Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Guðbjörg Guðjónsdóttir (1891-1981) Kambakoti
Parallel form(s) of name
- Hallbera Guðbjörg Guðjónsdóttir (1891-1981)
- Hallbera Guðbjörg Guðjónsdóttir
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
23.9.1891 - 3.7.1981
History
Hallbera Guðbjörg Guðjónsdóttir 23. september 1891 - 3. júlí 1981 Síðast bús. í Höfðahreppi. Nefnd Guðbjörg Hallbera í Hún. Ógift.
Um fjölda ára var Guðbjörg á vist með þeim hjónum í Vallholti í Skagafirði Jóhannesi Guðmundssyni og konu hans Sigríði Ólafsdóttur góðkunnum að reisn og mannkostum. Hafði Guðbjörg son sinn Sigurbjörn með sér og leið þeim vel í vistinni.
Guðbjörg fluttist til Höfðakaupstaðar árið 1951. Mátti nú segja að hún yrði fyrst sjálfrar sín á æfinni. Undi hún hag sínum í fiskvinnu og komst vel af og var vel látin af sínum samborgurum. Á sumrin heimsótti hún vinafólk sitt í Vallholti, þar til elli fór að segja til sín og slit eftir vinnusama æfi.
Sigurbjörn sonur hennar bauð henni til Þýskalands, dvaldist Guðbjörg þar í góðum fagnaði á heimili sonar síns sumarlangt, og gaf hann henni úr að skilnaði.
Árið 1965 fór Guðbjörg á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi. Guðbjörg var trúkona og oftlega bað hún mig fyrir áheit til bænahússins í Furufirði er var vígt 1926 en byggð hélst í Furufirði til 1940. Guðbjörg var jarðsett í Blönduóss grafreit 11. júlí 1981.
Places
Furufjörður í Grunnavík; Skagaströnd:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar: Margrét Jónsdóttir 24. mars 1875 - 28. apríl 1956 Handavinnukennari á Akureyri 1930. [skv Kirkjugarðaskrá dó hún 28.5.1956, jarðsett í Fossvogskirkjugarði 7.6.1956] og maður hennar; Guðjón Jónsson 24. ágúst 1863 - 8. mars 1927 Bóndi í Furufirði, Grunnavíkurhr., síðar húsmaður í Grunnavík, Grunnavíkurhr.
Systkini Guðbjargar;
1) Jónína Guðrún Guðjónsdóttir 6. ágúst 1896 - 6. júlí 1996 Síðast bús. á Ísafirði. Nefnd Guðrún J. í Mbl.
2) Elísabet Hansína Guðrún Guðjónsdóttir 12. desember 1900 - 19. desember 1993 Var í Furufirði, Grunnavíkursókn, N-Ís. 1901. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Híramía Jensína Guðjónsdóttir 10. júní 1899 - 26. mars 1981 Vinnukona í Meirihlíð, Hólssókn, N-Ís. 1930. Húsfreyja í Gerfidal, Nauteyrarhr., N-Ís., síðast bús. í Bolungarvík.
4) Guðmundur Rögnvaldur Guðjónsson 5. júlí 1901 - 19. september 1976 Var á Ísafirði 1930. Fósturmóðir: Karitas Hafliðadóttir á Ísafirði. Síðast bús. á Ísafirði.
5) Jónatan Guðjónsson 28. janúar 1903 - 12. september 1965
6) Stefán Ágúst Guðjónsson 30. september 1905 - 23. desember 1993 Sjómaður á Ísafirði 1930. Sjómaður og hafnarverkamaður.
7) Ragnar Ingvar Guðjónsson 10. janúar 1911 - 27. október 1975 Síðast bús. í Reykjavík.
8) Olgeir Gunnar Guðjónsson 10. janúar 1910 - 31. maí 1981 Kaupamaður í Smiðjuvík, Staðarsókn, N-Ís. 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
9) Helga Kristín Guðjónsdóttir 20. júní 1914 - 6. apríl 1983 Var á Ísafirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
10) Jóhanna Sigurborg Guðjónsdóttir 17. nóvember 1916 - í febrúar 1938 Var á Ísafirði 1930.
11) Sesselja Guðrún Halldóra Guðjónsdóttir 12. nóvember 1919 - 13. september 1983 Síðast bús. í Reykjavík.
Sonur hennar með unnusta sínum;
1) Sigurbjörn Þórarinsson 7. október 1917 - 15. desember 1918
Börn hennar með sambýlismanni; Ólafur Ólafsson 24. maí 1905 - 4. ágúst 2001 Bóndi á Kleif á Skaga, síðar í Kambakoti. Bóndi og plægingarmaður á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Skefilsstaðahreppi. Var hann upprennandi maður, búfræðingur frá Hvanneyri og hinn gjörvulegasti.;
2) Hallur Ólafsson 3. október 1931 - 5. desember 2008 Sjómaður og síðar múrari í Hafnarfirði. Síðast bús. í Hveragerði. Bróðir Jónmundar í Kambakoti. Kona hans 21.2.1963; Guðlaug Berglind Björnsdóttir 21. febrúar 1937
3) Þórey Margrét Ólafsdóttir 3. október 1931 Var í Árbakka, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
Sonur hennar, barnsfaðir; Sigurður Björn Árnason 7. september 1866 - 10. maí 1936. Var á Efri-Harrastöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Vinnumaður á Guðrúnarstöðum 1901.
4) Sigurbjörn Guðjón Björnsson 3. október 1928 - 31. mars 2002 Var á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Múrarameistari í Lübeck. Flutti til Þýskalands 1959 og bjó þar og starfaði við iðn sína síðan þar. Kona hans 17.12.1952; Christel Björnsson, f. 11.1. 1929 Lübeck.
General context
Furufjörður er með þeim afskekktustu á landinu, var þar stundum margbýli. Þar er gnótt rekaviðar, fiskur fyrir landi, eggjataka mikil í nágrenninu og fugl. Þar er því mörg matarholan en harðsótt mannlíf að hafa í sig og á, þó girnilegar og grösugar væru bújarðir.
Guðjón faðir Guðbjargar var með stærstu mönnum, þrekmikill og sjósóknari góður og kona hans Margrét meðalkona á vöxt, ræðin og félagslynd. Þeim hjónum mun hafa þótt þröngt um sig í Furufirði er börnin runnu upp. Þau fluttu 1918 til Grunnavíkur, 1920 í Sútarbúð í Jökulfjörðum og 1930 til Ísafjarðar.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 16.7.2018
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði