- HAH00925
- Fyrirtæki/stofnun
- 1969 -
Vindheimamelar eru á norðurenda Reykjatungu í Tungusveit í Skagafirði. Þeir eru í landi jarðarinnar Vindheima. Skammt norðan við enda melanna rís Skiphóll upp úr sléttlendi Vallhólmsins og hefur nafnið meðal annars verið skýrt þannig að lögun hans minni á skip á hvolfi. Vestan við melana rennur Svartá, sem breytir svo um nafn við enda Reykjatungu og kallast eftir það Húseyjarkvísl.
Hestamannafélögin Stígandi og Léttfeti gerðu skeiðvöll á melunum árið 1969 en áður höfðu hestamannamót verið haldin á Vallabökkum í Vallhólmi. Síðan hefur verið byggð upp góð aðstaða til mótahalds og þar eru haldin fjórðungsmót og landsmót hestamanna, auk héraðsmóta.