Páll Sveinbjörnsson (1909-1970)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Páll Sveinbjörnsson (1909-1970)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

8.3.1909 - 3.6.1970

History

Verslunarmaður og bifreiðarstjóri á Sauðárkróki. Bílstjóri á Kjalarlandi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Páll, er var Húnvetningur að ætt og uppruna, fæddist að Kjalarlandi 8. marz 1909 og ólst þar upp til fullorðinsára. Skapgerð Páls var með nokkrum litbrigðum. Tilfinningasemi hans gat stundum jaðrað við barnaskap og skammt á milli hryggðar og gleði, kvíða og tilhlökkunar. Hann kunni frá mörgu að segja og komst oft mjög skemmtilega að orði. Samlíf þeirra hjóna var ástúðlegt og skilningsríkt. Var Páll stjúpbörnum sínum góður og tillitssamur. Mun hann hafa gengið einu þeirra, Soffíu, í föðurstað í þess orðs beztu merkingu. Eins og áður segir urðu kymni okkar ekki löng. Maðurinn með ljáinn stóð feti nær en okkur varði. Páll lagðist banaleguna í marz og lá heima fyrstu 10 vikurnar, oftast þungt haldinn. Annaðist kona hans hann af mikili umhyggju og fórnfýsi. Gekk hún sjálf engan veginn heil til skógar en lét það lítt á sig ganga. Bar hún hvoru tveggja með aðdáunarverðum hetjuskap. Páli var ekkert illa gefið, en margt vel. Og þrátt fyrir eitt og annað mótdrægt og sárt, var hann lánsamur. En mesta lán hans hygg ég hafi vepið að hann var kallaður yfir landamærin á undan konu sinni.

Places

Kjalarland

Legal status

Functions, occupations and activities

Bifreiðastjóri:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Ósk Sigurðardóttir 18. ágúst 1868 - 27. janúar 1942. Húsfreyja á Kjalarlandi á Skagaströnd og Sveinbjörn Páll Guðmundsson 11. júlí 1875 - 5. ágúst 1957 Bóndi á Syðri-Ey á Skagaströnd, er þar bjuggu þá.
Páll var einkabarn þeirra. Þau hjón voru bæði vel látin og bjuggu við góðan efnahag á þeirra tíma mælikvarða. Uppeldi hans mun hafa mótazt nokkuð af eftirlæti eins og oft vill verða þar sem einkabörn eiga í hlut.
Páll Sveinbjörnsson kvæntist ungur Sigrúnu Ásbjörgu Fannland 29. maí 1908 - 14. mars 2000. Afgreiðslu- og fiskvinnslukona í Keflavík. Lausakona á Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Keflavík. Rituð Snæland í mt 1920 og Fanndal í manntalinu 1930, og stofnuðu þau heimili á Sauðárkróki, Sögð „Hannsdóttir“ í manntali 1910 þá niðursetningur að Innstalandi í Skagafirði, faðir hennar var Hálfdan Kristjánsson 25. maí 1857 - 26. desember 1934 Var á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd, Skag. 1860. Bjó um tíma á Glettinganesi í Borgarfirði eystra. Síðar tómthúsmaður og sjómaður á Sauðárkróki. Bóndi í Skógarabæ, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Móðir hennar var Anna Guðrún Sveinsdóttir 14. júlí 1866 - 14. júní 1944 Vinnukona á Meyjarlandi á Reykjaströnd 1901 og óg vk Grænahúsi Sauðárkróki 1920.
Páli og Sigrúnu varð sex barna auðið, sem öll eru komim til fullorðinsára, vel kynntir og dugmiklir þjóðfélagsborgarar.
Þau eru:
1) Haukur mjólkurfræðingur á Sauðárkróki,
2) Hörður bakarameistari á Akanesi,
3) Óskar bifvélavirki í Keflavík,
4) Kolbeinn verkamaður Keflavík,
5) Ásta húsfrú Keflavík
6) Bragi hefur dvalið erlendis.
Páll og Sigrún slitu samvistum.
Seinni kona Páls varð Auðbjörg Gunnlaugsdóttir frá Illugastöðum í V. Húnavatnssýlu, komin af merkum húnvetnskum ættum, f. 3. október 1911 – d. 18. maí 1980. Foreldrar hennar voru Auðbjörg Jakobsdóttir 12. mars 1875 - 3. apríl 1927 Var á Illugastöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Geitafelli, V-Hún. og Gunnlaugur Snorrason 26. maí 1870 - 21. janúar 1947 Bóndi á Geitafelli í Reykjahverfi. Bóndi á Geitafelli 1930. „Hélt dagbækur um áratugi“ segir Indriði.
Auðbjörg var ráðskona á Geitafelli, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Geitfelli 1931, á Tjörn 1932. Fluttist til Hvammstanga 1933, á Blönduós eftir 1946. Bús. á Sauðárkróki frá 1951. Starfaði á Sjúkrahúsi Sauðárkróks og rak seinna verslun. Hún var ekkja Péturs Gunnarssonar 21. júlí 1889 - 19. september 1946 Niðursetningur á Hvoli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Bóndi og sjómaður á Geitafelli á Vatnsnesi, Kirkjuhvammshr., V-Hún., flutti að Tjörn 1932. Á Hvamstanga frá 1933.
Auðbjörg hefur rekið húsgagnaverzlunina Vökul á Sauðárkróki um nokkurt árabil.

General context

Relationships area

Related entity

Auðbjörg Gunnlaugsdóttir (1911-1980) Hvammstanga (3.10.1911 - 18.5.1980)

Identifier of related entity

HAH09205

Category of relationship

family

Type of relationship

Auðbjörg Gunnlaugsdóttir (1911-1980) Hvammstanga

is the spouse of

Páll Sveinbjörnsson (1909-1970)

Dates of relationship

1949

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01827

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 14.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places