Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ingimundur Guðmundsson (1893-1973) vélsmiður Ísafirði
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
17.12.1893 - 16.10.1973
History
Ingimundur Guðmundsson 17. des. 1893 - 16. okt. 1973. Vélsmiður á Ísafirði 1930. Síðast bús. á Ísafirði. Vélsmiður. Fósturdóttir: Hrafnhildur Samúelsdóttir, f. 25.6.1947.
Ingimundur Guðmundsson, vélsmiður, Hlégerði 1 í Hnífsdal, lést hinn 16. október s.l., nær áttræður að aldri, fæddur 17. desember 1893 að Þorfinnsstöðum í Vestur-Húna vatnssýslu. Voru foraldrar hans Ingibjörg Pálsdóttir og Guðmundur Árnason. Ingimundur flutti 18 ára gamall í Hnífsdal. Stundaði hann þar fyrst sjómennsku, en tók brátt að nema vélfræði, og Var það fyrst einkum viðgerðir mótorvéla í smærri báta. Um það leyti er Ingimundur hafði lokið vélsmíðanámi flutti hann til ísafjarðar. Gerðist hann þar einn af stofnendum vélsmiðju er þeir nefndu Þór. Árið 1942 seldu þeir félagar svo vinnustofu sína við Fjarðarstræti. Fékk vélsmiðjan þá nýtt og mjög rúmgott húsnæði í Neðstakaupstaðnum, og munu flestir fyrri eigenda hafa orðið meðeigendur, en Ólafur Guðmundsson gerðist framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Þór hf. og hefur hann stýrt fyrirtækinu síðan af mikilli forsjá. Starfaði Ingimundur þar síðan, þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests fyrir fáum árum. Ingimundur stofnaði hér heimili með móður sinni Ingibjörgu Pálsdóttur, sem var mikil tápkona og greind, og Páli bróður sínum, sem í mörg ár var starfsmaður ísafjarðarbæjar, lengstum innheimtumaður bæjarsjóðs. Hann var maður mjög vel látinn af öllum sem höfðu af honum kynni. Ingimundur kvæntist 13. apríl 1940 Sigríði Hjaltadóttur, Einarssonar frá Hvítanesi, afbragðs konu og myndarlegri húsmóður, er lifir mann sinn. Fósturdóttir þeirra er Hrafnhildur Samúelsdóttir, gift Jósef Vernharðssyni, rafvirkja í Hnífsdal Ingimundur Guðmundsson var mjög umgengnisgóður maður, gagnvandaður reglu og ráðdeildarmaður, og því ágætlega látinn af þeim er kynntust honum. Kr. J.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Vélsmiður
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Guðmundur Árnason 27. júlí 1854 - 3. feb. 1928 Húsbóndi á Þorfinnsstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Verkamaður á Hvammstanga og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir 26. des. 1863 - 8. des. 1947 Húsfreyja á Þorfinnsstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Hvammstanga.
Systkin hans:
Páll Guðmundsson f. 17.12.1893 d. 20.12.1958 bjó á Ísafirði starfaði þar meðal annars sem skósmiður og við ýmis störf á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Kona hans; Guðrún Sigríður Hjaltadóttir 23. nóv. 1902 - 24. júní 1993. Var í Strandseli, Ögursókn, N-Ís. 1930. Fósturfor: Ólafur Kristján Þórðarson og Guðríður Hafliðadóttir í Strandseli. Síðast bús. á Ísafirði. Fósturdóttir: Hrafnhildur Samúelsdóttir, f. 25.6.1947.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Ingimundur Guðmundsson (1893-1973) vélsmiður Ísafirði
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Ingimundur Guðmundsson (1893-1973) vélsmiður Ísafirði
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 7.3.2020. Innsetning og skráning
MÞ 11.08.2025 leiðrétting
Language(s)
- Icelandic