Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Ytri-Rangá
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
874 -
History
Ytri Rangá er ein þekktasta og besta íslenska laxveiðiáin. Fjölbreyttir veiðistaðir, frábær veiði og fallegt umhverfi hefur gert hana að einni af vinsælli veiðiám landsins. Meðalveiði á sumri, síðustu 9 árin, er tæpir 7.000 laxar. Aldeilis ótrúlegar tölur. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 14.315 komu á land. Það er langmesti afli sem vitað er að veiðst hafi á stöng í einni laxveiðiá hérlendis til þessa. Sumarið 2014 veiddust 3.063 laxar.
Ytri Rangá á upptök sín í Rangárbotnum í um 200 m hæð yfir sjávarmáli og er hún ein stærsta lindá landsins. (Rennsli frá 40-60 rúmm./sek.) Ytri Rangá sameinast svo Þverá ca. 10 km frá Sjó. Sameinaðar heita árnar Hólsá. Laxasvæðið í Ytri Rangá nær frá ármótunum við Hólsá upp að Árbæjarfossi.
Ólíkt flestum öðrum laxveiðiám, þá er vatnsmagn árinnar mjög stöðugt og áin litast sjaldan, þótt mikið rigni. Á þurrum sumrum helst vatnsmagnið einnig stöðugt.
Places
Rangárvallasýsla
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Ytri-Rangá rennur um Hellu, en áin á upptök sín norður af Heklu, í Rangárbotnum á Landmannaafrétti þar sem hún kemur upp á nokkrum stöðum undan vikrinum. Áin er 55 kílómetra löng og ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. Áin er dragá og bergvatnsá.
Í ánni eru nokkrir fossar, Fossabrekkur, Gutlfoss, Árbæjarfoss og Ægissíðufoss. Um 10 kílómetrum neðan við Hellu rennur Þverá saman við ána og eftir það heitir hún Hólmsá þangað til hún rennur til sjávar.
Mikil fiskirækt hefur verið stunduð í ánni til margra ára og hefur það skilað því að áin er oftar en ekki efst á listanum yfir laxveiðiár landsins og er hún afar vinsæl sem slík, en ræktun í ánni er í höndum Veiðifélags Ytri-Rangár.
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
Rules and/or conventions used
Status
Level of detail
Dates of creation, revision and deletion
Language(s)
- Icelandic