Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
María Benediktsdóttir (1919-2000) Mælifellsá
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
12.5.1919 - 14.1.2000
History
María Benediktsdóttir fæddist í Skálholtsvík í Strandasýslu 12. maí 1919. Húsfreyja á Mælifellsá á Efribyggð 1941-43, Brekkukoti í sömu sveit 1943-46 og Ljósalandi á Neðribyggð 1946-73 og síðar í Reykjavík og Kópavogi. Var á Óspakseyri í Óspakseyrarsókn, Strand. 1930. Fósturforeldrar Maríu voru Sigurgeir Ástgeirsson, bóndi og kaupmaður á Óspakseyri, og kona hans, Jensína Guðmundsdóttir. María stundaði húsmæðranám í Kvennaskólanum á Blönduósi 1938-1939.
Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. janúar 2000. Útför Maríu fór fram frá Digraneskirkju 21.1.2000 og hófst athöfnin klukkan 15.
Places
Skálholtsvík í Strandasýslu 1919
Óspakseyri
María og Jóhann hófu búskap sinn á Mælifellsá. Vorið 1943 keyptu þau jörðina Brekkukot í Lýtingsstaðahreppi og settu þar saman bú. Þar bjuggu þau til vorsins 1946 er þau fluttu í Ljósaland, er var nýbýli í sama hreppi sem þau höfðu reist sér í landi Skíðastaða. Árið 1973 settust þau að í Reykjavík en Jóhann, maður hennar, hafði þá fengið þar starf húsvarðar.
Mælifellsá 1939
Brekkukot í Lýtingsstaðahreppi 1941
Ljósaland í Lýtingsstaðahreppi í landi Skíðastaða 1946
Reykjavík 1973
Legal status
María stundaði húsmæðranám í Kvennaskólanum á Blönduósi 1938-1939.
María stundaði lengst af hefðbundin húsmóðurstörf. Á árunum 1963-1965 veitti hún forstöðu barnaheimili fyrir börn af Reykjavíkursvæðinu í Steinsstaðaskóla í Lýtingsstaðahreppi. Eftir það rak hún barnaheimili á eigin heimili í eitt sumar. Þá var hún matráðskona við Steinsstaðaskóla 1966-1973. Eftir að hún flutti í Menntaskólann við Hamrahlíð starfaði hún m.a. við ræstingar í skólanum auk þess sem hún veitti manni sínum margháttaða aðstoð við húsvarðarstarfið sem þau sinntu til ársins 1988.
Functions, occupations and activities
Að námi loknu fór hún sem kaupakona að Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru; Benedikt Ingimundarson og Lilja Magnúsdóttir. Alsystkini Maríu voru: Emma, f. 1916, d. 1952, húsfreyja í Ásgarði í Dölum; Benedikt, f. 1921, d. 1997, bifreiðarstjóri í Rvík og Haraldur, f. 1923, verslunarmaður í Rvík. Hálfsystur Maríu, sammæðra, eru: Ingibjörg, f. 1926, húsfreyja í Rvík og Guðborg, f. 1933, húsfreyja í Kaldaðarnesi og víðar. Fósturforeldrar Maríu voru Sigurgeir Ástgeirsson, bóndi og kaupmaður á Óspakseyri, og kona hans, Jensína Guðmundsdóttir. María stundaði húsmæðranám í Kvennaskólanum á Blönduósi 1938-1939. Að námi loknu fór hún sem kaupakona að Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.
Alsystkini Maríu voru:
1) Emma Benediktsdóttir f. 1916, d. 1952, húsfreyja í Ásgarði í Dölum;
2) Benedikt Benediktsson f. 1921, d. 1997, bifreiðarstjóri í Rvík og Haraldur, f. 1923, verslunarmaður í Rvík
Hálfsystur Maríu, sammæðra, eru:
3) Ingibjörg Aðalsteinsdóttir f. 7.7.1926, húsfreyja í Rvík
4) Guðborg Aðalsteinsdóttir f. 11.10.1933, húsfreyja í Kaldaðarnesi og víðar.
María og Jóhann eignuðust átta syni:
1) Sigurgeir Jens Jóhannsson bifreiðarstjóri Rvík, f. 27.10. 1940, kvæntur Fríði Sigurðardóttur, stuðningsfulltrúa. Þau eiga fjögur börn og átta barnabörn.
2) Jóhann Pétur Jóhannsson, bifreiðarstjóri í Rvík, f. 27. 11. 1943, sambýliskona Magnea Guðmundsdóttir lyfjatæknir. Jóhann á þrjú börn og tvö barnabörn.
3) Snorri Jóhannsson, starfsmaður Bessastaðahrepps, f. 17.1. 1945, kvæntur Stefaníu Sigfúsdóttur skrifstofumanni. Þau eiga tvö börn og tvö barnabörn.
4) Ingimar Jóhannsson trésmiður og umsjónarmaður Sjóvár-Almennra á Sauðárkróki, f. 9.10. 1949, kvæntur Kristínu Helgadóttur hjúkrunarfræðingi. Þau eiga tvö börn.
5) Frosti Fífill Jóhannsson þjóðháttafræðingur í Rvík, f. 27.4. 1952, kvæntur Steinunni Jónsdóttur, heilsugæslulækni í Rvík. Þau eiga þrjú börn.
6) Jökull Smári Jóhannsson trésmiður og bifreiðarstjóri, Uppsölum í Svíþjóð, f. 27.4. 1952, kvæntur Guðnýju Sveinsdóttur matreiðslumanni. Þau eiga tvö börn.
7) Hjálmar Rúnar Jóhannsson trésmiður og starfsmaður hjá Byko, f. 19.11. 1959, kvæntur Erlu Dagnýju Stefánsdóttur, starfskonu á leikskóla. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn.
8) Benedikt Emil Jóhannsson trésmiður og starfsmaður Würth á Íslandi, f. 19.11. 1959, kvæntur Valgerði Mörtu Gunnnarsdóttur afgreiðslukonu. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 27.5.2022
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði 27.5.2022
Íslendingabók
Mbl 21.1.2000; https://www.mbl.is/greinasafn/grein/514537/?item_num=4&searchid=9165baeb5ef1e06cdda3375f6d21a3ea5b0e7bcc
Maintenance notes
Digital object metadata
Access
Filename
MaraBenediktsdttir1919-2000Mlifells.jpg
Latitude
Longitude
Media type
Image
Mime-type
image/jpeg