Erlendur Einarsson (1921-2002) Forstjóri SÍS.

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Erlendur Einarsson (1921-2002) Forstjóri SÍS.

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

30.3.1921 - 18.3.2002

Saga

Erlendur Einarsson fæddist í Vík í Mýrdal 30. mars 1921. Hann lést á Landakotsspítala mánudaginn 18. mars 2002. Foreldrar hans voru Einar Erlendsson skrifstofumaður frá Engigarði í Mýrdal, f. 1. febrúar 1895, d. 13. mars 1987, og Þorgerður Jónsdóttir frá Höfðabrekku í Hvammshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu, f 21. janúar 1897, d. 22. júní 1991. Systur Erlendar eru Steinunn, f. 29. desember 1924, gift Albert Fink lækni, búsett í Kaliforníu, og Erla, f. 4. mars 1930, gift Gísla Felixsyni, fyrrv. rekstrarstjóra hjá Vegagerð ríkisins, búsett á Sauðárkróki. Uppeldisbróðir Erlendar var Björn Bergsteinn Björnsson, f. 3. október 1918, d. 26. nóvember 1986, en þeir voru einnig bræðrasynir. Björn var kvæntur Ólöfu Helgadóttur frá Seglbúðum í Landbroti.
Erlendur kvæntist 13. apríl 1946 Margréti Helgadóttur frá Seglbúðum í Landbroti, f 13. ágúst 1922. Foreldrar Margrétar voru Helgi Jónsson, bóndi í Seglbúðum, f. 29. apríl 1894, d. 22. maí 1949, og Gyðríður Pálsdóttir frá Þykkvabæ í Landbroti, f. 12. mars 1897, d. 15. maí 1994. Erlendur og Margrét eiga þrjú börn: 1) Helga meinatæknir, f. 5. desember 1949, gift Sigurði Árnasyni lækni, f. 10 apríl 1949, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: Þorgerður, f. 19. desember 1971, sambýlismaður Sveinbjörn Dagnýjarson, f. 15. janúar 1970, og eiga þau einn son, Einar Tómas, f. 14. september 1999; Árni, f. 7. janúar 1977, sambýliskona Ína Ólöf Sigurðardóttir, f. 15. október 1976; og Margrét Ágústa, f. 16. nóvember 1983. 2) Edda píanóleikari, f. 31. desember 1950, gift Olivier Manoury tónlistarmanni, f. 13. júlí 1953, búsett í París. Þau eiga einn son, Tómas, f. 23. ágúst 1979. 3) Einar ljósmyndafræðingur, f. 15. maí 1954, kvæntur Ástu Halldórsdóttur fatahönnuði, f. 6. mars 1955, búsett í Reykjavík. Dætur þeirra eru: Margrét Rós, f. 19. febrúar 1975, sambýlismaður Hjörtur Fjeldsted, f. 4. apríl 1975, og eiga þau tvær dætur, Emblu Líf, f. 1. febrúar 1997, og Apríl Mist, f. 13. febrúar 2000; Edda Ýrr, f. 7. mars 1983; Brynja, f. 15. október 1986; og Íris, f. 23. janúar 1993.

Erlendur ólst upp í Vík í Mýrdal til tvítugs. Hann stundaði nám við Barnaskólann í Vík og síðan í unglingaskóla þar í tvo vetur. Nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík 1939-1941. Bankanám í New York 1944 til 1945, í National Citybank of NY (nú Citibank) og American Institute of Banking. Vátryggingarnám hjá CIS í Manchester og Lloyds í London 1946. Nám í Harvard Business School í Bandaríkjunum 1952. Á árunum 1936 til 1941 starfaði hann hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík og hjá Landsbanka Íslands 1942-1946. Hóf störf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga 1. maí 1946, þar sem hann vann að stofnun Samvinnutrygginga og varð fyrsti framkvæmdastjóri þeirra um haustið sama ár til ársloka 1954. Erlendur var ráðinn forstjóri SÍS í ársbyrjun 1955 og gegndi því starfi í yfir þrjá áratugi til 1. september 1986 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Hann var stjórnarformaður Samvinnutrygginga frá 1. janúar 1955 til 29. apríl 1988. Fulltrúi í miðstjórn Alþjóðasamvinnusambandsins frá 1955-1993. Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs SÍS (síðar Samvinnulífeyrissjóðsins) frá 1. janúar 1955 til 1. september 1986. Stjórnarformaður Regins hf. frá 1955 til 1986. Gegndi stjórnarstarfi í Norræna samvinnusambandinu og Norræna útflutningssambandinu, 1955 til 1987. Varaformaður stjórnar Norræna samvinnusambandsins frá 1983 til 1986. Einn af frumkvöðlum að stofnun Samvinnusparisjóðsins 1954. Í stjórn hans frá stofnun og stjórnarformaður frá 1. janúar 1955. Beitti sér fyrir stofnun Samvinnubankans og stjórnarformaður hans frá 1962 til 1987. Beitti sér fyrir stofnun Osta- og smjörsölunnar 1958 og stjórnarformaður frá stofnun til 1988. Hvatamaður að stofnun Samvinnusjóðsins hf. árið 1982. Stjórnarformaður Iceland Seafood Corporation (áður Iceland Products Inc.) í Bandaríkjunum 1955 til 1986. Stjórnarformaður Iceland Seafood Ltd í Bretlandi frá stofnun 1980 til 1987. Beitti sér fyrir stofnun Samvinnuferða 1975 og var þar formaður stjórnar við stofnun og síðan í stjórn Samvinnuferða-Landsýnar frá sameiningu þessara félaga til 1987. Í stjórn Bréfaskóla SÍS og ASÍ, þar til skólinn varð eign fleiri aðila. Stjórnarformaður eignarleigufélagsins Lindar hf. frá stofnun 1986 til 1989. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1955 til 1986 og í framkv.stjórn til 1985. Í stjórn Krabbameinsfélags Íslands (KÍ) í 30 ár til 1990, þá kjörinn í stjórn Vísindaráðs KÍ og formaður stjórnar Rannsóknar- og tæknisjóðs leitarsviðs KÍ. Í stjórnarnefnd INGEBA, Alþjóðasamvinnubankans í Basel frá 1984-1988. Í Eftirlitsnefnd Alþjóðasamvinnusambandsins 1984 til 1993. Í stjórn Íslandsnefndar Alþjóðaverslunarráðsins (ICC) frá stofnun 1983 til 1990. Í nefnd um aukna efnahagssamvinnu á Norðurlöndum (Gyllenhammars-nefndin) 1984-1985 og í stjórn Norrænu iðnþróunarstofnunarinnar frá stofnun 1986-1993. Fulltrúi íslensku samvinnuhreyfingarinnar á öllum þingum Alþjóðasamvinnusambandsins (ICA) frá 1948-1993. Varaformaður fiskimálanefndar ICA frá 1976-1993. Í stjórn Almenna bókafélagsins um árabil til 1989 og þá kjörinn endurskoðandi félagsins. Í stjórn Landakotsspítala 1976-1992. Fulltrúi á International Industrial Conference í San Francisco 1977-1985. Í fulltrúaráði Samtaka um byggingu tónlistarhúss frá stofnun og í stjórn samtakanna sem varaformaður um árabil. Varaforseti á fyrstu Fiskimálaráðstefnu samvinnufélaga í Tókýó 1975. Fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar við sjálfstæðistöku Ghana 1957. Forgöngumaður um stofnun JC-hreyfingarinnar á Íslandi 1960. Fulltrúi samvinnuhreyfingarinnar í nefnd til undirbúnings minningar um 100 ára afmæli frjálsrar verslunar á Íslandi 1955. Í stjórn Þróunarfélags Íslands 1989-1991. Erlendur ritaði fjölmargar greinar í íslensk og erlend dagblöð og tímarit. Æviminningar Erlendar, "Staðið í ströngu", voru gefnar út árið 1991 af bókaútgáfunni Fróða. Þær eru ritaðar af Kjartani Stefánssyni. Heiðursmerki: Stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar, Riddarakross með stjörnu finnsku Lejonorðunnar, Heiðursmerki Íþróttasambands Íslands.

Útför Erlendar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag 27. mars 2002 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Vík í Mýrdal: Reykjavík: USA 1955-1986: England 1980-1987:

Réttindi

Starfssvið

Forstjóri SÍS.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01212

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir