Steingrímur Sigursteinsson (1914-1999) Akureyri

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Steingrímur Sigursteinsson (1914-1999) Akureyri

Parallel form(s) of name

  • Steingrímur Pálmi Sigursteinsson (1914-1999) Akureyri

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.11.1914 - 23.2.1999

History

Steingrímur Pálmi Sigursteinsson fæddist að Hraunshöfða í Öxnadal 27. nóvember 1914. Steingrímur bjó alla tíð á Akureyri.
Steingrímur hóf bifreiðarakstur 1938. Hann vann meðal annars á Litlu Bílastöðinni, BSO, BSA og Stefni og var einn af þeim fyrstu sem keyrðu Strætisvagna Akureyrar.
Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. febrúar 1999. Útför Steingríms og systur hans Sigríðar fór fram frá Akureyrarkirkju 12. mars 1999.

Places

Legal status

Hann var hálfan annan vetur í Laugaskóla, en varð að hætta námi vegna veikinda.

Functions, occupations and activities

Hann vann fyrst almenna verkamannavinnu, en árið 1938 hóf hann bifreiðaakstur, sem varð ævistarf hans. Hann átti bæði vörubíla og fólksbíla, átti um skeið bíla í samvinnu við föður sinn, en lengst af keyrði hann þó fólksbíla eða þangað til heilsan leyfði ekki lengur, fyrir tæpum tuttugu árum.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Septína Kristín Friðfinnsdóttir, f. 29. september 1876, d. 15. febrúar 1956, og Sigursteinn Steinþórsson, f. 21. janúar 1887, d. 9. febrúar 1950. Þau bjuggu víða í Öxnadal og Hörgárdal, lengst á Neðri-Vindheimum á Þelamörk.

Systkini hans voru;
1) Sigríður Sigursteinsdóttir fæddist 10. dsember 1912 að Auðnum í Öxnadal. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. febrúar 1999 (Steingrímur og hún voru jarðsett saman).
2) Þórbjörg Sigursteinsdóttir f. 12. október 1919, d. 9. júní 1986. Hún var gift Haraldi Norðfjörð Ólafssyni, sjómanni og netagerðarmanni, f. 22. október 1916, d. 1. júlí 1971.
Hann kvæntist árið 1950, Láru Ágústsdóttur, miðil, f. 15 apríl 1899, d. 6. febrúar 1971. Lára var frá Eystri-Hellu í Gaulverjabæjarhreppi, dóttir Júliönnu Árnadóttur og Ágústar Jónssonar.
Lára eignaðist 6 börn og eru 5 þeirra á lífi. Steigrímur og Lára ólu upp frá sex ára aldri, dótturson Láru,
1) Daggeir Heimi Pálsson, f. 2. janúar 1944, hélt hann alla tíð heimili með Steingrími og leit á hann sem fósturföður sinn.

Septína og Sigursteinn brugðu búi vorið 1934 og fluttu með fjölskyldu sinni inn í Glerárþorp og síðar inn á Akureyri, þar sem þau bjuggu síðan.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08753

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 30.12.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places