Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Baldur Þorvaldsson (1946-1977)
Parallel form(s) of name
- Baldur Ármann Þorvaldsson (1946-1977)
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
09.12. 1946 - 28.04. 1977
History
Baldur Ármann Þorvaldsson andaðist á Landsspítalanum í Reykjavík 28. apríl. Hann var fæddur á Blönduósi 9. des. 1946. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Þorláksson vélsmiður og Jónína Andrós Jónsdóttir frá Hreggsstöðum á Barðaströnd.
Baldur ólst upp á Blönduósi hjá foreldrum sínum en vorið 1960 missti hann móður sína. Hann fór snemma að vinna í vélsmiðjunni hjá föður sínum og þar hóf hann nám í vélvirkjun í september 1962. Sveinsprófi lauk Baldur fjórum árum síðar og meistarapróf í greininni hlaut hann í ársbyrjun 1970. Lengst af starfaði Baldur í Vélsmiðjunni Vísi en var á fjórða ár starfsmaður Sölufélagsins.
Hinn 1. júlí 1967 kvæntist Baldur eftirlifandi konu sinni, Huldu Baldursdóttur. Kynni þeirra höfðu staðið allt frá bernsku. Þau Baldur og Hulda eignuðust tvö börn, Jónínu og Baldur Reyni. Þau voru bæði komin á skólaaldur við lát föður síns.
Síðustu árin gekk Baldur ekki heill til skógar. Vorið 1971 fékk hann fyrst aðkenningu heilablæðingar. Hann náði sér að mestu eftir það áfall, en fleiri komu á eftir. Síðustu tvö ár ævinnar dvaldi hann mest á sjúkrahúsum.
Ævi Baldurs varð ekki löng en töluvert innihaldsrík. Við minnumst ekki sjúkdómsins nú, heldur mannsins sem þroskaðist þrátt fyrir sjúkdóminn. Baldur vissi um nálægð dauðans. Hann vissi að kallið gæti kornið á hverri stundu. Þessari vitneskju tók hann skynsamlega. Athafnir hans einkenndust af stefnufestu. Aldrei brá fyrir vonleysi eða uppgjöf. Hann gekk að hverju verki með áhuga og dugnaði, bjó í haginn fyrir konu sína og börn.
Þá var Baldur mikill hvatamaður að — og einn af stofnendum — Hjálparsveitar skáta á Blönduósi. Þessu málefni var hann drjúgur liðsmaður. Hann eignaðist marga trausta vini þótt ævin yrði ekki löng. Þegar við minnumst látinna, þá minnumst við einnig Krists, sem dó ungur og reis upp frá dauðum. Treystum orðum hans er hann sagði: „Sjá, ég geri alla hluti nýja.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation, revision and deletion
MÞ 03.02.2025 innsetning og skráning
Language(s)
- Icelandic