Fjóla Sigurðardóttir (1929-1988) Vestmannaeyjum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Fjóla Sigurðardóttir (1929-1988) Vestmannaeyjum

Parallel form(s) of name

  • Fjóla Sigurðardóttir

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

25.9.1929 - 15.7.1988

History

Fjóla Sigurðardóttir 25. september 1929 - 15. júní 1988 Var á Brekastíg 11 B, Vestmannaeyjum 1930. Síðast bús. í Höfðahreppi. Kjördóttir: Gréta Þorbjörg Jónsdóttir, f. 17.12.1954.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Sex ára að aldri flyst hún með foreldrum sínum til Skagastrandar og þar setjast þau að í Laufási. Tíu árum síðar lætur Fjóla skírast í söfnuð aðventista. Veturinn 1950-51 var hún nemandi að Hlíðardalsskóla en það var jafnframt fyrsta starfsár þess skóla. Árið 1952 giftist Fjóla Jóni Kr. Jónssyni og hefja þau búskap, fyrst að Hringveri og síðar að nýbýlinu Dalsmynni, Hjaltadal, Skagafirði. Árið 1959 flytja þau hjónin til Skagastrandar og búa með Sigurði og Margréti, en Jón byggir við húsið að Laufási. Þar búa þau til ársins 1966 er þau flytja suður, eru í Keflavík og á Hlíðardalsskóla, þar sem Jón starfar í 2 ár, en þá flytjast þau aftur til Skagastrandar 1969. Árið 1955 ættleiddu Fjóla og Jón, Grétu, þá þriggja vikna gamla og seinna tóku þau Björn Viðar Hannesson í fóstur en hann fæddist 1965. Fjóla bjó til dauðadags að Laufási, þó ein með foreldrum sínum og syninum Birni seinni árin eftir að leiðir hennar og Jóns skildu. Hún var hæglát manneskja, og ef til vill bar ekki mikið á henni í daglegu lífi en persónuleiki hennar var djúpur og hlýr. Hún var góð kona heim að sækja, afar gestrisin og naut sín sjaldan betur en þegar hún gat lagt sig alla fram um að þjóna gestum sínum. Haustið 1986 kom sá sjúkdómur í ljós sem varð dánarorsök Fjólu og síðasta árið leitaði hún hvað eftir annað læknis í Reykjavík. Þetta voru erfiðir mánuðir þar sem bardagi var háður við ofureflið. Útför Fjólu fór fram á Skagaströnd 22. júlí.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Jónína Margrét Björnsdóttir 9. apríl 1904 - 11. september 1993 [Faðir hennar Björn Magnússon (1855-1921) Syðrahóli]. Húsfreyja á Brekastíg 11 B, Vestmannaeyjum 1930. Var í Laufási, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi og maður hennar 15.5.1929; Sigurður Guðmundsson 29. maí 1900 - 2. desember 1984 Niðursetningur í Ytri-Skógum, Eyvindarhólasókn, Rang. 1910. Verkamaður á Brekastíg 11 B, Vestmannaeyjum 1930. Var í Laufási, Höfðahr., A-Hún. 1957. Smiður í Laufási.
Fjóla var einkabarn foreldra sinna.
Maður Fjólu 1952; Jón Kristjánsson Jónsson 3. maí 1931 - 20. desember 2017 Blönduósi. Vann við múrverk og síðar símavinnu. Kjörbarn Jóns og Fjólu: Gréta Þorbjörg Jónsdóttir f.17.12.1954. Þau skildu. Seinni kona Jóns Kr; Herdís Ellertsdóttir.
Kjördóttir Jóns Kr og Fjólu;
1) Gréta Þorbjörg Jónsdóttir, f. 17.12.1954.
Fósturbarn þeirra;
2) Björn Viðar Hannesson 16. ágúst 1965 Laufási Skagaströnd.

General context

Relationships area

Related entity

Anna Karlsdóttir (1908-2009) Blönduósi (23.2.1908 - 23.6.2009)

Identifier of related entity

HAH01023

Category of relationship

family

Dates of relationship

1952

Description of relationship

Maður Fjólu var Jón Kr Jónsson (1931-2017) þau skildu, síðar maður Herdísar dóttur Önnu.

Related entity

Margrét Björnsdóttir (1904-1993) Vestmannaeyjum, frá Syðra-Hóli (9.4.1904 - 11.9.1993)

Identifier of related entity

HAH07236

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Björnsdóttir (1904-1993) Vestmannaeyjum, frá Syðra-Hóli

is the parent of

Fjóla Sigurðardóttir (1929-1988) Vestmannaeyjum

Dates of relationship

25.9.1929

Description of relationship

Related entity

Björn Magnússon (1855-1921) Syðra-Hóli (26.9.1855 - 23.7.1921)

Identifier of related entity

HAH02872

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Magnússon (1855-1921) Syðra-Hóli

is the grandparent of

Fjóla Sigurðardóttir (1929-1988) Vestmannaeyjum

Dates of relationship

25.9.1929

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03434

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 17.4.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places