Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Stefán Aðalsteinsson (1928-2009)
Parallel form(s) of name
- Stefán Aðalsteinsson (1928-2009) frá Vaðbrekku
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
30.12.1928 - 5.11.2009
History
Stefán Aðalsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 30. desember 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. nóvember 2009. Stefán var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og fékk viðurkenningar, m.a. úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Útför Stefáns fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 16. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13.
Places
Vaðbrekka í Hrafnkelsdal:
Legal status
Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, þá búfræðikandídat frá Landbúnaðarháskólanum í Ási og lauk doktorsprófi frá tölfræðideild Edinborgarháskóla 1969 með ritgerð um erfðir sauðfjárlita en þær erfðarannsóknir eru þekktar víða um heim.
Functions, occupations and activities
Hann var framkvæmdastjóri Norræna genabankans fyrir búfé 1991-1996, áður deildarstjóri við Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1970-1991, tölfræðiráðgjafi og háskólakennari. Hann var virkur við félagsstörf, m.a. í Félagi ísl. náttúrufræðinga, Biometric Society og American Genetic Association og félagi í Rótarý þar sem hann var Paul Harris-félagi.
Mandates/sources of authority
Stefán skrifaði fræðibækur fyrir börn og fullorðna og tvær barnabækur. Liggur eftir hann fjöldi fræðiritgerða auk greina um þjóðfélagsleg efni. Ritstörf hans fengu ýmsar viðurkenningar, m. a. sem bestu fræðibækur fyrir börn og unglinga.
Húsdýrin okkar, (kafli um hestinn). Stefán Aðalsteinsson. Bjallan, 1982. Íslenski hesturinn. Litaafbrigði. Stefán Aðalsteinsson og Friðþjófur Þorkelsson. Íslandsmyndir, 1991. Blómin okkar Höfundur texta: Stefán Aðalsteinsson Ljósmyndari: Björn Þorsteinsson Bjallan gefur út. Þetta er fjórða bók Stefáns Aðalsteinssonar um íslenzka náttúru og undur hennar og ætlaðar eru börnum. Áður hefur hann skrifað um húsdýrin, villtu spendýrin og fuglana okkar.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1901, d. 1987 og Aðalsteinn Jónsson á Vaðbrekku, f. 1895, d. 1983. Stefán ólst upp í hópi 10 systkina.
Systkini hans eru Guðrún, f. 1923, d. 1999, Jóhanna, d. 1924, d. 2007, Guðlaug, f. 1925, d. 1991, Jón Hnefill, f. 1927, Sigrún, f. 1930, Aðalsteinn, f. 1932, Ragnhildur, f. 1934, d. 1939, Hákon, f. 1935, d. 2009, Birgir Ásgeirsson, f. 1939, fóstursonur og Ragnar Ingi, f. 1944.
Maki 1: 2. okt. 1954, Ellen Sætre, f. 1935 (skilin) . Foreldrar Karsten Sætre, f. 1900, d. 1973 og Signe Sætre, f. 1900, d. 1967.
Synir þeirra:
1) Gunnar, f. 9. ágúst 1955, maki Kristín Rafnar, f. 1955. Synir a) Bjarni, f. 1981 sambýliskona Graciete das Dore, sonur Gunnar Kári, f. 2009, og b) Stefán Björn, f. 1988.
2) Ragnar, f. 17. október 1957, maki Íris Friðriksdóttir, f. 1960 (skilin). Börn Sóley, f. 1991, Bergsteinn Gauti, f. 1993, og Axel Logi, f. 1996.
3) Stefán Einar, f. 23. apríl 1963, maki Ranie Sahadeo, f. 1964. Börn Lára, f. 2002, og Róbert, f. 2004.
4) Kjartan, f. 2. júní 1964, maki Nancy Stefansson, f. 1965. Sonur Adam Brendan, f. 2007
5) Halldór Narfi, f. 6. október 1971, maki Masako Atake, f. 1965. Börn Nanna, f. 2003, og Lena, f. 2006.
Maki 2: 19. júní 1999, Erla Jónsdóttir, f. 22. október 1929. Foreldrar Ingibjörg Benediktsdóttir, f. 1900, d. 1988 og Jón Hallson Einarsson, f. 1895, d. 1963. (sjá Málmeyjarætt http://gudmundurpaul.tripod.com/jonhallssoneinarsson.html)
Börn hennar með Guðmundi Bjarnasyni, f. 6.10.1930 Guðmundssonar Héraðalæknis á Selfossi og konu hans Ástu Magnúsdóttur:
1) Bjarni, f. 15.5.1955, börn Erla Kristín, f. 1977, Guðmundur, f. 1986, Berglind, f. 1988, Gabriella Siv, f. 2003, og Eva Lilja, f. 2005.
2) Hallur, f. 5.1.1957, maki Jóna Helgadóttir, f. 27.11.1954. Börn Hallur Ingi, f. 1986, Tinna Björg, f. 1988, og Magnús Þór, f. 1990.
3) Snorri, f. 16.9.1962, maki Bryndís Kristinsdóttir, f. 5.4.1965. Börn Snædís 19. des. 1988, dóttir hennar Ísold Orka Egilsdóttir, f. 2009, Sturla Snær, f. 1994, og Vordís Sól, f. 1997.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 27.7.2017
Language(s)
- Icelandic