Stephan G Stephansson (1953-1927) skáld

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Stephan G Stephansson (1953-1927) skáld

Parallel form(s) of name

  • Stefán Guðmundur Guðmundsson (1953-1927) skáld

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

3.10.1853 - 9.8.1927

History

Stephan G. Stephansson 3. okt. 1853 - 9. ágúst 1927. Í vist í Mjóadal í Bárðardal, S-Þing. um 1871-73. Bóndi og skáld í Alberta í Kanada. Er með þekktari skáldum þar í landi og á Íslandi. Fór til Vesturheims 1873 frá Mjóadal, Ljósavatnshreppi, S-Þing. Bjó fyrst í Milwaukee og síðan í Wisconsin og loks í N-Dakota í Bandaríkjunum áður en hann fluttist til Alberta. Var í Strathcona, Alberta, Kanada 1906. Var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson.

Stephan G. Stephansson, upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson (3. október 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði – 9. ágúst 1927 í Alberta í Kanada), var landnemi og ljóðskáld í Vesturheimi. Oftast talinn hafa fylgt raunsæisstefnunni.

Places

Kirkjuhóli Víðimýrarsókn 1855, Mælifellsá 1860; Milwaukee og síðan í Wisconsin og loks í N-Dakota; Strathcona, Alberta, Kanada 1906

Legal status

Functions, occupations and activities

Næst bjó Stefán að Görðum í Norður-Dakóta, í tíu ár. Þar lést faðir hans, en Stefán sá fyrir foreldrum sínum á meðan þau lifðu. Árið 1889 fluttist hann síðan til Albertafylkis í Kanada og bjó þar til dauðadags, en Stefán lést þann 9. ágúst árið 1927, næstum 74 ára.

Fyrstu ár Stefáns í Vesturheimi vann hann t.d. við járnbrautalagningu og skógarhögg en hætti því upp úr fertugu og einbeitti sér að búskapnum. Hann afrekaði það sem bóndi að nema land þrisvar og virðist hafa farist það vel úr hendi. Í Wisconsin kallaði Stefán sig Stefán Guðmundsson en í Dakóta var hann skrifaður Stefansson. Þetta leiddi til þess að bréf hans rugluðust við bréf annarra Stefanssona svo Stefán tók upp nafnið Stephan G. Stephansson sem hann varð þekktur undir.

Hús Stefáns og Helgu í Alberta stendur enn á heimilisjörð fjölskyldunnar, skammt frá þorpinu Markerville. Húsið (Stephansson House) hefur verið gert upp og í dag er það sögustaður á vegum Albertafylkis (Alberta Provincial Historic Site). Á sumrin (maí-ágúst) er það opið almenningi.

Mandates/sources of authority

Fyrsta ljóðakver Stefáns var Úti á víðavangi sem kom út árið 1894. Ljóðabækur hans urðu fjölmargar, flestar gefnar út í Reykjavík. Eitthvað af lausamáli eftir hann birtist líka í íslensku blöðunum fyrir vestan. Meginverk hans verður að teljast Andvökur I-VI sem út kom á árunum 1909-1938. Andvökur draga nafn sitt af því að Klettafjallaskáldið, eins og Stefán er oft nefndur, átti erfitt með svefn í Vesturheimi og flest ljóð hans því samin á nóttunni. Vegna þess að mikið af skáldskap Stefáns varð til á nóttunni er slæðingur af villum í ljóðum hans. Stíll hans var allajafna líka nokkuð tyrfinn og yrkisefnin óvenjuleg svo hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá öllum fræðimönnum. Ekki bætir úr skák að hann var á móti því að skýringar fylgdu ljóðum hans, þótti það skemma ljóðið.

Stephan G. Stephansson. 1939. Andvökur. Sigurður Nordal sá um útgáfuna. Mál og menning, Reykjavík.
Stephan G. Stephansson. 1957. „Stephan G. Stephansson.“ Merkir Íslendingar –Ævisögur og minningargreinar VI, bls. 278-305. Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan, Reykjavík.
Viðar Hreinsson. 1996. „Stephan G. Stephansson.“ Íslensk bókmenntasaga III. Halldór Guðmundsson ritstýrði. Mál og menning, Reykjavík.
Sverrir Kristjánsson. 1987. „ Efnishyggja og húmanismi Stepháns G. Stephánssonar. “ Ritsafn, fjórða bindi, bls. 97- 110. Mál og menning, Reykjavík.

Hús skáldsins að grotna niður; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1971
Aldarafmæli Stephan G. Stephanssonar; grein í Morgunblaðinu 1953
Andvökur 1. bindi; grein í Morgunblaðinu 1953

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Guðmundur Stefánsson 15. apríl 1818 - 24. nóv. 1881. Bóndi í Víðimýrarseli hjá Víðimýri og víðar í Skagafirði. Vinnumaður á Mælifellsá, Mælifellssókn, Skag. 1860. Fór til Vesturheims 1873 frá Mýri, Ljósavatnshreppi, S-Þing. „Guðmundur var fáskiptinn alvörumaður, greindur vel og orðheppinn... Hann var stórlyndur, ötull og ósérhlífinn, dyggur og ráðvandur; sleit sér út fyrir örlög fram og mun hafa verið bilaður á heilsu, er hann fór af landi burt“ segir í Skagf.1850-1890 II og kona hans 31.10.1850; Guðbjörg Hannesdóttir 8. júlí 1830 - 18. jan. 1911. Vinnukona á Reynistað í Staðarhr., Skag. 1845. Húsfreyja á Kirkjuhóli hjá Víðimýri. Fór til Vesturheims 1873, vinnukona frá Mýri, Ljósavatnshreppi, S-Þing. Var í Red Deer, Alberta, Kanada 1891. „Hún var göfuglynd og hógvær kona. Lét sig litlu skifta skoðanir annara en hélt sinni stefnu... svo var hún greind, að hún lærði af sjálfsdáðum að fleyta sér á bók, bæði í dönsku og ensku, eftir að vestur kom um haf. Hafði hún þó hvorugt kynnt sér áður og var þá hnigin á efri ár“ segir í Skagf.1850-1890 II.

Systir hans;
1) Sigurlaug Einara Guðmundsdóttir Christinson 19. nóv. 1860 - 28. des. 1936. Fór til Vesturheims 1873 frá Mýri, Ljósavatnshr., S-Þing. Var þar með foreldrum frá 1871. Húsfreyja við Markerville í Alberta.

Kona hans 1878; Helga Sigríður Jónsdóttir 3. júlí 1859 - 12. des. 1940. Fór til Vesturheims 1873 frá Mjóadal, Ljósavatnshreppi, S-Þing. Var í Gillett, Oconto, Wisconsin, USA 1880. Húsfreyja í Norður-Dakota í Bandaríkjunum í fyrstu en síðar og lengst í Alberta í Kanada. Var í Strathcona, Alberta, Kanada 1906. Börn vestra: 1. Baldur, f. 1879, d. 13.6.1949; 2. Stephany, d. 17.12.1940; 3. Guðmundur, f. 1881, d. 4.3.1947
Börn vestra:
1) Baldur Stephansson f. 1879, d. 13.6.1949 kona hans 1906; Sigurlína Stephansson 1882, Alberta, Canada
2) Stephany Stephansson d. 17.12.1940;
3) Guðmundur Stephansson f. 1881, d. 4.3.1947; Markerville, Red Deer Census Division, Alberta, Canada. Tindastoll Cemetery. Kona hans 1906; Regína Stephansson 1883
4) Jón Stephansson dó ungur í Dakota;
5) Gestur Stephansson 1893-1909 í Alberta, varð fyrir eldingu;
6) Rósa Stephansson giftist í Alberta; Sögð 5 ára í Census 1906 en á líklega að vera 15
7) Jakob Stephansson 1886, bjó með foreldrum sínum í Alberta, ókv.;
8) Jóna Stephansson 1886, tvíburi á móti Stephany
9) Fanny Stephansson 1889
10) Jennie Stephansson 1889

General context

Stefán fæddist þann 3. október árið 1853 á Kirkjuhóli og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Talað er um annan fæðingardag eða jafnvel fæðingarstað í sumum heimildum en það á rætur sínar að rekja til þess að presturinn sem skírði hann í Víðimýrarkirkju fór ekki rétt með í kirkjubókinni. Til fimmtán ára aldurs bjó Stefán í Skagafirði, en fluttist þá í Þingeyjarsýslu og starfaði þar sem vinnumaður. Hann bjó þar allt til þess er hann fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum og systur árið 1873, þá að verða tvítugur. Í fimm ár bjó hann í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum og kvæntist sama ár og hann flutti þaðan náfrænku sinni, Helgu Sigríði Jónsdóttur. Þau áttu saman átta börn, en sex þeirra komust upp.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05573

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 17.2.2020. Innsetning og skráning

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places