Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Elísabet Guðmunda Kristjánsdóttir (1925-1991) Skagaströnd
Parallel form(s) of name
- Elísabet Kristjánsdóttir (1925-1991)
- Elísabet Guðmunda Kristjánsdóttir
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
30.9.1925 - 21.3.1991
History
Elísabet var fædd á Blönduósi 30. september 1925, dóttir heiðurshjónanna Unnar Björnsdóttur og Kristjáns Sigurðssonar sem þá bjuggu að Hvammi í Laxárdal. Þau eru nú bæði látin. Þau fluttu frá Hvammi að Háagerði í Höfðahreppi 1939 með börnum sínum tveimur, Birni og Elísabetu. Þar bjuggu þau í nokkur ár en fluttu svo inn á Skagaströnd, í Þórshamar, þar sem þau áttu heima þar til Kristján lést.
Elsa og Gunnar voru alla tíð mjög samhent og hamingjusöm. Elsa helgaði fjölskyldu sinni og heimili krafta sína og breiddi úr sér yfir börn sín og barnabörn. Hún hætti að vinna úti þegar börnin komu, en þegar þau uxu úr grasi fór hún aftur að vinna í frystihúsinu og var þar meðan kraftar entust.
Places
Blönduós: Háagerði 1939, Stórholt og Lundur Skagaströnd:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru Kristján Sigurðsson bóndi og síðar verslunarmaður á Skagaströnd, f. 11.3. 1896, d. 3.11. 1966, og kona hans Unnur G. Björnsdóttir, f. 1.9. 1900, d. 14.12. 1990. Þau fluttu frá Hvammi að Háagerði í Höfðahreppi 1939 með börnum sínum tveimur.
Bróðir hennar var:
1) Björn Aðils Kristjánsson f. 15. febrúar 1924 - 25. maí 2005. Múrarameistari, síðast bús. í Kópavogi. Var í Hvammi, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930.
Björn kvæntist 7. ágúst 1955 Lovísu Hannesdóttur, f. í Hvammkoti, Skefilsstaðahreppi í Skagafirði 16.2. 1930. Foreldrar hennar voru Hannes Guðvin Benediktsson, f. 19.1. 1896, d. 27.9. 1977, og kona hans Sigríður Björnsdóttir, f. 24.2. 1895, d. 26.10. 1975.
Maður hennar 14.9.1952 var Gunnar Helgason f. 23. september 1924 - 19. september 2007, Gilsstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Stórholti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Vörubílstjóri á Skagaströnd. Þau bjuggu fyrst að Stórholti en keyptu seinna Lund og hafa búið þar síðan.
Foreldrar hans voru: Helgi Þórðarson 3. febrúar 1877 - 11. desember 1957. Bóndi og smiður, síðast á Skagaströnd. Fluttist til Vesturheims 1900, en kom aftur til Íslands 8 árum síðar. Byggði býlið Gilhaga í Hrútafirði 1909, bjó þar til 1911, bóndi á Háreksstöðum í Norðurárdal 1911-1929. Bóndi á Gilsstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1929-1935, og seinni kona hans.
Fyrri kona Helga í ágúst 1900; Ragnhildur Andrésdóttir f. 20. júní 1879 - 7. júlí 1904 af barnsförum, Bjarnastöðum, Gilsbakkasókn, Mýr. 1880. Fór til Vesturheims 1900 frá Hvassafelli, Norðurárdalshreppi, Mýr, Hún dó í Vesturheimi.
Börn þeirra;
1) Andrés Axel Helgason 7. apríl 1901 - 29. ágúst 1901
2) Lára Kristín Golden f. 12.7.1902 – 13.8.1985, maður hennar; John Kellen Golden f. 24.8.1904 byggingameistari í Winnipeg.
3) Ragnar Andrés Helgason f. 1.7.1904 – 9.9.1904 Winnipeg.
Seinnikona Helga 10.6.1912 var; Ingibjörg Skarphéðinsdóttir f. 6. júlí 1890 - 11. mars 1965 Guðlaugsvík, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Húsfreyja. Var í Skálholti, Höfðahr., A-Hún. 1957.
Börn þeirra systkini Gunnars;
1) Sigurþór Helgason f. 19. febrúar 1913 - 4. apríl 1995Vinnumaður í Sveinatungu, Hvammssókn, Mýr. 1930. Síðast bús. í Borgarnesi. Kona hans; Margrét Jóna Sigurðardóttir f. 13. janúar 1912 - 16. nóvember 1976, tökubarn á Hamraendum, Búðasókn, Snæf. 1920. Síðast bús. í Borgarnesi.
2) Laufey Helgadóttir f. 6. ágúst 1914 - 4. janúar 1983 Gilsstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Brekku, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar; Sigurður Hermann Magnússon f. 25. desember 1902 - 12. janúar 1990 Reykjavík 1910, háseti í Hafnarfirði 1930 og í Brekkku, Höfðahr., A-Hún 1957. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Sigurlaug Helgadóttir f. 24. mars 1916 - 21. október 2009, vinnukona á Borðeyri 1930. Maður hennar; Gunnar Hermann Grímsson f. 9. febrúar 1907 - 11. september 2003 Húsavík, Kollafjarðarnesssókn, Strand. 1930. Kaupfélagsstjóri, kennari, starfsmannastjóri og skjala- og bókavörður, síðast bús. í Kópavogi. Kjörbarn: Gunnar Gauti Gunnarsson f. 6.1.1952.
4) Óskar Helgason f. 14. september 1917 - 2. júní 1993. Símstöðvarstjóri og kennari á Höfn í Hornafirði. Kona hans; Guðbjörg Gísladóttir f. 14. janúar 1927 - 22. ágúst 2011 Selnesi, Eydalasókn, S-Múl. 1930. Talsímavörður á Höfn í Hornafirði, síðast bús. í Kópavogi.
5) Sigríður Helgadóttir f. 11. ágúst 1921 - 16. október 2015. Var í Skálholti, Höfðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og talsímavörður á Skagaströnd og síðar í Reykjavík. Maður hennar; Guðmundur Engilbert Óskarsson f. 10. júlí 1915 - 13. september 1982. Bifreiðarstjóri í Reykjavík.
Börn Gunnars og Elísabetar eru
1) Kristján Helgi, f. 22. júlí 1952, búsettur á Skagaströnd, kvæntur Öldu Ragnheiði Sigurjónsdóttur. Börn þeirra eru Árný Elfa, maki Steinn Símonarson, börn þeirra Kristján Páll og Rakel Alda. Guðrún Elsa, maki Arnar Ólafur Viggósson, dóttir þeirra Arna Rún. Gunnar, maki Guðrún Björnsdóttir.
2) Eygló Kristín, f. 25.3. 1955, búsett á Skagströnd, gift Guðmundi Ólafssyni. Börn þeirra eru Ruth (dóttir Guðmundar), maki Guðjón Ingi Guðmundsson, börn þeirra Daníel og Rakel Hanna. Gunnar, maki Hrafnhildur B. Gunnlaugsdóttir. Ólafur, maki Ragnheiður Ólöf Skaptadóttir, barn þeirra er Rannveig Lilja.
3) Unnur Ingibjörg, f. 23.9. 1957, búsett í Reykjavík, gift Vilmari Þór Kristinssyni. Börn þeirra eru Elísabet, Steinunn, maki Ólafur Stefnir Jónsson, Þórunn, Valdís. Uppeldissonur Vilhjálmur Vilmarsson, maki Mariella Tsirilakis.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the grandchild of
Elísabet Guðmunda Kristjánsdóttir (1925-1991) Skagaströnd
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 13.5.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Íslendingabók