Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Hulda Helgadóttir (1930-1995) Reykjavík

  • HAH08061
  • Einstaklingur
  • 4.9.1930 - 1.5.1995

Hulda Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hulda fluttist með foreldrum sínum frá Vestmannaeyjum fjögurra vikna gömul, ólst upp og bjó í Reykjavík til dauðadags.
Hún lést í Landakotsspítala 1. maí 1995. Banamein hennar var krabbamein. Útför Huldu fór fram frá Bústaðakirkju 11.5.1995 og hófst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.

Birna Kristín Árnadóttir (1943) Reykjavík

  • HAH02629
  • Einstaklingur
  • 3.8.1943 - 25.4.2022

Birna Kristín Árnadóttir 3. ágúst 1943 - 25. apríl 2022. Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1960-1961. Flutti til Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 1969. Á árunum 1985-1995 bjuggu þau á Íslandi en fluttu aftur til Kaliforníu þar sem þau eru búsett í dag.

Núpsstaður í Fljótshverfi Skaftafellssýslu

  • HAH00998
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000)

Frásögn Þorvaldar Thoroddsen i Ferðabókinni 1893: „Núpsstaður stendur undir hrikalegri hamrahlíð með margvislega löguðum klettum og dröngum. Stórkostlegastir eru tveir risavaxnir drangar er mæna upp fyrir fjallsbrúnina eins og turnar. — Fyrirofan bæinn er stráð heljarbjörgum úr móbergi, og eru mörg þeirra stór sem hús, sum sokkin að mestu í jörð og grasgróin ofan. Björgin hafa oltið ofan úr fjalli.”

Bænhúsið á Núpsstað

  • HAH00187
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1765 -

Núpsstaður er austasti bærinn í Skaftárhreppi og stendur vestan við Lómagnúp. Á Núpsstað standa einkar merkileg gömul bæjarhús sem talin eru dæmigerð fyrir bæi á Íslandi á síðustu öldum. Þeirra merkast er bænhúsið sem er ein af örfáum torfkirkjum sem enn eru til á landinu. Talið er að bænhúsið sé að stofninum til úr kirkju sem var byggð um 1650 en kirkja var aflögð á Núpsstað 1765. Árið 1930 var bænhúsið friðlýst fyrst húsa á landinu og 1961 var það endurvígt.

Bænhúsið á Núpsstað er torfhús, talið reist um miðja 19. öld, eftir umfangsmiklar breytingar á eldra húsi. Þilverk hússins er eignað Nikulási Jónssyni trésmið (1831-1920) og er líklegt að húsið sé nokkru minna en það sem áður stóð þar. Bænhúsið er 5,2 metrar á lengd og 2,2-2,5 metrar á breidd, breiðast við kórstafninn. Langveggir eru allt að 2,5 metrar á þykkt, hlaðnir úr grjóti og torfi. Austurgafl er hlaðinn til hálfs, en hálfþil að ofan með litlum fjögurrarúðu glugga. Á vesturstafni er alþil og yfir hurð er tveggjarúðu gluggi. Þil eru svartbikuð og torfþekja á húsinu. Húsið var notað m.a. sem skemma um tíma, en gekk þó jafnan undir nafninu bænhús.

Fegurð umhverfisins við Núpsstað er vel þekkt. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum og allt til Vatnajökuls. Núpsstaður liggur alveg við þjóðgarðinn í Skaftafelli og hafa eldgos, jöklar og vötn mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir.
Austurmark jarðarinnar Núpsstaðar er á Skeiðarársandi og nær jörðin allt norður að Vatnajökli. Austan við bæinn gnæfir Lómagnúpur sem m.a. er þekktur úr Brennu-Njáls sögu. Þarna standa uppi íbúðarhús, fjós og önnur útihús.

Fyrsta kirkjan á Núpsstað er talin hafa verið byggð fyrir siðaskipti á Íslandi, eða fyrir 1200. Kirkjan var tileinkuð dýrlingnum Sankti Nikulási en það voru fáir sem tilheyrðu söfnuðinum á þessum tíma. Árið 1765 var hins vegar hætt að nota kirkjuna fyrir söfnuðinn og hún í staðinn notuð sem einka kapella. Eftir 1783 var byggingin hins vegar notuð sem skemma. Árið 1930 tók Þjóðminjasafnið húsið í sína vörslu og á árunum 1958-1960 var það tekið í gegn og gert upp. Þess má til gamans geta að bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu, mann fram af manni, síðan 1730. Bæjarstæðið er einstaklega vel varðveitt menningarlandslag og er einstök heimild um hvernig búskapi var háttað og hvernig svæðið var nýtt fyrr á dögum. Nú hefur Þjóðminjasafninu verið falin varðveisla bæjarhúsanna á staðnum.

Í landi Núpsstaðar eru einnig Núpsstaðarskógar. Þetta er sérlega fagurt kjarrlendi sem vex í hlíðum Eystrafjalls, vestan Skeiðarárjökuls og sunnan Grænalóns. Þarna vex fjölbreyttur gróður og gaman er að ganga um svæðið. Að skógunum liggur ógreiðfær slóði inn með Lómagnúpi austanverðum og yfir Núpsvötn. Núpsstaður er á náttúruminjaskrá.

Hverfisfljót í Fljótshverfi

  • HAH00999
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Hverfisfljót rennur frá upptökum sinum fram með jökulöldunum, en sumstaðar fyrir innan þær; í það fossa frá jöklinum óteljandi kolmórauðir lækir, fljótið rennur á stórgerðri möl og er mjög straumhart með háum bylgjum og drílum, af því var hin megnasta jökulfýla, alveg eins og brennisteinsnámur væri í nánd. Vestan við Hverfisfljót eru sumstaðar ísnúnar dólerítöldur alþaktar stórum björgum; undir hraununum hljóta því að vera ísaldarhraun, sem ekki koma fram nema á stöku stað.
Hverfisfljót rann fyrir eldinn niður sandinn og kvíslaðist um hann allan, og er mölin efiaust árburður úr fljótinu; af því jökulvatnið kvíslaðist um sandinn, gat þar enginn gróður þrifizt og því var þar enginn bær; hraunið rak Hverfisfljót austur á bóginn, og síðan sandurinn losnaði við ágang jökulkvíslanna hefir hann stórkostlega gróið upp, enda sitra bergvatnslækir víða undan hraunröndinni.

Jökla / Jökulsá á Dal / Jökulsá á Brú

  • HAH00244
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Jökulsá á Dal eða Jökulsá á Brú, einnig nefnd Jökla, er lengsta á á Austurlandi. Áin er dæmigerð jökulá og á upptök sín í Brúarjökli og fellur um Jökuldal. Miklar rennslissveiflur eru í ánni eins og títt er í jökulám og jafnframt er hún mjög gruggug vegna framburðar. Jökla hefur grafið mikil gljúfur í farvegi sínum, Hafrahvammagljúfur og Dimmugljúfur. Margar þverár falla til Jöklu. Þær helstu eru Kringilsá, Sauðá, Reykjará, Hrafnkela, Gilsá, Hnefilsdalsá, Laxá og Kaldá. Jökla og Lagarfljót falla í Héraðsflóa um sameiginlegan ós á Héraðssandi.

Jökulsá á Dal er virkjuð með Kárahnjúkavirkjun. Eftir að virkjunin tók til starfa fer megnið af jökulvatni árinnar um jarðgöng til Fljótsdals og skilar sér til sjávar um Lagarfljót. Neðan Kárahnjúkastíflu er Jökulsá því tær bergvatnsá mestan hluta árs en hún getur þó breyst í ólgandi jökulá þegar uppistöðulónið (Hálslón) er fullt og vatn fossar um yfirföll stíflunnar.

Engihlíðarhreppur

  • HAH00729
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Uppfrá Húnafirði austanverðum, milli Blöndu og Laxár á Refasveit liggja byggðarlög þau, og að nokkru afréttir sem tilheyra Engihlíðarhreppi. Ræður Blanda merkjum sveitar að sunnan og vestan nema neðst við ósinn þar sem Blönduós liggur sem áður tilheyrði Enni, en var lögð undir þorpið með eignarnámi 1936.
Víðidalur norðan skarðs að Grjótá liggur undir hreppinn en Grjótá og Víðidalsá skipta löndum milli Húnvetninga og Skafirðinga.

Landsvæði sem liggur að sjó er melsvæði láréttir gróðursnauðir en auðræktaðir, uppblásið land frá fornu fari. Frammi við sjó eru 3 bæir, í daglegu tali nefndir Bakkabæir eða Neðribyggð. Nokkuð austan Neðribyggðar standa 3 bæir í röð neðarlega í brekku höllum gróinnar hálsbungu, sem skorin er frá nyrstahluta Langadalsfjalls af daldragier Kaldbakur nefnist og opnast til suðvesturs ofan Björnólfsstaða en til norðausturs ofan Mýrarbæja.

Vestanhallt við norðuröxl þessar hábungu standa tveir bæir, allir þessir bæir nefnast Efribyggð, en svæðið allt Refasveit, sem þykir munntamara en hið raunverulega nafn, Refborgarsveit en nafnið er dregið af klettaborg í landi Síðu.

Laxá skiptir löndum milli Engihlíðarhrepps og Vindhælissveitar.

Á Laxárdal ná Húnvetnsk fjöll mestri hæð. Fjallið sunnan Vestárskarðs er 1052 m og Refsstaðahnjúkurinn 1052.

Niðurstöður 4301 to 4400 of 10349