Kristín Þorvaldsdóttir (1919-2012) frá Bálkastöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kristín Þorvaldsdóttir (1919-2012) frá Bálkastöðum

Parallel form(s) of name

  • Kristín Þorvaldsdóttir (1919-2012) frá Bálkastöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.1.1919 - 12.7.2012

History

Kristín Þorvaldsóttir var fædd á Bálkastöðum í Miðfirði 17. janúar 1919. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. júlí síðastliðinn þá 93 ára að aldri. Kristín missti föður sinn sem drukknaði í Miðfirðinum árið 1942. En hann var að koma úr kaupstaðarferð á árabát og með honum í för voru nágrannabóndi og ráðsmaður og um borð voru einnig þrír ungir drengir sem lifðu af slysið. Skömmu eftir slysið flutti Elín móðir Kristínar til Akraness með syni sína og var sá yngri tveggja ára.
Frá fimmtán til átján ára aldurs vann Kristín sem kaupakona fyrst á Reykjum í Hrútafirði og síðar Litladal í Austur-Húnavatnssýslu. Nítján ára hóf hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi og lauk því. Tvítug fór hún suður til Reykjavíkur og vann á saumastofu við Þórsgötuna í Reykjavík. Hún festi ráð sitt 23 ára og hóf búskap á Hörpugötu 11 í Skerjafirði. Kristín verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, 23. júlí 2012, kl. 13.

Places

Bálkastaðir í Miðfirði: Reykir í Hrútafirði: Litlidalur í Svínadal: Reykjavík 1939: Hörpugötu 11 Skerjafirði.

Legal status

Kvsk á Blönduósi 1938:

Functions, occupations and activities

Frá fimmtán til átján ára aldurs vann Kristín sem kaupakona fyrst á Reykjum í Hrútafirði og síðar Litladal í Austur-Húnavatnssýslu. Vann á saumastofu við Þórsgötuna í Reykjavík 1939. Mestan hluta starfsævi sinnar vann hún í Sápugerðinni Mjöll við ýmis störf eða þar til hún lét af störfum um sjötugt. Á þessum tíma var Sápugerðin Mjöll staðsett í Skerjafirðinum og var því ekki langt að sækja vinnu. Kristín bjó í Litla-Skerjafirði í yfir 60 ár eða frá því hún var rúmlega tvítug þar til hún fór á Elliheimilið Grund 91 árs að aldri.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar Kristínar voru Þorvaldur Kristmundsson, f. 15. febrúar 1892, d. 15. maí 1942, og Elín Björnsdóttir, f. 28. desember 1894, d. 14. september 1949.
Kristín var elst fjögurra systkina. Þau eru Jóhanna Guðrún, f. 2. janúar 1921, Guðný Ingibjörg, f. 15. febrúar 1922, Björn, f. 21. maí 1927, d. 13. nóvember 2006, Böðvar, f. 2. janúar 1940.
Fyrri maður Kristínar var Nói Matthíasson 22. júlí 1919 - 31. desember 1983 Var á Suðurpóli III við Laufásveg, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945, síðast bús. í Reykjavík Þeirra börn eru:
1) Elín, f. 30. apríl 1945, Dóttir Elínar er Svava, f. 1961.
2) Matthías, f. 25. nóvember 1947, Börn Matthíasar eru Eðvarð, f. 1970. Birkir Freyr, f. 1974, og Kristín Ósk, f. 1987.
3) Margrét, f. 23. október 1949. Börn Margrétar eru Jessica Amanda, f. 1976, Martin Ívar 1978, og Elín Lovísa, f. 1986.
Þau skildu.
Seinni maður Kristínar var Böðvar Ámundason 1. janúar 1917 - 24. janúar 2000 Var í Dalkoti, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var í Dalbæ, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1920. Bifreiðarstjóri og slökkviliðsmaður í Reykjavík.
Þeirra sonur er:
4) Hilmar Böðvarsson, f. 14. ágúst 1960. Börn Hilmars eru Sunna Kristín, f. 1984, og Haukur Ásberg, f. 1995.
Langömmubörnin eru fjögur. Þorkell, Jón, Matthías og Nói.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01677

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 2.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places