Aðólf Friðfinnsson (1911-1998) Reykjavík

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Aðólf Friðfinnsson (1911-1998) Reykjavík

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.7.1911 - 27.3.1998

History

Aðólf Friðfinnsson fæddist á Skriðu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 6. júlí 1911. Þau Sigríður bjuggu í 15 ár á Akureyri, en 1956 fluttust þau til Reykjavíkur.
Hann andaðist á Landspítalanum 27. mars 1998. Útför Aðólfs fór fram frá Árbæjarkirkju 3.4.1998 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Legal status

Um tvítugsaldur fór Aðólf í Íþróttaskólann í Haukadal til Sigurðar Greipssonar og var hann þar í einn vetur. Síðan gekk hann í Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal í tvo vetur.

Functions, occupations and activities

Aðólf vann lengst af hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, fyrst í skóverksmiðjunni Iðunni á Akureyri og síðar sem húsvörður í Jötni á Hringbraut 119, þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1981.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Jónsdóttir, f. 18.10. 1864 í Garðshorni í glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, d. 11.12. 1932, og Friðfinnur Pálsson, bóndi á Skriðu, f. 20.12. 1863 á Féeggsstöðum í Skriðuhreppi í Eyjafirði, d. 7.6. 1917.

Systkini Aðólfs voru:
1) Steinunn Helga,
2) Pálína Sigríður, gift Páli Guðmundssyni
3) Jón Steinberg, kvæntur Sumarrósu Snorradóttur.
Þau eru öll látin nema Sumarrós sem býr á Akureyri í hárri elli.

Aðólf kvæntist 29. maí 1937 eftirlifandi konu sinni, Sigríði Jónsdóttur frá Halldórsstöðum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu, f. 8.3. 1917.
Börn þeirra eru:
1) Steinunn, f. 8.1. 1938, gift Páli Ó. Hafliðasyni. Þau búa í Þykkvabæ í Rang. Börn Steinunnar eru: Harald, Georg, Adolf, Aðalheiður og Hafliði.
2) Emil, f. 11.7. 1939, kvæntur Margréti Árnadóttur. Þau búa í Þýskalandi. Synir þeirra eru: Rúnar, Adolf, Guðni Aðalsteinn, Kristinn Árni og Friðfinnur Skúli.
3) Pálína Helga, f. 4.9. 1944, búsett á Ísafirði, gift Jakobi Ólafssyni. Þeirra börn eru: Sigríður og Ólafur.
4) Jóna Aðalheiður, f. 14.2. 1955, gift Reyni Karlssyni, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: Magnús, Steinunn, Helga og Hinrik.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08756

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 30.12.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places