Sigríður Manasesdóttir (1937-2019) Barká í Hörgárdal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigríður Manasesdóttir (1937-2019) Barká í Hörgárdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. ágúst 1937 - 5. des. 2019

Saga

Sigríður var fædd og uppalin á Barká í Hörgárdal. Sigríður og Davíð tóku við búi í Glæsibæ af foreldrum Davíðs árið 1957. Þau stunduðu hefðbundinn búskap fram til ársins 1991 en hófu þá skógrækt. Eftir þau stendur mikill og fallegur skógur í Glæsibæ en málefni tengd skógrækt voru þeim hugleikin. Sigríður hafði unun af því að hlusta á tónlist og söng hún í Söngsveit Hlíðarbæjar. Hún tók einnig virkan þátt í ýmsum kvenfélagsstörfum. Sigríður var húsmóðir og bóndi að lífi og sál og hún unni sveitinni sinni. Sigríður naut einnig samvista við börnin, barnabörnin og litlu barnabarnabörnin sín sem voru henni afar dýrmæt.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Sigríður Manasesdóttir frá Glæsibæ í Hörgársveit fæddist 6. ágúst 1937. Hún lést á Öldrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 5. desember 2019. Sigríður var dóttir Aðalheiðar Jónsdóttur, f. 1893, d. 1976, ljósmóður, húsfreyju og bónda á Barká í Hörgárdal og Manasesar Guðjónssonar, f. 1891, d. 1837, bónda á Barká. Bróðir Sigríðar var Stefán Manasesson, f. 1925 , d. 1985.

Sigríður giftist Davíð Guðmundssyni, f. 22.5.1937, d. 18.5.2018, hinn 15. júní 1957. Foreldrar Davíðs voru Sigríður Stefánsdóttir, f. 1892, d. 1970, húsfreyja í Glæsibæ og Guðmundur Kristjánsson, f. 1989, d.1966, bóndi í Glæsibæ.

Börn þeirra eru:

1) Valgerður, f. 1957, maki Magnús S. Sigurólason, f. 1964 og eiga þau fjögur börn og níu barnabörn.

2) Rúnar, f. 1958, maki Jakobína E. Áskels dóttir, f. 1961 og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn.

3) Hulda, f. 1961, maki Baldur Ó. Einarsson, f. 1962, d. 2014 og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn.

4) Heiða Sigríður, f. 1966, maki Michael V. Clausen, f. 1958 og eiga þau sex börn og sex barnabörn.

5) Eydís Björk, f. 1967, maki Atli R. Arngrímsson, f. 1964 og eiga þau fjögur börn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03589

Kennimark stofnunar

HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

MÞ 13. 08 2025

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir