Pálína Gísladóttir (1912-2009) Skálafelli, frá Smyrlabjörgum Skaft

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Pálína Gísladóttir (1912-2009) Skálafelli, frá Smyrlabjörgum Skaft

Hliðstæð nafnaform

  • Pálína Guðrún Gísladóttir (1912-2009) Smyrlabjörgum Skaft

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

30.7.1912 - 10.4.2009

Saga

Pálína Guðrún Gísladóttir Skálafelli, Suðursveit, fæddist á Smyrlabjörgum í sömu sveit 30. júlí 1912.
Pálína ólst upp á Smyrlabjörgum og fékk þá skólagöngu sem í boði var til sveita á þeim tíma. Þegar hún hleypti heimdraganum stundaði hún m.a. vinnu á Höfn, síðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hún dvaldi í 5 ár hjá presthjónunum Sigurjóni Þ. Árnasyni og Þórunni Kolbeins.
Kvennaskólanum á Blönduósi 1936-1937 og Þingeyrum sumarið 1937.
Eftir þessa dvöl á Norðurlandi var aftur snúið til heimahaganna, og þau Jón hófu búskap á Uppsölum. Þau fluttu að Skálafelli 1942 og keyptu þá jörð skömmu síðar, byggðu allt upp og ræktuðu. Þar var hennar lífsstarf í rúm 60 ár.

Hún var heilsuhraust, en þegar heilsu fór að hraka fóru þau hjón á hjúkrunarheimilið á Höfn eða í janúar 2005 og nutu þar frábærrar umönnunar starfsfólks þeirrar stofnunar. Pálína var södd lífdaga eftir langa ævi og að morgni föstudagsins langa sofnaði hún vært svefninum langa.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands að morgni 10. apríl 2009. Útför Pálínu var gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju 18. apríl 2009 og hófst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Réttindi

Kvsk á Blönduósi 1936-1937

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Gísli Friðrik Jónsson 21.11.1879 - 5.5.1937. Var í Skálafelli, Kálfafellsstaðarsókn, A-Skaft. 1880. Var á Kálfafelli , Borgarhafnarhr., Skaft. 1910 og kona hans; Sigurrós Bjarnadóttir 7.10.1886 - 29.12.1968. Var á Kálfafelli , Kálfafellsstaðarsókn, Skaft. 1910. Húsfreyja á Smyrlabjörgum , Kálfafellsstaðarsókn, A-Skaft. 1930.
Bræður hennar;
1) Bjarni Gíslason 22.1.1911 - 17.1.1999. Var á Smyrlabjörgum , Kálfafellsstaðarsókn, A-Skaft. 1930. Síðast bús. á Höfn í Hornafirði.
2) Sigurjón Gíslason 16.6.1918 - 26.9.1965. Verkamaður á Höfn í Hornafirði. Var á Smyrlabjörgum , Kálfafellsstaðarsókn, A-Skaft. 1930.

Pálína giftist hinn 17. maí 1942 Jóni Gíslasyni frá Uppsölum í Suðursveit, f. 19. júní 1915, d. 28. janúar 2006.
Hann var sonur hjónanna Gísla Bjarnasonar, f. 22 janúar 1874, d. 5. desember 1940, og Ingunnar Jónsdóttur, f. 10. mars 1882, d. 26. mars 1980.

Pálína og Jón eignuðust 5 börn, þau eru:
1) Ingunn f. 24. apríl 1940, gift Eggerti Bergssyni. Þau búa í Kópavogi og eiga fjögur börn, fyrir átti Ingunn son sem nú er látinn.
2) Róshildur, f. 23. júní 1941, gift Eyþóri Ingólfssyni. Þau búa í Kópavogi og eiga eina dóttur, áður átti Róshildur tvö börn.
3) Þorvaldur Þór, f. 27. nóvember 1942, kvæntur Stellu Kristinsdóttur, þau búa í Reykjavík og Stella á tvo syni.
4) Sigurgeir, f. 7. maí 1945, kvæntur Elísabetu Jensdóttur, þau búa í Sandgerði, Sigurgeir á einn son.
5) Þóra Vilborg, f. 27. júní 1953, gift Þorsteini Sigfússyni, þau búa á Skálafelli og eiga fimm syni.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Þingeyrar ((1000))

Identifier of related entity

HAH00274

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1937

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940 (1931-1940)

Identifier of related entity

HAH00115 -31-40

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1936 - 1937

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07826

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.3.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir