 skv. kb.
Ingvar og Jóna kynntust á Blönduósi árið 1969 þegar Jóna var við nám í Húsmæðraskólanum þar í bæ. Hófu þau búskap í Bolungarvík. Ingvar sinnti þar sjómennsku og öðrum störfum tengdum sjávarútvegi til ársins 1977 þegar faðir hans lést. Þá fluttu þau Jóna með eldri drengina tvo í skamman tíma til Skagastrandar og í kjölfarið skipti Ingvar um starfsvettvang; tók við vörubíl föður síns og hóf eigin vörubílarekstur í Bolungarvík. Þar bjó fjölskyldan öll uppvaxtarár drengjanna þar til þau fluttust til árið 1998 til Reykjavíkur, þar sem Ingvar starfaði áfram sem vörubílstjóri.

Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Hafnarfirði sunnudaginn 14. október 2018.
Útför Ingvars fór fram frá Grafarvogskirkju 31. október 2018, og hófst athöfnin klukkan 13.

Steindalsfoss / Nordheimsund / Harðangri

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1699

One of the most popular waterfalls in Norway. The Steinsdalsfossen has a fall of 50 m and is special because you can walk safe and dry behind it. The fall occured in 1699 when the river changed course. There is a footpath from the car park up to and under the waterfall. Along National Tourist Route Hardanger.Tourist information office.

National Tourist Routes
Scenic roads for exploring Norway's breathtaking landscapes - comprising selected stretches from north to south. 3 of them are in Hardanger. National Tourist Route Hardanger, National Tourist Route Hardangervidda and National Tourist Route Ryfylke. www.nasjonaleturistveger.no

Dalsfoss í Vatnsdalsá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Vatnsdalsá er á sem rennur um Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Áin er dragá sem safnar í sig vatni af Haukagilsheiði og Grímstunguheiði og þar sem hún rennur niður í Vatnsdal í miklum gljúfrum eru í henni allmargir fossar. Efstur þeirra er Skínandi og neðar Kerafoss og Rjúkandi. Neðar í ánni eru Dalsfoss og Stekkjarfoss. Við hann er laxastigi. Aðrar ár og lækir renna í Vatnsdalsánna eins og til dæmis Tunguá, Álka og Kornsá.

Vatnsdalsá er ein besta laxveiðiá landsins og þar er einnig mjög góð silungsveiði. Mikið er um stórlaxa í ánni en stangveiðar hófust þar 1936; áður var eingöngu stunduð netaveiði í ánni. Besti veiðistaðurinn er Hnausastrengur. Eingöngu er veitt á flugu í Vatnsdalsá.

Vatnsdalsá rennur í stöðuvatnið Flóðið, sem myndaðist við skriðuföll í Vatnsdal árið 1720, en áin sem úr því rennur nefnist Hnausakvísl.

Niðurstöður 9101 to 9200 of 10412