Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjald

Björn Jakobsson (1886-1961) íþróttakennari

  • HAH009339
  • Einstaklingur
  • 13. apríl 1886 - 13. apríl 1961

MIÐVIKUDAGINN 12. þessa mánaðar hitti ég Björn Jakobsson að máli. Hann var nýkominn til Reykjavíkur eftir nokkra dvöl á Elliheimilinu í Hveragerði. Björn hafði átt við vanheilsu að stríða fyrr í vetur, en virtist nú hafa náð sér aftur. Hann var kominn til að halda upp á 75 ára afmæli sitt í hópi vina sinna, nemenda og samstarfsmanna. Við hlökkuðum öll tii að njóta þessarar stundar með honum, því að Björn var einstakur maður, persónuleiki, og ævi hans öll reyndar ævintýri líkust.

Í vöggugjöf fékk Björn óvenju margar kostagjafir. Listhneigður var hann með afbrigð um og fjölhæfur. Hárfín skynjun og næm tilfinning snillingsins einkenndu jafnan öll störf hans. Björn var jafnvígur á margt, tónlist, myndlist og íslenzka tungu, bæði í riti og ræðu allri. Hann var fríður maður og föngulegur, höfðingi í lund og drengur góður. Björn var manna víðlesnastur og vel heima, hvar sem komið var við. En hann var gjörsneyddur allri sýndarmennsku og hlédrægni hans og yfirlætisleysi svo sönn og rótgróin, að ókunnir hefðu getað álitið það feimni eða skeytingarleysi um aðra. Nánari kynni sýndu sívaxandi og ungan persónuleika sem gat verið fastur fyrir og fylginn sér, ef honum þótti þurfa, því að Björn var heill í hverju máli.

Þó var Björn í eðli sínu and vígur allri valdbeitingu og hrjúfum kraftinum, en leitaði stöðugt hins fínlega og blíða. Var eins og hann lifði í draumaheimi fegurðar og samræmis. Kemur þetta einkar skýrt fram, ef skoðaðar eru myndir hans, einkum þó olíumálverk frá tímabilinu fyrir 1940 og pennateíkningar, sér í lagi eftir 1950. Eru hinar fyrrnefndu að mínu viti einstakar í hópi íslenzkra mynda og engum öðrum líkar. Fáum við þar að skyggnast inn fyrir tjaldið og líta töfra þessarar furðuveraldar

Þetta viðhorf Björns kemur þó skýrast fram í ævistarfi hans, fimleikum og íþróttum. Æfingar úrvalsflokka hans I fimleikum voru svo fullar þokka og mýktar, hvert smá atriði svo þaulhugsað og fágað, að þeir fóru sigri hrósandi, hvar sem þeir komu fram. Enda sést nú, þegar litið er um öxl, að hann hefur um margt verið jafnvel áratugum á undan samtíma sínum.

Er hér var komið sögu, hefðu margir talið þetta harla gott, hefðu þeir verið í sporum Björns, og haldið áfram þá braut. sem hér var svo glæsilega hafin. Frægð og frami voru honum vísari en flestum öðrum.

En hugur Björns stefndi annað. Köllun hans var að verða flestum að liði, gera íþróttirnar eign allra. Hann hefst því handa og setur á stofn íþróttaskóla að Laugarvatni og rekur hann fyrstu árin sem einkaskóla. Varð Björn þá að vinna myrkranna á milli, því að hér var um algjört brautryðjenda starf að ræða. Kennslubækur allar varð hann að semja að langmestu leyti samhliða kennslunni, og er erfitt fyrir aðra að gera sér í hugarlund, hvert afrek þetta var.

Síðar var skólinn gerður að ríkisskóla, íþróttakennaraskóla íslands, og stjórnaði Björn honum þar til fyrir 4 árum. En ekki einu sinni, er hér var komið, gat Björn unnt sér þess að setjast á helgan stein. Á Laugarvatni var þörf fyrir starfskrafta hans, og hélt hann þar áfram að hugsa um skólann, og þegar hann kom aftur til heilsu, hóf hann þar áfram kennslu, unz heilsan þraut. En jafnvel á sjúkrabeðinu hélt hann áfram að hugsa um skólann, og þegar hann kom aftur til heilsu, hóf hann að vinna að kennslubókum í lífeðlis og efnafræði

Þegar ég kvaddi Björn dag inn fyrir afmæli hans, sagði hann, að nú væri höndin að ná fullum styrk og hann hlakkaði til að fara aftur að taka til við fiðluna. Hann var svo glaður og hress, að mig grunaði sízt, að þetta væri okkar hinzta kveðja.

Að morgni 75 ára afmælis síns kenndi hann lasleika og hvarf héðan í hægum svefni. Undursamlegu ævintýri hans var lokið.

Eiríkur Haraldsson.