Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Guðmundur Jakob Sigurðsson (1916-2006) verkfræðingur frá Holti í Svínadal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
15.2.1916 - 27.9.2006
History
Guðmundur Jakob Sigurðsson fæddist á bænum Veðramóti í Skagafirði 15. febrúar 1916. Hann lést á Droplaugarstöðum 27. september síðastliðinn.
Jakob lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1936 og BA-prófi í efnaverkfræði frá Háskólanum í Toronto í Kanada árið 1940. Ári síðar lauk hann mastersprófi í lífefnafræði frá Dalhousie-háskólanum í Kanada og doktorsprófi í matvælaverkfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum árið 1944.
Að námi loknu og til ársins 1946 starfaði Jakob sem verkfræðingur hjá fiskimálanefnd við skipulagningu verksmiðja og fiskiðjuvera, en vann á sama tíma að tilraunum með niðursuðu á síld á Siglufirði og skipulagði á þeim grundvelli hraðvirka verksmiðju. Var Jakobi meðal annars falið að sjá um byggingu og vélbúnað verksmiðjunnar og skipaður formaður stjórnar Niðursuðuverksmiðju ríkisins á Siglufirði árið 1946.
Jakob byggði Fiskiðjuver ríkisins og var framkvæmdarstjóri þess frá stofnun árið 1947 til ársins 1959, er Bæjarútgerð Reykjavíkur keypti reksturinn, sem seinna varð Grandi hf. Þá stofnaði hann ásamt fleirum Sjófang hf. og starfaði sem framkvæmdastjóri þess til ársins 1991. Árið 1966 stofnaði hann að auki, ásamt fleirum, Stjörnumjöl hf.
Jakob sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var hann meðal annars í stjórn Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar í Reykjavík 1953 til 1959, formaður stjórnar Útvegsmannafélags Reykjavíkur frá 1977 til 1989 og sat í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna frá 1979 til 1989. Árið 1971 stofnaði hann ásamt fleirum fyrirtækið Sameinaðir framleiðendur til útflutnings á skreið og var formaður þess frá stofnun þar til það hætti rekstri árið 1991.
Útför Jakobs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Places
Veðramót á Skörðum: Reykjavík: Toronto Kanada 1940: Massachusett USA MIT:
Legal status
Efnafræðingur frá Háskóanum í Toronto: Doktor frá MIT 1944: Framkvæmdastjór: Verkfræðingur:
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar; Sigurður Árni Björnsson 22. maí 1884 - 1. maí 1964. Var á Veðramótum, Fagranessókn, Skag. 1890. Oddviti og hreppstjóri á Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. Síðar framfærslufulltrúi í Reykjavík. Bóndi á Veðramóti 1920 og 1930. Framfærslufulltrúi í Reykjavík 1945. Bróðir Þorbjarnar á Geitaskarði og kona hans 21.5.1912; Sigurbjörg Guðmundsdóttir 23. desember 1884 - 30. apríl 1973. Var í Holti, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920. og 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Systkini;
1) Björn Sigurðsson 3.3.1913 - 16.10.1959. Dr. med., læknir og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í Meinafræði að Keldum. Var að Veðramótum, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920. Var á Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Læknir og forstöðumaður í Reykjavík 1945.
2) Magnús Zophonías Sigurðsson 3.1.1918 - 19.10.2007. Barn að Veðramótum, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920 og 1930. Dr. hagfr. í Reykjavík 1945. Hagfræðingur, forstjóri og útflutningsstjóri, síðast bús. í Budjovice í Tékklandi. Ræðismaður Íslands í Tékkóslóvakíu.
3) Björgvin Sigurðsson 6.8.1919 - 22.2.1994. Var á Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands í Reykjavík. Var að Veðramótum, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920. Stud. jur. í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Guðrún Björg Sigurðardóttir 7.11.1920 - 12.4.2013. Var á Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Barn að Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Skrifstofustarfsmaður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Guðrún giftist Sigurði Benediktssyni, framkvæmdastjóra frá Húsavík þann 19. febrúar 1944
Jakob kvæntist 5. nóvember 1948 Katrínu Sívertsen, f. 15. október 1927. Foreldrar hennar voru Jón Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, f. 1889, d. 1947, og Hildur Helgadóttir Zoëga, fatahönnuður og kaupkona, f. 1898, d. 1971.
Jakob og Katrín eignuðust þrjú börn. Þau eru:
1) Hildur Deakin félagsfræðingur, f. 17. desember 1949, maki Bill Deakin geðlæknir, f. 5. júlí 1949. Dætur þeirra eru þrjár: Julia Brynja Deakin, f. 1976, maki Michael Deakin, f. 1970, sonur þeirra er Ingo, f. 2005, Katherine Edda Escott, f. 1979, maki Harry Escott, f. 1976, og Inga Heather Deakin, f. 1983.
2) Björg Jakobsdóttir Mið-Austurlandafræðingur, f. 6. janúar 1953.
3) Jón Örn Jakobsson verkfræðingur, f. 5. október 1957, fyrri kona Hallfríður Helgadóttir, ritari forstjóra, f. 11. september 1957. Dætur þeirra eru Katrín, f. 1984, unnusti Magnús Björnsson, og Hulda, f. 1986, unnusti Birgir Sævarsson. Seinni kona Erna Eiríksdóttir viðskiptafræðingur, f. 11. september 1963. Dóttir þeirra er Hildur Helga, f. 1995.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Guðmundur Jakob Sigurðsson (1916-2006) verkfræðingur frá Holti í Svínadal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Guðmundur Jakob Sigurðsson (1916-2006) verkfræðingur frá Holti í Svínadal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Guðmundur Jakob Sigurðsson (1916-2006) verkfræðingur frá Holti í Svínadal
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Guðmundur Jakob Sigurðsson (1916-2006) verkfræðingur frá Holti í Svínadal
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 19.5.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 6.10.2006. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1106959/?item_num=1&searchid=b747ddf6f1e4fca8c537557c8791c948428caa3f