Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigurður Markússon (1929-2011)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
16.9.1929 - 22.8.2011
Saga
Sigurður Markússon fæddist á Egilsstöðum á Völlum 16. september 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. ágúst 2011.
Jarðarför Sigurðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 1. september 2011, kl. 13.
Staðir
Egilsstaðir á Völlum:
Réttindi
Sigurður lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1950 og prófi í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands árið 1951
Starfssvið
Sigurður vann alla sína starfsævi hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og dótturfyrirtækjum þess. Á árunum 1959 til 1967 var hann framkvæmdastjóri á skrifstofum Sambandsins í Leith, London og Hamborg. Árið 1967 flutti hann heim og varð framkvæmdastjóri í ýmsum deildum Sambandsins, lengst af í sjávarafurðadeild á árunum 1975 til 1990. Sigurður sat í framkvæmdastjórn Sambandsins frá 1967 til 1990 og var einnig stjórnarmaður í mörgum fyrirtækjum sem tengdust því, s.s. Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, Iceland Seafood Ltd í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi; Olíufélaginu hf., Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda (SÍF) og Vátryggingafélagi Íslands hf.. Sigurður var kosinn stjórnarformaður Sambandsins í fullu starfi á aðalfundi þess árið 1990 og gegndi því starfi til hausts 1995. Að því loknu starfaði Sigurður hjá Íslenskum sjávarafurðum til 1999 er hann hóf störf hjá versluninni „hjá Hrafnhildi“ sem hann sinnti til mars á þessu ári.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Móðir hans var Ása Guðbrandsdóttir, f. 1903, d. 1972, frá Spágilsstöðum í Dölum, lengst af búsett í Reykjavík. Sex ára að aldri fór Sigurður í fóstur til móðursystur sinnar, Guðríðar Guðbrandsdóttur, f. 1906, og eiginmanns hennar Þorsteins Jóhannssonar, f. 1907, d. 1985, í Búðardal. Kjördóttir Guðríðar og Þorsteins var Gyða Þorsteinsdóttir, f. 1942, d. 2000, og fósturdóttir Halldóra Kristjánsdóttir f. 1931.
Sambýlismaður Ásu Guðbrandsdóttur var Hjálmar Sigurðsson frá Görðum í Skerjafirði f. 1914, d. 1999. Börn Ásu og Hjálmars, hálfsystkini Sigurðar, eru: Garðar f. 1937, d. 1963, Sigurður f. 1943, Margrét f. 1944 og Guðmunda f. 1947, d. 2010.
Þann 25. ágúst 1951 gekk Sigurður að eiga Ingiríði (Ingu) Árnadóttur, f. 5. mars 1932. Foreldrar hennar voru Árni J. Árnason, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík, f. 1896, d. 1949, og eiginkona hans Guðrún Solveig Einarsdóttir, f. 1899, d. 1995.
Ingu og Sigurði varð fjögurra barna auðið:
1) Hrafnhildur, verslunarkona, f. 1952, d. 2002. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Antoníus Þ. Svavarsson f. 1949, fyrrverandi flugvélstjóri, og eru börn þeirra: a) Inga Rós f. 1978. Maður hennar er Hjörtur Smárason f. 1975, og börn þeirra: Antoníus Smári f. 1994, Saga Ýrr f. 1996, Hrafnhildur María f. 2002, Katla Katrín f. 2005 og Jökull Logi f. 2008. b) Ása Björk f. 1980. Sambýlismaður hennar er Sigurður T. Valgeirsson f. 1969 og eru börn þeirra Hrafnhildur f. 2009 og Arnar Ingi f. 2011. Fyrir á Sigurður þrjú börn: Erna f. 1992, Tómas Guðni f. 1998 og Helga Guðrún f. 2000. c) Bragi Þór f. 1985. Sambýliskona Antoníusar er Björk Guðmundsdóttir f. 1953.
2) Guðríður Steinunn, píanóleikari f. 1956; dóttir hennar er Valdís Guðrún Gregory f. 1985.
3) Guðbrandur, framkvæmdastjóri f. 1961. Kona hans er Rannveig Pálsdóttir læknir, f. 1961, og eru börn þeirra: a) Anna Katrín f. 1986, b) Ragna Kristín f. 2000, c) Ingi Hrafn f. 2003.
4) Einar, tónlistar- og hljóðupptökumaður f. 1963. Kona hans er Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari, f. 1964, og eru synir þeirra: a) Sigurður Ingi f. 1991, b) Valgeir Daði f. 1993, c) Birkir Atli f. 1999.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.7.2017
Tungumál
- íslenska