Kristín Björnsdóttir (1901-1997) frá Gauksmýri

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kristín Björnsdóttir (1901-1997) frá Gauksmýri

Parallel form(s) of name

  • Kristín Björnson (1901-1997) frá Gauksmýri
  • Kristín Margrét Jósefína Björnson Björnsdóttir (1901-1997) frá Gauksmýri
  • Kristín Margrét Jósefína Björnson Björnsdóttir frá Gauksmýri

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

16.4.1901 - 9.10.1997

History

Kristín M.J. Björnson fæddist á Gauksmýri, V- Húnavatnssýslu, 16. apríl 1901. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 9. október síðastliðinn. Kristín og Einar hófu búskap á Gauksmýri, ræktuðu og byggðu upp jörðina og voru þar í 13 ár uns aldur og heilsa fóru að segja til sín. Kristín fór til Bandaríkjanna í lok fyrri heimsstyrjaldar til að læra hjúkrun og var þar fyrst í skjóli föðursystra sinna, Kristínar og Margrétar Benedictsson, sem var þekkt kvenréttindakona og gaf út tímaritið Freyju. Margréti var boðið á Alþingishátíðina 1930 af íslenskum almenningi í Vesturheimi. Kristín var í Bandaríkjunum sín mestu mótunarár og hreifst mjög af hugmyndum eftirstríðsáranna fyrri um bræðralag þjóða, mannréttindi, sér í lagi kvenréttindi og bindindi á áfengi og tóbak. Hún útskrifaðist frá Ripley Memorial Hospital School of Nursing 1924. Útför Kristínar fer fram í dag frá Kapellunni í Fossvogi og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún verður jarðsett við hlið Einars, seinni manns síns, í Grafarvogskirkjugarði.

Places

Gauksmýri: Hún útskrifaðist frá Ripley Memorial Hospital School of Nursing 1924:

Legal status

Kristín fór til Bandaríkjanna í lok fyrri heimsstyrjaldar til að læra hjúkrun

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Björn Jósafatsson, bóndi á Gauksmýri, og k.h. Ólöf Sigurðardóttir. Hún ólst upp í stórum systkinahópi.
Eldri voru hálfsystkinin, börn fyrri manns Ólafar, Sigurvalda Þorsteinssonar, María, gift Birni Lárussyni tollverði, Sigurbjörg, gift Lárusi Björnssyni, kaupmanni, Sigurlaug Jakobína, gift Guðmundi Péturssyni, bónda, og Guðríður Guðmundsdóttir, en yngri voru alsystkinin Þorbjörg, gift Halldóri Þorlákssyni bílstjóra, Sigurvaldi S. Björnsson, áður bóndi á Gauksmýri, nú vistmaður á Grund, kvæntur Þuríði Guðjónsdóttur, Karl H. Björnsson, bóndi á Stóru-Borg, V-Húnavatnssýslu, kvæntur Margréti Tryggvadóttur, og Hallgrímur Th., yfirkennari, kvæntur Lóu Þorkelsdóttur. Öll eru þau nú dáin nema bræður hennar tveir, Sigurvaldi og Karl, og mágkonur hennar, Margrét og Lóa.
Kristín giftist Kristjóni Ág. Þorvarðssyni, f. 16.8. 1885, d. 13.7. 1962, syni Þorvarðar Bergþórssonar hreppstjóra og bónda á Leikskálum í Dalasýslu og konu hans, Höllu Jóhannesdóttur. Kristjón vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þeirra sonur er Hákon Heimir Kristjónsson hdl. kvæntur Ólöfu Sigurjónsdóttur Jónssonar úrsmiðs og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans og eiga þau tvær dætur. Eldri dóttir þeirra er Sigrún Erla tónmenntakennari, maki Guðmundur Pálsson málari. Þeirra börn eru Páll Liljar, kvæntur Gígju Þórðardóttur og eiga þau soninn Sölva; Ólafur Heimir í sambúð með Önnu Valgerði Jónsdóttur; og Erla Rún. Yngri dóttir þeirra er Hulda Hákon, myndlistarkona, maki Jón Óskar, myndlistarmaður, sonur þeirra er Burkni, í sambúð með Birnu Gunnarsdóttur og eiga þau soninn Andrés Ugga.
Seinni maður Kristínar var Einar Sveinsson f. í Flatey á Breiðafirði 5.4. 1908, d. 23.9. 1984, sonur Sveins Bergmann Einarssonar, bónda, lengst af á Laugalandi, og konu hans, Maríu A. Sveinsdóttur.

General context

Relationships area

Related entity

Guðrún Þorsteinsdóttir (1865-1951) Helgavatni (14.5.1865 - 11.11.1951)

Identifier of related entity

HAH04484

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Kristín Margrét var dóttir Ólafar konu Sigurvalda bróður Guðrúnar samfeðra

Related entity

Björn Jósafat Jósafatsson (1868-1957) Gauksmýri (15.8.1868 - 8.6.1957)

Identifier of related entity

HAH02854

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Jósafat Jósafatsson (1868-1957) Gauksmýri

is the parent of

Kristín Björnsdóttir (1901-1997) frá Gauksmýri

Dates of relationship

16.4.1901

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01670

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 2.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places