Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Unnur Brynjólfsdóttir (1933-2002)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
3.11.1933 - 25.3.2002
Saga
Unnur Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1933. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. mars síðastliðinn. Fyrstu árin bjuggu þau Unnur og Garðar á Ísafirði en upp úr 1960 fluttu þau til Flateyrar og bjuggu þar allan sinn búskap. Ári eftir að Garðar lést, einungis 55 ára gamall, flutti Unnur til Reykjavíkur. Unnur bjó á Hrafnistu í Reykjavík sl. 2 ár.
Útför Unnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athörfnin klukkan 15.
Staðir
Reykjavík: Ísafjörður: Flateyri:
Réttindi
Starfssvið
Hún byrjaði ung að vinna. Áður en hún kynntist Garðari vann hún lengst af á saumastofunni Lady í Reykjavík. Á Flateyri vann hún í fiskvinnslu, sjálfstæðum saumaskap og við ýmis afgreiðslustörf. Einnig tók hún virkan þátt í kvenfélagsstörfum þar. Eftir að Unnur flutti suður starfaði hún við afgreiðslu hjá Hagkaup allt þar til heilsan gaf sig.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Sighvatsson, f. 14.9. 1911, d. 12.1. 1943. Járnsmiður í Reykjavík. Var í Bergstaðastræti 43 a, Reykjavík 1930, og Hansína G. Guðmundsdóttir, f. 14.11. 1913, d. 10.9. 1998. Þjónustustúlka í Kirkjustræti 8, Reykjavík 1930. Verkakona og húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík.
Systkini Unnar, samfeðra, eru
1) Sigríður Brynjólfsdóttir 9. júní 1936 - 30. ágúst 2014. Móðir hennar Guðfinna Eiríksdóttir f. 16. nóvember 1914 - 17. maí 1999 Var á Hesti, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Síðast bús. í Borgarnesi.
2) Sighvatur Haukur Brynjólfsson f. 10. mars 1939. Móðir hans Þórunn Benediktsdóttir f. 23. september 1915 - 26. febrúar 2003 Var á Minni-Reykjum, Barðssókn, Skag. 1930. Húsfreyja á Hamri í Flóa um tíma upp úr 1945.
3) Benedikt Brynjólfsson f, 26. desember 1940. Albróðir Sighvats.
og sammæðra eru
4) Friðrik Ingimar Guðleifsson f. 8. október 1937. Byggingarmeistari í Svíþjóð. Kona hans er Jóhanna Óskarsdóttir, fædd í Neskaupstað. Eiga þau þrjú börn.
5) Guðmundur Símon Guðleifsson f 10. ágúst 1939. Kona hans var Ásta Birna Karlsdóttir, fædd í Vopnafirði. Þau skildu. Seinni kona hans er Kolbrún Bjarnadóttir, fædd í Reykjavík, eiga þau tvö börn.
6) Sigurður Guðleifsson f. 18. mars 1941 - 17. apríl 2008. Kona hans var Sigríður Þórarinsdóttir, fædd á Reyðarfirði. Þau skildu. Eiga þau einn son. Maki II 10.5.2001: Sangka Thana, f. 10.5.1959.
7) Nína Draumrún Guðleifsdóttir 11. október 1944 - 15. mars 2015. fyrri maður hennar Kristinn Jón Engilbertsson, f. 4. febrúar 1943 - 15. september 1970. Síðast bús. í Reykjavík. Áttu þau tvö börn. Síðari maður hennar er Guðmundur Kristján Eyjólfsson bifvélavirkjameistari, eiga þau tvö börn. ´Hún starfaði við bókhald og skrifstofustörf í Reykjavík.
Unnur ólst upp hjá föðurforeldrum sínum, Þóru Sveinbjörnsdóttur f. 26. ágúst 1883 - 13. apríl 1955. Húsfreyja í Reykjavík, síðast bús. í Reykjavík og Sighvati Brynjólfssyni f. 20. apríl 1880 - 1. apríl 1953. Steinsmiður, síðar lögregluþjónn og síðast tollvörður. Var í foreldrahúsum á Syðri-Kvíhólma, Rang. 1890. Tollvörður á Hásteinsvegi 21 , Vestmannaeyjum 1930. Heimili: Bergst.str. 43, Reykjavík. Tollvörður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Unnur giftist 25. desember 1958 Garðari Jónssyni skipstjóra frá Ísafirði, f. 21.5. 1931, d. 29.7. 1986.
Börn Unnar og Garðars eru:
1) Brynjólfur Jón Garðarsson, f. 28.12.1958, kona hans er Herdís Egilsdóttir. Dætur þeirra eru Tara Ósk, Rakel María og Ásdís Agla. Fyrir átti Brynjólfur Unni og Sverri.
2) Þórir Garðarsson, f. 31.5.1960, kona hans er Sigríður Lovísa Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Guðrún, Bryndís Eir og Bjarki.
3) Sesselja Guðríður Garðarsdóttir, f. 21.10.1961. Dóttir hennar er Íris Dögg.
4) Rúnar Garðarsson, f. 7.2.1964, kona hans er Petrína Konráðsdóttir. Börn þeirra eru Anton Smári, Garðar og Sara Kristín.
5) Hrönn Garðarsdóttir, f. 23.51974, maður hennar er Guðni Birgisson f. 6.1.1971. Börn þeirra eru Jason og Anna Ragnheiður.
Fyrir átti Garðar synina
1) Brynjólfur Garðarsson f. 26.8.1955.
2) Garðar Smári Vestfjörð f. 21.1.1958, móðir hans er Ragna Aðalsteinsdóttir 6. febrúar 1925 Var á Laugabóli, Ögursókn, N-Ís. 1930.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 3.8.2017
Tungumál
- íslenska